Heima er bezt - 01.02.1952, Side 27
Nr. 2
Heima er bezt
o9
SAGNFRÆÐI:
Byron lávarður
Eftir Baldur Bjarnason
FÁ ÚTLEND SKÁLD hafa
kitlað svo eyru íslenddinga sem
Byron lávarður. Byron fæddist
1788. Hann var af gömlum ensk-
um og skozkum aðalsættum.
Faðir hans var af enskri Nor-
mannaætt, móðir hans var af
Stúartaættinni, hinni sögu-
frægu konungsætt Skota og
Englendinga. Faðirinn var
drykkfeldur og svallgefinn ráð-
leysingi, móðirin vanstilt, tauga-
biluð og ákaflega móðursjúk en
sæmilega greind. Foreldrar Byr-
ons skildu þegar hann var barn
að aldri. Það varð Byron til
hamingju, að afabróðir hans
arfleiddi hann að eignum sín-
um og titli þegar hann var barn
að aldri. Þegar gamli maðurinn
dó, var Byron lávarður 10 ára
að aldri. Byron var bví laus við
fjárhagsáhyggjur fyrst framan
af. Hann fékk all-góða mennt-
nn, stundaði um skeið háskóla-
nám. Námsmaður var hann að-
eins í meðallagi en varð snemma
fjöllesinn í heimspeki og bók-
menntum. Byron var einnig
góður íþróttamaður. Það bagaði
hann þó mjög, að hann var halt-
ur. Byron, sem var manna fríð-
astur, og hafði til að bera töfr-
andi framkomu, þjáðist alla ævi
af minnimáttar kenndum, vegna
þess að hann var fatlaður. Er á-
litið, að það hafi stafað af því,
að hin vesæla móðir hans hafi í
geðvonsku sinni strítt honum
með þessu líkamslýti þegar
hann var barn. Hann gat aldrei
bætt sér þetta upp, hvernig sem
hann þjálfaði sig líkamlega og
andlega Byron var því snemma
viðkvæmur og hörundssár, hann
var ákaflega laus við skapfestu,
og aldrei heilsteyptur í neinu.
Listamannseðli hans kom fljótt
í ljós, og þó fyrstu ljóð hans
fengju engan hljómgrunn, var
hann orðinn þekkt skáld liðlega
tvítugur að alddri. Hann var þá
nýkominn úr ferðalagi frá hin-
um sólríku Miðjarðarhafslönd-
um. Hann vaknaði einn morg-
unn og fékk að vita, að hann
var orðinn frægur. Hann var nú
um skeið dáður og tilbeðinn,
einkum var hann eftirlætisgoð
kvenfólksins. Sumar samkvæm-
isdömurnar hnigu bókstaflega í
yfirlið, þegar Byron kom inn í
samkvæmissalinn.
Byron giftist nú ríkri stúlku
af borgaraættum. Það var hon-
um mikil hjálp í bili, því Byron
var nefnilega orðinn fátækur,
þrátt fyrir lávarðstignina. Byr-
ons-ættin hafði í nokkrar kyn-
slóðir stöðugt verið á hnignun-
arleið í fjárhagslegu tilliti, og
skáldið Byron lávarður var á
góðri leið með að sóa síðustu
reitunum. Því miður verður að
viðurkenna það um hið unga
skáld og lávarð, að hann með-
höndlaði hina ríku og góðu
konu sína skammarlega. Þau
skildu að lokum. Ada dóttir
þeirra varð hjá móður sinni, en
Byron varð ekki vært í Englandi.
Illar tungur sögðu, að Byron
hefði drýgt blóðskömm, og átt
barn með hálfsystur sinni, - og
það var álitið, að það væri or-
sök skilnaðarins. Þessi orðrómur
hefur aldrei verið sannaður að
fullu. En víst er það, að Byron
hafði slíka svívirðu af máli
þessu, að þegar hann flýði Eng-
land árið 1816, sór hann að
koma þangað ekki aftur.
Afkomendur Byrons lávarð-
ar halda því fram, að því er
virðist með fullum rétti, að
hinar illu tungur hafi sagt satt.
Eftir flótta frá Englandi lifði
Byron léttúðarlífi og flakkaði
víða um lönd. Lengst af var
hann á Ítalíu. Ljóð hans flugu
víða um lönd í þýðingum. Byron
vann sér heimsfrægð, og hann
lék sér nú að því að hæðast að
gamla Englandi, en dáði léttúð-
ina og gjálífið í hinum sólbjörtu
suðurlöndum. Byron var lýð-
ræðissinni, og frelsisunnandi, og
þó fullur af stéttarhroka enska
aðalsins. Fyrst framan af vildi
hann ekki taka borgun fyrir ljóð
sín. Honum fannst það ekki lá-
varði sæmandi. Síðar kenndi
hin harða lífsbarátta honum,
að hann varð að þiggja borgun
fyrir ljóð sín, og varð hann
brátt ríkur maður. Byron var
mannvinur, en þjáðist þó af
mannfyrirlitningu. Hann var
harður og viðkvæmur í senn, og
þráði samúð þeirra smælingja,
sem hann orti um í ljóðum sín-
um ,og lítilsvirti í veruleikanum.
Á þessum árum orti Byron
kvæðaflokkinn Don Juan, sem
er frægasta verk hans. Allar
þær andstæður, sem einkenndu
skapgerð Byrons komu fram í
ljóðum hans. En ljóð hans eru
líka mótuð af töfrakrafti, kyngi
og munaðarhita hins unga lá-
varðar, sem unni bæði fögrum
konum og fögru landslagi, og
fann sér hvergi hvíld eða sama-
stað. Árið 1823 gerðist Byron
einn af liðsmönnum Grikkja í
frelsisstríðinu við Tyrki. Hann
dó árið 1824, 36 ára að aldri.
Banameinið var heilabólga.
Dauði hans varpaði slíkum
ljóma yfir nafn hans, að mis-
gerðir hans gleymdust alveg,
hann varð hetja og píslarvottur
milljóna manna, og róttækir
vinstrimenn og lýðveldissinnar
hófu hann til skýjanna um all-
an heim. Byron er þó sem mað-
ur og skáld, nátengdur hinum
hrynjandi aðli á fyrri hluta 19.
aldar. Lífsskoðanir hans endur-
spegla að miklu leyti hugarfar
hinnar rótlausu og stéttvilltu
aðals-æsku í byrjun 19. aldar.
Þessi aðals-æska var að molast
niður milli vaxandi auðborgara-
stéttar og hins rótgróna há-
aðals, sem enn sat að sínu. Róm-
antík, lífsleiði og lífsflótti ein-
kenndi þetta fólk. Tiltölulega
þýðingarlitlir árekstrar, sem
áttu orsök sína í litt geðslegum
ástarævintýrum hröktu Byron,
ekki aðeins frá heimalandi hans,
heldur líka frá stétt hans og
uppruna, svo að hann, sem var
afkomandi hinna afturhalds-
sömu Stúarta og þeim í mörgu
líkur, varð byltingamaður og
lýðræðissinni. Ljóð Byrons voru
á 19. öld þýdd á flest menning-
armál heimsins, einnig á ís-
lenzku, og áhrif hans hér á
landi voru mikil, þeirra gætir
jafnvel töluvert enn.