Heima er bezt - 01.09.1952, Page 9
Nr. 9
Héima er bezt
265
þóttu sum nöfnin heldur óheppi-
leg, svo að ekki sé dýpra í árinni
tekið. Langflest eru ættarnöfnin
mynduð af bæjarnöfnum og öðr-
um örnefnum, en annar stærsti
frumorðaflokkurinn eru eigin-
heiti karla og kvenna. í því sam-
bandi farast nefndinni orð á
þessa leið:
„Vér göngum að því vísu, að
margir vilji kenna sig við föður
eða móður eða foreldri sitt fjar-
skyldara. Vér höfum því samið
skrá um ættarnöfn dregnum af
mannanöfnum, og þó nálega
þeim einum, er telja má íslenzk
að uppruna og oss þóttu ekki
óviðfelldin eða of löng...Vér
efumst ekki um, að mörgum
verði það ljúft, að kenna sig við
eignarjörð sína eða ættaróðal, og
höfum vér því leitast við að
mynda nöfn af sem flestum bæj-
arnöfnum, er oss þóttu með
nokkru móti hæf. Hafa því fleiri
flotið með en oss þykja sjálfum
fögur, því að vér vitum vel, að
ekki er einn smekkur allra og að
mörgum þykir það fagurt, sem
honum er kært“.
Þrjár endingar, sem nefndin
notaði mikið við ættarnafnasmíð
sína, sættu afarharðri gagnrýni.
Það voru endingarnar -on, -fer
og -star. Um réttmæti þessara
endinga farast nefndinni þannig
orð:
„Á eldra stigi málsins enduðu
þau kvenkynsorð á -on, sem nú
enda á -a: alda, bringa, tunga.
Hefur nefndin því myndað ætt-
arnöfnin: Aldon, Bringon, Tung-
on. Allmörg íslenzk ættarnöfn
hafa endað á fjörð. Vér höfum
ekki myndað ættarnöfn á þann
hátt, að taka nöfn í þolfalli, en
„fjörð“ getur ekki verið annað
en þolfall. Að hinu leytinu var
þágufallsmyndin „firði“ óhæf.
Vér höfum því tekið það ráð að
hafa hina germönsku frumrót í
orðinu „fjörður" að endingu
slíkra nafna. Hún er -fer. Af
bæjarnöfnum, sem enda á -stað-
ur, -staðir, hafa áður verið
mynduð ættarnöfn með ending-
unni -stað, t. d. Hafstað, Lyng-
stað, eða með dönsku ending-
unni -sted, t. d. Melsted. Að vísu
teljum vér ekki frágangssög að
ættarnöfn endi á -stað, en hætt
er við að slík ættarönfn fengi
ranga eignarfallsendingu, ef þau
væri beygð. Vér höfum því
myndað nýja endingu, „star“, af
rót orðsins „staður“, hún er sta,
og við hana höfum vér skeytt
„r“, sem er algeng afleiðsluend-
ing í málinu.“
Eftir útkomu nefndarálitsins
blossuðu ættarnafnadeilurnar
upp að nýju, heitari og ákafari
en nokkru sinni fyrr. Mjög mikla
athygli vakti fyrirlestur, sem
Árni bókavörður Pálsson flutti
fyrir fullu húsi í Iðnó 27. febrúar
1916. Lagðist hann þar mjög fast
gegn ættarnöfnum, fór hörðum
orðum um nefndarálit þremenn-
inganna og fann því æðimargt
til foráttu. Erindið var síðan
prentað. Get ég ekki stillt mig
um að birta hér dálítinn kafla
úr erindi þessu.
Eftir að Árni hefur rifjað upp
helztu röksemdir þeirra manna,
sem berjast fyrir upptöku ættar-
nafna á íslandi, kemst hann að
þeirri niðurstöðu, að meginá-
herzlu leggi þeir allir á það at-
riði, að ættarnafnasiðurinn hafi
hvarvetna sigrað í menningar-
löndunum, „fínu“ löndunum,
nema hvað sveita-alþýðan haldi
við hinn forna sið á stöku stað.
