Heima er bezt - 01.09.1952, Page 12
268
Heima er bezt
Nr. 9
Þorvaldur Thoroddsen
„Það er einkennilegt að sjá,
hvernig mikilmenni með fram-
úrskarandi hæfileikum stundum
koma fram í veraldarsögunni í
hópum, á vissum tímum og á
vissum stöðum, án þess að hægt
sé að gjöra sér nokkra grein fyr-
ir hvernig á því stendur. Þegar
svo ber undir hefjast stór og smá
þjóðfélög á hærra menningarstig
en áður, en svo kemur oft lá-
deyða á eftir og afturför, þang-
að til ný alda rís og er hennar
oft langt að bíða.“
Þannig farast Þorvaldi Thor-
oddsen orð á einum stað í ævi-
sögu Péturs biskups. Þessi sönnu
orð geta átt við hann sjálfan, því
að slíkur forystumaður var hann
á því sviði, sem hann lét helzt
til sín taka, að hann var ein-
stæður meðal íslendinga á sinni
tíð.
Við íslendingar höfum átt því
láni að fagna að eignast nokkra
slíka afburðamenn, þótt ládeyð-
urnar séu tíðari. Er það einkum
örlagaríkt að vera staddur á
slíku ládeyðutímabili á örlaga-
ríkum tímamótum eins og því,
sem staðið hefur yfir undanfar-
inn áratug eða rúmlega það. Það
hefði verið hamingja þjóðarinn-
ar, ef hún hefði þá átt forystu-
menn á sem flestum sviðum, sem
áttu næga víðsýni og djörfung
til að leiða hana gegnum hætt-
urnar. Það er ekki nóg að dá-
sama hina miklu menn sögu
okkar með vörunum, minningu
þeirra er beinlínis sýnd van-
sæmd með slíkri dýrkun, nema
því aðeins, að hugur fylgi máli og
reynt sé að feta í fótspor þeirra.
Höfuðorsök þessarar óáranar
á mörgum sviðum mun fyrst og
fremst vera að finna í þeirri
augnablikshyggju og gullkálfs-
dýrkun, sem farið hefur eins og
logi yfir akur síðustu árin, þeg-
ar mörg menningarverðmæti
virðast vera orðin föl hæstbjóð-
anda, og margir aðrir undarleg-
ir hlutir hafa gerzt, sem munu
skapa núverandi kynslóð harð-
an áfellisdóm í sögu framtíðar-
innar.
En þegar þjóðir eru staddar á
hættulegum tímamótum, er allt-
af mikill styrkur í að rifja upp
fyrir sér sögu fortíðarinnar og
kynnast þeim mönnum, sem
vörpuðu ljóma á land og þjóð.
Einn þessara manna var Þor-
valdur Thoroddsen prófessor.
Heima er hezt hefur áður flutt
smágreinar um þá Svein Páls-
son lækni og Björn Gunnlaugs-
son yfirkennara, en þeir áttu
mestan þátt í að rannsaka land-
ið og auka þekkingu manna á
því á fyrri hluta aldarinnar sem
leið. Frá því er ferðum Bjarnar
Gunnlaugssonar lauk, og þar til
rannsóknir Þorvalds Thoroddsen
hófust árið 1880, hafði lítið verið
um rannsóknarferðir um öræfin
og sízt í vísindalegu augnamiði.
En með ferðum Þorvalds varð
gerbreyting á þessu. Hann ferð-
aðist um landið í 18 ár, jafnt
byggðir sem öræfi, og skrifaði
fjölda merkra ritgerða um ferð-
ir sínar og athuganir. Komu þær
út á ýmsum málum samtímis
því, að þær voru birtar í And-
vara, tímariti Þjóðvinafélagsins.
Þorvaldur Thoroddsen var
fæddur í Flatey á Breiðafirði
1855, sonur Jóns Thoroddsen
skálds og sýslumanns og konu
hans, Kristínar Þorvaldsdóttur
frá Hrappsey. Þegar hann var
fjórtán ára gamall missti hann
föður sinn. Eftir að faðir hans
dó, tók Jón Árnason, þjóðsagna-
safnarinn alkunni, Þorvald í
fóstur, en Jón var kvæntur móð
ursystur Þorvalds. Þorvaldur var
ungur þegar hann fór í latínu-
skólann. Þá þegar var áhugi
hans á náttúrufræði vaknaður,
og hann afréð að stunda nátt-
úrufræðinám þegar til háskól-
ans kæmi. Einnig hafði hann
mikinn áhuga á sögu, og hafði
gott tækifæri til að kynna sér
hana, því að Jón Árnason var
manna fróðastur í þeirri grein
og átti gott bókasafn. Þegar Þor-
valdur stóð á tvítugu sigldi hann
til háskólans í Kaupmannahöfn,
en þegar árið eftir varð hann
leiðsögumaður jarðfræðingsins
Johnstrups prófessors á rann-
sóknarferð hans til eldgosa-
svæðisins í Öskju, en Askja gaus
1875, og fóru þá margar jarðir
á Austurlandi í eyði, vegna hins
gífurlega öskufalls. Hafði Þor-
valdur stórmikið gagn af ferð
þessari, og hún mun hafa styrkt
hann í því áformi sínu, að gera
rannsóknir landsins að ævi-
starfi.
Eins og þá var ástatt hér á
landi, var frágangssök að ætla
sér að hafa ofan af fyrir sér
með vísindastörfum. Þegar gagn-
fræðaskóli var settur á stofn á
Möðruvöllum, sótti Þorvaldur um
kennarastöðu þar og fékk hana.
Fór svo, að hann lauk aldrei prófi
í námsgrein sinni við háskólann.
Samhliða kennslustörfum á
Möðruvöllum hóf hann að rann-
saka landið og ferðaðist um það
á nær hverju sumri i átján ár.
Fékk hann styrk til rann-
sóknanna frá Alþingi, en þó
oftast með eftirtölum og aur-
kasti þeirra, er þar sátu. Þor-
valdur hefði ekki getað fram-
kvæmt rannsóknirnar, ef hann
hefði ekki notið aðstoðar
danskra stjórnarvalda og ein-
staklinga. Landssjóður var fá-
tækur á þeim árum og í mörg
horn var að líta, en það nægir
ekki til afsökunar á því skiln-
ingsleysi, sem ríkti í sölum þings-
ins á slíkum málefnum. Var
framkoma sumra þingmanna svo
mótuð af nánasarskap og þröng-
sýni, að undrum sætir og ætti að
verða til aðvörunar í framtíð-
inni. — Var Þorvaldur kennari á
Möðruvöllum í næstu tvö árin,
en síðan var honum veitt staða
við Latínuskólann í Reykjavík.
Lausn frá þeirri stöðu fékk hann
1899. Fluttist hann þá til Kaup-
mannahafnar og átti þar heima
það sem eftir var ævinnar.
Stundaði hann eingöngu ritstörf
eftir að hann flutti út. Þorvaldur
var kvæntur Þóru Pétursdóttur
biskups. Áttu þau eina dóttur, er
dó ung. Þóra andaðist árið 1917.
Þorvaldur dó árið 1921, 66 ára að
aldri.
Rannsóknarferðir Þorvalds í
þau átján ár, sem hann fór um
landið, mega teljast þrekvirki,
þegar litið er á allar aðstæður.
Fylgdarmaður hans þessi ár var
Ögmundur Sigurðsson, er síðar
varð skólastjóri í Hafnarfirði, en
hafði verið lærisveinn Þorvalds