Heima er bezt - 01.09.1952, Qupperneq 20
276
Heima er bezt
Nr. 9
Rúdolfs, María Larisch greif-
ynja, er afhenti honum bréfið,
sagði honum hlæjandi frá Maríu
Vetseru barónessu. Hún var
seytján ára og ávallt kölluð
„Mary litla“. María gerði ekkert
til að leyna því, hve hrifin hún
var af krónprinsinurn. „Ég sá
krónprinsinn á götu í dag, hann
var dásamlegur!“ sagði hún oft
við Önnu systur sína, Agnesi
þjónustustúlkuna sína og leyndi
því heldur ekki við aðdáanda
sinn, Miguel prins af Braganza,
en hann var einn af kunningjum
krónprinsins. Já, hann fullyrti
meira að segja síðar, að María
hefði látið líklega við sig, aðeins
til þess að geta fengið hann til að
segja sér eitthvað um krónprins-
inn. Og þegar María Larisch kom
í heimsókn og María litla var að
kæfa hana í kossum, sagði Anna
systir hennar: „Láttu þér ekki
detta í hug, að hún sé svona glöð
yfir að sjá þig. Hún lætur svona
af því að þú ert frænka krón-
prinsins og líkist honum ofurlít-
ið. Flýttu þér að segja henni,
hvað þú hafir borðað í miðdeg-
isverð í dag — hún hefur afskap-
lega mikinn áhuga á því“. Syst-
urnar fóru að kíta og María litla
sagði gremjulega: „Hvað kemur
það þér við, þó að ég sé hrifin af
krónprinsinum? Hann er ekki
líkur nokkrum öðrum á jarðríki;
slíkur maður sem hann er ekki
til —“. Og er greifynjan spurði
hana, hvernig hún vissi það,
lagði hun höndina í hjartastað
og svaraði ljómandi af ham-
ingju: — „Ég veit það, því að
hjarta mitt segir mér það“.
„Ein, er elskar yður heitt,
sendir yður innilegar kveðjur“.
— Skyldi þessi ástarjátning hafa
vakið svipaðar tilfinningar í
brjósti hans? Hann var orðinn
þrítugur og hafði liðið miklar
sálarkvalir. Eða vakti hún óseðj-
andi forvitni hjá honum? Þetta
var að minnsta kosti eins og
upphaf að ævintýri.
IV.
Og dag einn var María litla í
sjöunda himni: — Hún hafði hitt
krónprinsinn, tekið í höndina á
honum, horft í augu hans og
talað við hann. Larisch greifynja
var milligöngumaður. Hún hafði
tekið Maríu með sér í skemmti-
ferð og smyglað henni svo inn í
höll krónprinsins.
Eftir þetta vildi krónprinsinn
hitta Maríu sem oftast, svo að
María Larisch varð að taka hana
með sér og sækja hana heim.
Móðir hennar og aðrir í fjöl-
skyldunni voru leyndir þessu. En
María skrifaði vinkonu sinni,
Hermínu X., um þetta svolát-
andi: „Þegar við sjáumst í
hljómleikahúsinu, veitist okkur
hræðilega erfitt að láta á engu
bera, svo að mamma eða Anna
systir verði ekki varar við sam-
band okkar. Hann grátbiður mig
um að fara gætilega, svo að ekki
komizt upp um okkur, því að
hann getur ekki lifað án mín og
missir vitið, ef hann fær ekki að
sjá mig. Þetta skrifaði hann mér.
Er það ekki alveg dásamlegt að
fá slík bréf frá honum? Ég gæti
heldur ekki lifað lengi án hans.
Hann er minn guð — allt! Ég
vildi gjarna senda þér bréfið frá
honum, en M. L. hefur tekið það
eins og öll bréf hans, og geymir
þau fyrir mig, svo að hvorki
mamma eða Anna geti komizt í
þau“.