íslendingar stimpli því sjálfa sig
sem lítt upplýsta almúgaþjóð, ef
þeir fari ekki að dæmum menn-
ingarþjóðanna í þessu efni. Og
Árni heldur áfram:
„Ég held, að hér sé maður
kominn að sjálfum kjarnanum í
skoðunum þeirra manna, sem
fyrir ættarnöfnunum hafa bar-
izt. í þeirra augum táknar hinn
forni siður': einangrun, öfug-
uggaskap, úreltan hugsunarhátt
og heimskulega og gagnslausa
mótspyrnu gegn „straumi tím-
ans“. íslenzku heitin eru „ófín“
— það eina orð nægir. Það er orð,
sem ég hygg, að menn séu al-
mennt hræddari við, en nokkurt
annað orð, sem nú er tíðkað í
málinu. Og ef svo fer einhvern
tíma, að ættarnöfnin sigri hér á
landi, þá verður það vegna þess,
að þau eru „fín,“ en innlendu
heitin „ófín“. Við vitum sjálf-
sagt öll, að þau ættarnöfn, sem
nú tíðkast vor á meðal, hafa
menn tekið sér af þessari ástæðu,
— að minnsta kosti öll þau nöfn,
sem enda á -sen og -son. Þau
eru í fyrstu tekin upp á þeim
tíma, þegar nálega öll þjóðernis-
meðvitund var kreist úr íslend-
ingum, og sumir af helztu mönn-
um þeirra hefðu viljað skafa
þjóðernið af sér með öllu, ef þeir
á nokkurn hátt hefðu getað það.
.... En geta menn nú fært
nokkrar sönnur á þá staðhæf-
ingu, að útlendir menn líti svo
á sem hin íslenzka nafnvenja
beri vott um úrelt og afkáralegt
menningarástand? Ég efast ekki
um, áð danskur krambúðarlýður
hafi margoft látið slíkar skoðan-
ir í ljósi, en af þeim lærimeistur-
um okkar í uppskafningshætti og
apalátum hefðum við þá líka
getað lært, að íslenzkan væri
orðin ekki svo lítið á eftir tím-
anum og ekki sem allra „fínust“,
og höfum við þó ekki viljað
gleypa við þeirri kenningu. Hitt
veit ég, að þýzkir fræðimenn,
sem þekkja land vort og þjóð
betur en nokkrir aðrir útlendir
menn, líta svo á, að það sé ís-
landi ódauðlegur heiður, hvernig
það hefur varðveitt forna tungu
og forna siði, og mundu þeir telja
oss það litla fremd, ef við nú
færum að gerast nafnskiptingar
eða umskiptingar. Og ef við á
annað borð viljum hegða okkur
eftir því, hvernig aðrir kunni að
dæma um okkur, — en það er
annars einkenni lítilsigldra
manna og lítilsigidra þjóða —
þá er okkur nær að hlíta þeim
bendingum og ráðum, sem við
fáum frá þeim vinum okkar út-
lendum, sem bezt þekkja okkur,
heldur en hlaupa eftir hverjum
þeim goluþyt tískunnar og tíð-
arandans, sem hingað kann að
berast frá öðrum löndum.......
Hin gamla, íslenzka ættarnafna-
venja er svo samgróin eðli ís-
lenzkunnar, að við getum ekki
losað okkur við hana nema með
því að misþyrma tungunni.
Nafnanefndin getur þess, að ís-
lenzkunni hafi aldrei verið sýnt
um að mynda ættarnöfn, og er
starf hennar sjálfrar ólygnasti
votturinn um, að þetta er satt.
En mönnunum er ekki sök gef-
andi á þessu, þetta er málinu að
kenna eða þakka, allt eftir því,
hvernig á er litið..Það er al-
mennt talið til spillingar tung-
unni, að hleypa inn í hana út-
lendum orðum og ætti ekki að
þola slík orð, hvorki í ritmáli né
mæltu máli, nema þau séu með