Heima er bezt - 01.09.1952, Síða 16
272
Heima er bezt
Nr. 9
Stórar hjarðir
Safnið rekið niður hjá Fossnesi í Gnúpverjahreppi.
í almanakinu stendur, að rétt-
ir byrji við 21. viku sumars. Þeim
er þetta ritar, er ekki kunnugt
um, að um það hafi verið nokkur
meginregla, að þær skyldu byrja
svo snemma, og enda ótrúlegt,
að það hafi verið almennt, því
að víðast mun slætti ekki hafa
verið lokið og er tæplega enn,
nema þá þar sem eingöngu er
aflað heyja á ræktuðu landi. En
það stendur svo margt í alman-
akinu, sem ekki er tekið bókstaf-
lega. Vera má og, að þetta eigi
að skiljast þannig, að göngur
hafi hvergi byrjað fyrr. En hvað
sem um það er, er september-
mánuður sá tími, þar sem snögg-
lega skiptir um starf hjá öllum
þeim, er búa í sveitum þessa
lands. Skömmu eftir að síðustu
heytuggunni er bjargað undir
þak — sé tíðarfar svo hagstætt,
að það hafi tekizt — fara menn
að hugsa um fé sitt. Dagarnir eru
orðnir ískyggilega skammir, og
brátt er allra veðra von. Sælu-
tími sauðkindanna á fjöllum
uppi er á enda. Menn fara að
tygja sig í fjallgöngur. Nærri
hvert heimili er skyldað til að
gera út mann á fjallið, en þó
munu vera nokkrar undantekn-
ingar frá þeirri reglu. Sumar
heiðajarðir eru svo víðlendar,
að smölun þar er nærri eins erfið
og á afréttum, og slíkir bændur
eru auðvitað undanþegnir frá
skyldunni, eins og rétt og sjálf-
sagt er.
Fræðimenn teíja, að í fornöld
hafi hið íslenzka þjóðfélag verið
furðanlega vel skipulagt, og
fornmenn hafi sýnt mikinn fé-
lagslegan þroska á vissum svið-
um. Ekki er gott að vita, hvenær
gangnaskylda var fyrst í lög
leidd, en ætla má að það hafi
verið mjög snemma, þar sem hér
er um svo almenna hagsmuni að
ræða, sem að sækja fé í óbyggðir.
En lengi vel mun þetta vera hin
einasta almenna skyldukvöð, sem
gekk jafnt yfir alla bændur í
landinu. Er engin fjarstæða að
líkja fjallskyldunni við herskyldu
annarra þjóða, en hana höfum
við verið lausir við fram að þessu,
og verðum í framtíðinni, ef þjóð-
in ekki slítur tengslin við menn-
ingu sína og þar með hið bezta í
sjálfri sér. — En hvað sem um
það er, hafa göngurnar og rétt-
irnar, sem þar fara á eftir, alltaf
þótt merkileg tilbreyting frá
önnum hins daglega strits, þó að
það hafi ekki verið neinn tími
til hvíldar og hóglífis.
Það hefur jafnan verið einhver
ævintýralegur ljómi yfir göngun-
unum. Margur unglingurinn hef-
ur hugsað til þeirra með kvíða-
blandinni eftirvæntingu, einkum
ef hann átti að fara á „fjallið“ í
fyrsta skipti. Það var, sem hann
sæi fyrir sér nýja og áður ó-
þekkta veröld. Það var viður-
kenning á því, að hann væri orð-
inn maður, þegar hann fékk að
fara í göngur í fyrsta sinn.
Gangnamaðurinn var búinn út
eftir beztu getu; nestið hans
mátti ekki vera lakara en hjá
öðrum; þar lá við sæmd heimilis-
ins, enda mun það víða hafa
tíðkast, að slátra lambi við þetta
tækifæri. Var hann hlýtt klædd-
ur, enda mátti búast við misjöfn-
um veðrum á afréttunum, og
ekki vantaði, að hinir eldri og
reyndari iegðu honum lífsregl-
urnar. Þótti honum stundum lít-
/
náttstað.