Heima er bezt - 01.02.1952, Side 32
64
Heima ER BE'ZT
Nr. 2
Föndur fyrir unglinga:
Hagnýt minnisatriði
Blápappír.
Ef þig vantar blápappír við
teikningar á smíðisgripum fyrir
laufsög, geturðu hæglega búið
slíkan pappír til sjálfur úr þunn-
um, sterkum pappír, sem þú lit-
ar öðru megin með eftirfaranöi
blöndu:
Settu % hluta vax saman við
% hluta línolíu og ys hluta af
þurrum lit. Hitaðu olíuna,
bræddu vaxið og hrærðu litar-
duftið saman við. Viljirðu búa
til bláan pappír, þá notaðu
„pariser“-bláan lit. Við rauðan
pappír notarðu rauðkrít, en við
svartan er bezt að nota grafit.
Stimpillítur.
Stimpillitur er auðveldlega bú-
inn til með því að blanda saman
svartkrít eða „pariser“-bláma
við % hluta glycerin.
Leir.
Bræddu býflugnavax við lít-
inn hita. Settu smáskammt af
terpentínu út í til þess að mýkja
vaxið, einnig „sesam“-olíu, er
fæst í hverju apóteki eða máln-
ingarverzlun.
Leirinn geturðu litað eftir vild
með því að blanda þurrum lit
saman við.
Lím á merkispjöld o. fl.
Leystu upp límduft í köldu
vatni. Taktu síðan hálfu meiri
skammt af gúmmí-arabicum og
kandíssykri og settu út í vatns-
magn, er sé tvöfalt meira en það,
sem límið var leyst upp í. Þetta
skal allt hitast við hægan eld.
Úr þessu verður síðan ágætt lím,
sem þornar aftan á miðunum, en
blotnar nægilega, ef það er sett
á votan svamp eins og hvert
annað bréflím.
Litarvatn.
Settu tvö lítil zink-stykki í
flösku með ómengaðri saltsýru.
Zinkið leysist upp í saltsýrunni.
En á meðan það fer fram, er
bezt að láta flöskuna standa
utan dyra, því að dampurinn af
þessum efnategundum er eitr-
aður.
Leystu upp salmiakduft, sem
svarar einni teskeið og settu út
í bolla af sjóðandi vatni.
Blandaðu síðan öllu þessu
saman og láttu flöskuna standa,
þar til efnin hafa fallið á botn-
inn, öll nema litarvatnið.
Helltu þá litarvatninu gæti-
lega ofan af á aðra flösku.
Þétting tjalds.
Tjaldið þitt geturðu þéttað og
varið fúa með eftirfarandi að-
ferð. Þú leysir tvö hektógrömm
af álúni upp í 15 lítrum sjóð-
andi vatns, en í öðru keri leys-
irðu tvö hektógröm af „blys-
ocker‘ upp í öðrum 15 lítrum af
sjóðandi vatni. Hið síðarnefnda
efni er baneitrað. Þegar blönd-
ur þessar hafa báðar staðið það
lengi, að aukaefnin eru setztt á
botninn í kerunum, er vatninu
blandað og tjaldið látið liggja í
blöndunni næturlangt.
Um morguninn hengirðu tjald-
ið upp til þerris, án þess að
vinda það. Þú lætur sem sagt
renna úr því af sjálfu sér. Fari
svo, að örlítið blýsalt setjist á
tjaldið, getturðu auðveldlega
burstað það af, þegar voðin hef-
ur þornað.
Laufsögun.
Sennilega er laufsögin eitt-
hvert hagnýtasta áhald, sem
smiðurinn getur fengið sér, með
tilliti til þess, hversu ódýr hún
er. Hugsaðu þér, hversu fjöl-
margt er hægt aö smíða með
hennar hjálp. Með henni er
ekki einungis hægt að saga
timbur, heldur einnig tinnu-
gúmmí (ebonit), horn og ýmsar
málmtegundir, t. d. messing.
Laufsögin er því raunverulega
nokkurskonar galdratæki, sem
maður notar, þegar maður vill
saga bognar línur og fara hönd-
um um efnið þar sem ekkert
annað verkfæri getur komizt að
því. Blaðið er nefnilega svo
þunnt, að það tekur ekki burtu
nema sem svarar blýantsstriks-
breidd af efninu.
Til eru að vísu bæði fín og
gróf sagarblöð, og fer það eftir
númerum, einnig eru til sérstök
blöð fyrir málma. Eftir því sem
blaðið er fínna, þeim mun minna
eyðir það efniviðnum, eins og að
líkum lætur. En of þunn blöð eru
gjörn á að hrökkva sundur. Not-
astu því við mátulega þykk sag-
arblöð. Og að öllum jafni borg-
ar það sig að kaupa beztu teg-
undina.
Sagirðu þunna málmplötu, er
hagnýtt að láta blaðið jafnframt
saga gegnum undir-plötu úr tré
eða „masonite". Blaðið festist
þá ekki í plötunni.
Ef um er að ræða mjög þunnt
efni, sem saga þarf í fleirum en
einu eintaki, er réttast að leggja
saman fleiri en eina plötu og
saga í einu. Þá verður líka að
gæta þess að halda söginni réttri
og festa plöturnar með þvingu,
svo að þær haggist ekki.
Allar smáraufir og útskot ger-
um við þrengri en nauðsynlegt
er og notum heldur raspinn á
þær á eftir. Því varla er nokkur
sá hlutur til, sem eyðileggur jafn
mikið laufsagar-iðjuna og of ó-
varkár eyðing efniviðarins með
því að saga of mikið.
Laufsagar-mynztur.
Þegar við veljum mynztur til
að vinna með laufsög, verðum
við að hafa það hugfast, að ekki
er allt fallegt bara fyrir það eitt,
að í því er mikið flúr og rósaverk.
Við eigum að byrja á því að
smíða einfalda og snotra hluti.
Þegar við notum laufsagar-
mynztur, teiknum við það á
gegnsæjan pappír, til þess að
þurfa ekki að eyðileggja bókina
eða blaðið, sem það er í með
blápappírsteikningu. Hinsvegar
notum við blápappírinn, þegar
við teiknum fyrirmyndina af
gagnsæja pappírnum yfir á efni-
viðinn. Og bezt er að nota graf-
it-pappír.
Til þess að mynztrið haggist
ekki, er bezt að pinna það niður
eða hefta á annan hátt.
Nauðsynlegt er að rita mynztr-
ið sem greinilegast og með odri-
cjóum blýanti. Notaöu reglu-
striku eins oft og þú færð því
við komið.