Heima er bezt - 01.09.1952, Side 11
Nr. 9
Heima er bezt
267
Þegar kom á árið 1917, hjöðn-
uðu ættarnafnadeilurnar um
sinn. Ýmsir menn tóku sér upp
ættarnöfn samkvæmt löngunum
frá 1913, eins og verið hafði á
hverju ári síðan sú löggjöf var
sett, þótt naumast gæti heitið,
að mikið kvæði að því. Leið nú
og beið fram til ársins 1923. En á
alþingi það ár bar Bjarni Jóns-
son frá Vogi fram „frumvarp til
laga um nöfn“. Fjallaði það öðr-
um þræði um mannanöfn, en
hinum um bæjarnöfn og staða.
Höfuðatriði þess hluta frum-
varpsins, sem laut að manna-
nöfnum, voru eftirfarandi á-
kvæði:
„Hver maður skal bera eitt
nafn og kenna sig til föður síns
sem verið hefur, með þeim hætti,
sem gerði Snorri Sturluson eður
Þórgerður Egilsdóttir. Ættar-
nafn má enginn taka sér hér eft-
ir. Víttir skulu þeir menn, er nú
bera ættarnöfn og eldri eru en
10 ára, þótt þeir haldi ættar-
nafninu til dauðadags. Heimilt
skal manni að hafa viðurnefni,
sem honum er gefið að nafnfesti
að fornum sið“.
í greinargerð segir á þessa
leið:
„Nú á dögum hefur erlend
sníkjumenning, léleg í alla staði,
náð svo sterkum tökum á mönn-
um, að þeir sæta hverju færi,
sem gefst, til þess að skafa af sér
þjóðerni sitt og glata dýrmætri
menning, er vaxið hefur um þús-
undir ára upp af norrænni rót,
en vér geymum nú að mestu ein-
ir. Svo langt hefur þetta gengið,
að sjálft alþingi hefur sett lög til
styrktar þessari þjóðernisglötun
og stjórn landsins hefur gefið út
rit í þessu skyni og látið lands-
sjóð kosta útgáfuna .... Þetta
frumvarp mitt er eins konar fyr-
irspurn til alþingis, hvort það
viti nokkurn annan skyldari til
að vernda dýrmætustu eign
þessarar þjóðar en sjálft sig“.
Umræður urðu allharðar um
frumvarpið, og sætti það snarpri
mótspyrnu. Jón Þorláksson og
Jakob Möller beittu sér einkum
gegn málinu, töldu það höggva
alltof nærri persónufrelsi manna
og fundu því margt annað til
foráttu. Frumvarpið varð ekki
útrætt á þessu þingi.
Á alþingi 1924 flutti Bjarni
frumvarp sitt öðru sinni, og þá
í nokkuð breyttri mynd. Fjallaði
það nú eingöngu um manna-
nöfn, og hafði eitt ákvæðði verið
rýmkað nokkuð frá hinu fyrra
frumvarpi. Fólst sú rýmkun í 3.
grein frumvarpsins, er hljóðaði
nú á þessa leið:
„Þeir íslenzkir þegnar og börn
þeirra, sem nú bera ættarnöfn,
mega halda þeim alla ævi“.
Aftur fór svo, að frumvarpið
dagaði uppi. Bjarni var þó ekki
af baki dotitnn, og á alþingi 1925
bar hann frumvarp sitt fram
hinu þriðja sinni. Og í þetta
skipti náði það fram að ganga,
að vísu með allmiklum breyting-
um. Þar sem lög þessi um
mannanöfn, nr. 54 frá 27. júní
1925, hafa gilt í aldarfjórðung
og eru í fullu gildi enn í dag, ætla
ég að birta þau hér, enda eru þau
fremur stutt. Gildandi laga-
ákvæði um mannanöfn eru
þessi:
1. grein: Hver maður skal heita
einu íslenzku nafni eða tveim og
kenna sig til föður, móður eða
kjörföður og jafnan rita kenn-
ingarnafn sitt með sama hætti
alla ævi.
