Heima er bezt - 01.02.1952, Síða 28

Heima er bezt - 01.02.1952, Síða 28
60 Heima er bezt Nr. 2 — Þórdísarþáttur Framh. af bls. 58. gat hann fundið bæinn. En Ing- var kom hvergi fram. Eftir byl- inn var leit gerð að honum, en árangurslaust. Lík Ingvars hafði fennt og fannst það ekki fyrr en um vorið að snjóa leysti. Var Þórdísi móður hans þá gert viðvart. Kom hún tafarlaust upp að Villingavatni og bað Magnús Gíslason, sem þá bjó þar, að sjá um útförina fyrir sig að öllu leyti. Það gerði hann, og var Ingvar jarðaður á Úlf- ljótsvatni. Ég hef heyrt að Þór- dísi hafi íallið orð á þá leið, þegar Ingvar var jarðaður, að þetta hefði verið það bezta und- ir þeim kringumstæðum sem verið hefðu. Um þessar sömu mundir missti Þórdís Nikulás son sinn, og sjálfsagt mikið af bústofni sínum í harðindunum 1881—1882, eins og svo margir fleiri. Hætti hún því búskap. En Einar son sinn, sem einn var eftir af börnum hennar, vistaði hún í Bakkarholti, og var hann með því fólki til dauðadags. Ein- ar var dugnaðarmaður að hverju sem hann gekk, drengur góður og vinsæll. Tvíbýli var í Hvammi þegar Þórdís og Jón bjuggu þar, og nokkru lengur. En þegar hún hætti búskap, tók Steindór Steindórsson þann hlutann sem hún hafði búið á, og svo alla jörðina, þegar hinn parturinn losnaði, sem var nokkrum árum síðar. Þórdís var í húsmennsku hjá Steindóri og konu hans, Kristínu, til dauðadags, og var alltaf gott samkomulag þar á milli. Þórdís mátti vera eins og hún vildi. Þegar Steindór tók alla jörðina flutti hann með fólk sitt í þann bæinn, sem fólkið var í sem flutt hafði burt. En þá vildi Þórdís vera kyrr í sínum gamla bæ. Enda var það heppilegast fyrir alla aðila. Baðstofan, sem Steindór flutti ,í var ekki stærri en fyrir hann og hans heimilisfólk. En aftur rýmkaðist svo um Þór- dísi, þegar hún var orðin ein, að hún hafði nóg rúm fyrir allt sitt dót í baðstofunni, og þar á meðal vefstólinn. En hún var vefari og óf ýmislegt, sem fáir kunnu, t. d. bæði glitvefn- að salúnsvefnað o. m. fl. Þórdís andaðist aldamótaveturinn hjá Steindóri og Kristínu; áður var hún flutt í baðstofuna til þeirra fyrir nokkru. Þórdís sætti sig betur við erfiðleika lífsins en almennt gerist. Hún kvartaði aldrei eða lét á sér heyra, að hún væri óánægð með kjör sín, og aldrei heyrðist hún öfunda nokkurn mann eða konu. Mér virtist hún vera sérstaklega jafnlynt. Og þó hún þætti stundum bituryrt, þá bar aldrei á að hún kastaði því fram í illu. Hún valdi til þess venjulega orð annarra. T. d. vísur eða vísna- hluta ýmissa skálda, ritningar- stað, meistara Jón, Hallgrím Pétursson o. m. fl. Víða var hún heima og minnið var gott, og hún var fljót að finna það sem við átti. Og hún hafði eitt- hvert sérstakt lag á því að bera orðin þannig fram, að hún væri að lýsa almennri skoðun, sem bæði hún og sá, sem hún talaði við, þyrftu að hugleiða, áður en meira væri sagt. Þetta álít ég það merkilegasta í skapgerð Þórdísar, og ég er viss um að margir höfðu þetta á tilfinn- ingunni þó óljóst væri. En ég vissi líka, að þeir voru til, sem héldu að hún notaði þetta til að vara fólk við, en svo var ekki, því enginn bar kala til hennar eftir á, þó að hann yrði fyrir þessu hjá henni. Kolbeinn Guðmundsson frá Úlfljótsvatni. — Mikligarður . . . Framh. af bls. 45. margt fleira af opinberum bygg- ingum. En það, sem einkenndi borgina mest, voru þó kirkjurn- ar. Kirkjur voru ótrúlega marg- ar og fjölgaði alltaf, jafnvel þótt fjárhagur ríkisins væri oft mjög bágborinn. Alltaf hafði keisarinn ráð á að byggja nýja kirkju. í þessu líktist Konstantínópel Kijef og Moskvu, en það eru þær tvær borgir nútímans, þar sem flestar kirkjur hafa verið. Víðsvegar um borgina var fjöldi höggmynda eftir fræga gríska meistara. í Soffíukirkjunni einni eru 427 stórar myndastyttur. Byggingarnar frá blómatíma Konstantínópels sanna okkur, að fyrri alda menn hafa kunnað að byggja fögur og góð hús, og í ótal ritum frá þessum tíma sjá- um vér, að fólkinu hefur yfir- leitt liðið vel, en líf þess var dans kringum gullkálfinn og þindar- laust kapphlaup um skemmtanir og íburð, sem fá dæmi eru um. Upp úr öllu þessu risu allskon- ar nýjar stefnur í trúmálum og dýrkun launhelga, en einnig þá var hnignun og loks eyðilegging hins mikla austrómverska veld- is i undirbúningi. — Við arineld Framh. af bls. 41. fundið að starfsemi hennar, þá hefur útvarpið þó veitt og veit- ir fjölmargar fræðslu- og: ánægjustundir, sem skylt er að muna og sem aldrei verða til verðs metnar. Og það er einmitt í sveitunum, sem fyrir þær stundir er í hljóði goldin heit og einlæg þökk. Útvarpið og sím- inn, hinn opni farvegur brýnna boða og beinnar ræðu, eru hin- um dreifðu byggðum gagnmerkir tengiliðir við umheiminn, — líf- taugar, sem skapa verulegan hluta af ylmagni þess arinelds, sem sveitafólkið ornar sér við í einangrun og önn. — Stálið — einvaldi á hnettinum Framh. af bls. 49. möguleika til auðs og valda, sem stálið gaf hverjum þeim, er með útsjónarsemi kunni að meta það, mynduðu stóra hringa. Krupps- fjölskyldan í Þýzkalandi tók nú að láta til sín taka. Krupp-arnir vor u upprunalega smákaup- menn í Essen. Þessi fjölskylda setti á stofn stálvinnslu, og eftir nokkra mannsaldra hafði henni tekizt að ná ótrúlega miklum völdum og áhrifum. Krupp

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.