Krónprinsinn og María stund-
uðu einkennilegar bréfaskriftir.
María varð að skrifa utan á sín
bréf nafn einkaþjóns krónprins-
ins, Loschek, og sendi Agnesi
þjónustustúlku sína með það.
Rúdolf var Agnesi þakklátur og
launaði henni ríkmannlega
milligöngu hennar. Bréf sín til
Maríu sendL hann Agnesi, og
þjónn hans, Loschek, sendi þjón
sinn með þau! Elskendurnir áttu
við marga örðugleika að stríða,
og gátu ekki hitzt svo oft, vegna
þess að María Larisch bjó á land-
setri sínu og kom sjaldan í heim-
sókn til Wien. — „Nú er M. L.
farin og nú get ég ekki hitt hann
fyrst um sinn“, sagði María Vet-
sera, — „ég er að deyja af óþol-
inmæði og tel tímana, þangað til
hún kemur næst! Ég er alltaf að
hugsa um, hvernig ég geti feng-
ið að hitta hann, en það er ó-
mögulegt án aðstoðar Maríu Lar-
isch“.
V.
En hefur- ástin nokkuru sinni
guggnað fyrir erfiðleikum? Og
sá dagur hlaut að renna upp
einhverntíma, sem María lýsir í
bréfi til vinkonu sinnar: •— „Ég
verð að játa dálítið fyrir þér. Ég
var hjá honum í gær milli kl. 7
—9. Við erum bæði hálf rugluð.
Við heyrum hvort öðru til með
líkama og sál eftir þetta. Ég vona
að ég sleppi við að fara á dans-
leik með mömmu og Önnu á
laugardaginn. Takizt það, þá fer
ég til hans. Nú á ég ekki lengur
sjálfa mig ein. Bara við gætum
verið saman, bara að við gætum
búið í kofa saman einhvers stað-
ar! Við ræddum svo mikið um
það, og vorum bæði svo ham-
ingjusöm. En því miður geta
vonir okkar aldrei ræzt. Ef ég
gæti gefið líf mitt til þess að
hann yrði hamingjusamur,
skyldi ég með gleði gera það, því
að hvað er líf mitt? Hermína —
þegar sú stund kemur, að ég verð
að flýja frá heiminum og menn-
irnir fyrirlíta mig — þá ætla ég
að biðja þig að dæma mig ekki“.
Þessi bréf Maríu eru skrifuð
um það leyti sem Rúdólf varð
þrítugur og ritaði vini sínum,
ritstjóranum, að hann vænti sér
mikils af næstu tíu árunum,
þrátt fyrir allt. Öll likindi benda
líka til þess, og staðreyndirnar
styðja þá skoðun, að ást hans til
þessarar ungu stúlku og ábyrgð-
in sem hann tók á sig, hafi
glætt vonir hans og athafnaþrá
að nýju. Að minnsta kosti á-
kvað hann nú að brjóta af sér
allar hömlur. Hann ritaði páf-
anum bréf með eigin hendi og
fór fram á að fá að skilja við
konu sína, til þess að geta
kvænzt aftur og gefið ríkinu
ríkiserfingja. Páfinn sendi Franz
Jósef keisara bréf Rúdólfs. Varð
nú uppgjör milli þeirra feðganna,
er endaði á þann hátt, að Rúdólf
varð að lofa föður sínum að sætt-
ast við konu sína og hugsa ekki
um skilnað framar. Rúdólf var
áríðandi að vinna frest til þess
að geta leyst vandamál sín. Hann -
átti marga vini víðsvegar um
ríkið, sem aðeins biðu þess að
hann léti þá heyra frá sér ....
VI.
í ungverska þinginu hafði
margt sögulegt gerzt undan-
farnar vikur. Deilurnar risu
hátt. Þær höfðu byrjað á
megnri óánægju með hin nýju
herlög ríkisins, sem féllu ekki í
smekk ungversku þjóðernissinn-