2. gr. Ættarnafn má enginn
taka sér hér eftir.
3. gr. Þeir íslenzkir þegnar og
niðjar þeirra, sem bera ættar-
nöfn, sem eldri eru en frá þeim
tíma, er lög nr. 41, 10. nóvember
1913 komu í gildi, mega halda
þeim, enda hafi þau ættarnöfn,
sem yngri eru en frá síðastliðn-
um áramótum, verið tekin upp
með löglegri heimild, sbr. 9. gr.
þeirra laga. Sama er og um þá
erlenda menn, er til landsins
flytjast.
Þeir íslenzkir þegnar og börn
þeirra, sem nú bera ættarnöfn,
sem upp eru tekin síðan lög nr.
41, 1913 komu í gildi, mega halda
þeim alla ævi.
Konur þeirra manna, sem rétt
hafa til þess að bera ættarnöfn,
mega nefna sig ættarnafni
manns síns.
4. gr. Ekki mega menn bera
önnur nöfn en þau, sem rétt eru
að lögum íslenzkrar tungu.
Prestar skulu hafa eftirlit með,
að þessum ákvæðum sé fylgt.
Rísi ágreiningur um nafn, sker
'neimspekisdeild háskólans úr.
5. gr. Nú hefur maður hlotið
óþjóðlegt, klaufalegt eða erlent
nafn áður en lög þessi voru
sett, og getur hann þá breytt
nafni með leyfi konungs.
6. gr. Stjórnarráðið gefur út
skrá, eftir tillögum heimspeki-
deildar háskólans, yfir þau
mannanöfn, sem nú eru uppi,
sem bönnuð skulu samkvæmt
lögum þessum. Skrá þessi skal
send öllum prestum landsins.
Skráin skal gefin út á hverjum
10 ára fresti, að lokinni útgáfu
hins almenna manntals.“
Ég hef nú í nokkrum megin-
dráttum gert grein fyrir deil-
um þeim, sem háðar hafa verið
hér á landi um ættarnöfn og
réttmæti þeirra. Ég hef reynt
eftir föngum að skýra sjónar-
mið beggja aðila, án þess að
leggja á þau nokkurn dóm frá
eigin brjósti. En áður en ég lýk
grein þessari Iangar mig til að
skýra frá því, að íslenzkt manna-
nafnakerfi hefur alveg nýlega
borið á góma meðal sérfræðinga
á sviði skýrslugerðar og heil-
brigðisrannsókna. Hefur komið
upp úr kafinu, að hinn íslenzki
nafnsiður er í því tilliti sérstak-
lega handhægur og miklum kost-
um gæddur. Mál þetta er svo
vaxið, sem nú skal greina:
Til eru mjög fullkomnar og ó-
trúlega afkastamiklar vélar, sem
notaðar eru til að vinna úr
skýrslum margvíslegan fróðleik.
Nokkrar slíkar vélar hafa verið
fengnar frá Ameríku hingað til
lands, í Hagstofu íslands, og eru
þær hrein galdratæki. Nú stend-
ur svo á, að alþj’óðaheilbrigðis-
stofnun Sameinuðu þjöðanna,
sem hefur með höndum umfangs
miklar rannsóknir á sviði heil-
brigðismála, hefur fyrir nokkru
sent hingað einn af sérfræðing-
um sínum. í skýrslu þeirri, sem
hann hefur tekið saman um at-
huganir sínar hér, kemst hann
að þeirri niðurstöðu, að óvíða
eða hvergi í veröldinni séu skil-
yrði jafngóð og hér til aö fram-
kvæma með hinum nýju og full-
komnu vélum alhliða rannsókn-
ir á heilli þjóð. Það, sem hann
telur auðvelda þetta starf, er
íslenzka mannanafnakerfið,
einkum sú staðreynd, að nafna-
Framh. d bls. 283.