Heima er bezt - 01.09.1952, Síða 2

Heima er bezt - 01.09.1952, Síða 2
258 Heima er bezt Nr. 9 Jón í Möðrudal og Bur starf ells-Blesi Jón í Möðrudal á Burstafells-Blesa. Jón í Möðrudal er lands- kunnur maður. Og „Jón Aðalsteinn“ er kær og kunnur öllum sínum vin- um. Og þeir eru margir. Jón Aðalsteinn er einn þeirra manna, sem verður gott til vina. Ber margt til þess. Hann er höfðingi heim að sækja og sem til þess skap- aður að búa um þjóðbraut þvera, eins og áður var í Möðrudal, á öllum tímum árs, en nú aðallega á sumr- um, og meðan bílfært er fram eftir hausti. Hefur löngum þótt gott að leita til Jóns í Möðrudal. Hann hefur ráð undir hverju rifi og veit því ráð við öllu, jafnvel ráðaleysi, enda aldrei ráðalaus sjálfur. Og greiðvikinn er hann og hjálpsamur fram í fremstu góma sinna fjölfróðu fingra. Starfshæfni hans og starfsgleði er frábær, slungin magnaðri listrænni þrá og hæfileikum, sem vart verður við ráðið, en aldrei hafa hlotið þann þroska, sem þeim bar, í óslitinni önn dags- ins. Söngvari, tónskáld eða list- málari myndi Jón orðið hafa, eitt eða allt í senn, hefði hann sprottið upp úr þeirri fáskrúð- ugu möl síðari áratuga, sem blæs upp hverja hæfileikatýru sína, unz slokknar sjálfkrafa á skarinu. En Jón hefur hvorki leitað á náðir malarinnar né Al - þingis. Og því er hann allt þetta i dag, sér til hugarhægðar, upp á eigin spýtur, algerlega staf- laust! — Og víðsýni Möðrudals á Fjalli er honum fegurra lista- safn og fjölskrúðugra heldur en nokkur malarborg hefur upp á að bjóða. — Það er eins konar forlaga- glettni, að Jón í Möðrudal skuli hafa náð í snilli-villinginn Burstarfells-Blesa, þennan af- burðafagra fák, sem er svo þrunginn fjörmögnuðum hæfi- leikum, að hann tekur ekki tamningu og er því flestum ó- viðráðanlegur. En einmitt þess vegna var hann við hæfi Jóns í Möðrudal og að hans skapi! Á hann þó nóga hesta aðra. En Blesa varð hann að eignast! — Það eru því góðir ferðafélagar og skemmtilegir um öræfi íslands, þeir Jón og Blesi, og hef ég dáðst að þeim báðum. — Óþreytandi og óarepandi, jafn fjörugir að kvöldi dags eftir 10—12 stunda reið, eins og að morgni. Minning þeirra beggja mun lengi lifa Haustið er í nánd. Göngur og réttir fara senn að hefjast víð- ast hvar, þar sem enn er ekki með öllu fjárlaust vegna fjár- skiptanna. Réttadagurinn hefur um aldaraðir verið einn mesti gleðidagur sveitafólksins, enda þjóðlegasti hátíðisdagur ársins, og svo mun enn verða um lang- an aldur. Glöggir menn og langminnug- ir úr öllum sveitum landsins hafa rifjað upp endurminningar sínar um göngur og réttir, sagt frá svaðilförum, ævintýrum og meðal ferðamanna á Fjalls- slóðum! — Og ljósið úr turni Jóns-kirkju — sem honum tekst eflaust að koma fyrir, áður en yfir lýkur, — kirkjunni sem hann hefur sjálfur byggt með eigin höndum, — það ljós mun um langan aldur senda blik sitt út um Fjall til leiðbeiningar ferðamönnum í haustmyrkri og hríðum! Helgi Valtýsson. á forsíðu margvíslegum gleðistundum. Hið mikla ritsafn „Göngur og réttir“ geymir þessar minningar. Þang- að munu komandi kynslóðir sækja auðæfi í sjóð sagna um hætti forfeðra sinna, er snerta þennan stórmerka þátt íslenzks þjóðlífs. Réttamyndirnar eru teknar í Skaftholtsréttum í Gnúpverja- hreppi, en hinar tvær eru tákn- myndir um þjóðlífshætti, er fylgja önnum haustsins til sjáv- ar og sveita í kjölfar gangna og rétta. HEIMA ER BEZT • Heimilisblað með myndum • Kemur út mánaðarlega ■ Áskriftagj. kr. 67.00 ■ Utgef.: Bókaútgáfan Norðri • Ábyrgðarm.: Albert J. Finnbogason • Ritstjóri: Jón Björnsson • Ileimilisfang blaðsins: Pósthólf 101 Reykjavík • Prentsm. Edda h.f. Myndirnar

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.