Heima er bezt - 01.09.1952, Qupperneq 4

Heima er bezt - 01.09.1952, Qupperneq 4
260 Heima ER BEZ' Nr. 9 hugsjónir, sem báru málefnið til sigurs. Oft hefur staðið styrr um Sam- bandið og aðgerðir forystu- manna þess á ýmsum sviðum, enda hlýtur svo að verða. Verð- ur hér ekki farið nánar út í það, en aðeins skal bent á þá stað- reynd, að allar stéttir þjóðfélags- ins viðurkenna afrek samvinnu- manna, eins og kom fram á fundinum í ræðum margra for- ystumanna þjóðarinnar. Eins og nú er ástatt á mörgum sviðum þjóðmálanna, sem og heimsmálanna yfirleitt, verður nauðsyn samvinnu á sem flest- um sviðum æ ljósari hverjum hugsandi manni. Leiðin út úr þeim erfiðleikum, sem steðja að og uggvænlegt útlit fyrir fram- tíðina, sem einkum getur orðið örlagaríkt smáþjóðunum, er samstarf og samhugur þeirra manna, sem hægt er að treysta til að setja almenningshag ofar persónulegum hagsmunasjónar- miðum, en það er oft eina leiðin til að bægja hættunum frá. Heima er bezt birtir nú nokkr- ar myndir frá alþjóðamótinu og afmælishátíð Sambands ísl. sam- vinnufélaga og vonar, að les- endum þyki gaman að fá þær í blaðinu. Annars hefur afmælis- ins verið ýtarlega minnzt á öðr- um stað, því að tímaritið Sam- vinnan hefur gefið út sérstakt afmælisrit, svo að óþarft þyk- ir að fara fleiri orðum um sjálfa ,sögu samtakanna á þessum stað. A efri myndinni sjást nokkrir hinna erlendu gesta, auk heiSursfélaga og for- stjóra S./.S., á hátíðafundi S.Í.S. í Reykjavík. ■— Neðri myndin sýnir forseta Alþjóðasamhands samvinnumanna, Sir Harry Gill, setja miðstjórnarfundinn í hátíðasal Háskóla Islands. Vinstra megin við hann situr ungfrú G. F. Polley, aðalritari Alþjóðasambands samvinnumanna, en til hcegri við Sir Harry Gill eru Vilhjálmur Þór, forstjóri S.Í.S., og Harold Taylor, fulltrúi miðstjórnar I.C.A. (Ljósm.: Guðni Þórðarson).

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.