Heima er bezt - 01.09.1952, Side 23

Heima er bezt - 01.09.1952, Side 23
Nr. 9 Heima er bezt 279 Hannes J. Magnússon: HELSINGJAR Stundum geta lítil og ómerki- leg atvik orðið til þess að kalla fram gamlar og hálfgleymdar minningar. Mér er það ekki vel ljóst, hvað það var, sem hreif mig allt í einu rúm 40 ár aftur í tímann, er ég var á gangi úti einn góðviðrismorgun fyrir skömmu. Kannske var það lóukvak, sem barst að eyrum mínum einhvers staðar utan úr náttúrunni. — Kannske var það aðeins fífillinn, sem óx í götukantinum eða góð- viðrisskýin, sem sigldu fyrir full- um seglum í sunnanandvaran- um. Ég veit það ekki. Það gat líka verið eitthvað annað. En ég var allt í einu orðinn lítill drengur vestur í Skagafirði. Ég sat á fiskasteininum frammi á hlaðinu og naut vordýrðarinnar í ríkum mæli. Og í þetta sinn naut ég þess, að það var yndislegt vor. Það var hægur andvari af suðri, sem bar með sér angandi gróðurilm eftir döggvota nótt. Utan af mýrum og móum barst margraddaður fuglasöngur, og búsmalinn beit grængresið í frið- sælli kyrrð. Allt í einu bætist við nýr tónn í hinn margraddaða hörpuslátt vorsins. Einhvers staðar utan og ofan úr vormildum geimnum berast djúpir og þróttmiklir tón- ar eins og bassi í hljómkviðu. Eft- ir þessum tónum hafði ég lengi beðið. Án þeirra var vorið ekki fullkomnað. Og nú heyrði ég þá berast með andvaranum, fagn- andi og sigurreifa. Þetta voru helsingjarnir, stóru og tígulegu fuglarnir, sem klufu háloftin með tígulegu oddaflugi. Ég leit upp, en sá ekkert tíl ferða þessara vel- komnu gesta. Ég kannaði með augunum allt himinsvæðið frá Akrafjalli og vestur að Mælifells- hnjúk, og loksins sá ég þá, þessa vini mína. Þeir virtust koma beina leið sunnan yfir heiðar og flugu hátt með stoltum vængja- tökum. Ég þóttist skilja mál þeirra: „Við erum komnir! Við erum komnir! Komið þið öll blessuð og sæl!“ Ég stóð upp af fiskastein- inum og gekk suður hlaðið, alla leið suður að bæjarlæknum. Mig langaði til að láta þá vita, að ég hefði beðið eftir þeim lengi. En hvernig áttu þessir stoltu loft- farar að vita um tilveru mína? Nú lækkuðu þeir flugið og þögnuðu um leið, samt héldu þeir fylkingunni enn í fullkom- inni reglu. Þeir flugu í fallegum boga yfir bænum, lækkuðu enn flugið og svifu síðan niður á mýr- ina fyrir neðan túnið. Ég var stoltur yfir því, að þeir skyldu velja mýrina mína. „Verið þið velkomnir!“ sagði ég í hálfum hljóðum. En þetta voru fréttir, sem þurfti að segja frá inni í bænum. Ég hljóp inn göngin og kallaði: „Helsingjarnir eru komnir! Mamma, Helsingjarnir eru komnir!“ Inni í bænum þóttu þetta ekki eins mikil tíðindi og ég hafði bú- izt við. Jæja, ég ætlaði þá að eiga helsingjana einn. Það voru þá bara mínir fuglar. Ég hefði helzt viljað hafa þá þarna á mýrinni allt vorið og svo uppi í loftinu yfir bænum, til þess að heyra kvak þeirra. En þeir virtu þær velviljuðu óskir mínar að vettugi. Og litlu síðar hófu þeir sig til flugs og ég sá þá hverfa eitthvað norðvestur á Ey- lendið. Næstu daga sá ég helsingjana mína öðru hvoru. Þeir komu kannske skyndilega aðvífandi og settust á flóann fyrir ofan bæ- inn eða á mýrarnar sunnan við túnið, eða þá neðan við það. En þessari mynd frá löngu liðnum vorum fylgja skuggar: Dag einn, þegar ég lá uppi á baðstofuþekjunni og fylgdist með ferðum helsingjanna minna, kom óvæntur gestur. Og nú skulum við líta á hann frá sjónarmiði helsingjanna. í þeirra augum var hann ofur meinlaus. Það var að- eins rauður hestur. Þeir sáu, hvar hann kom hægt og bítandi utan mýrarnar. Hann lötraði ofur hægt og gaf sér tíma til að bíta við og við. Hann fór í stórum boga umhverfis helsingjana en lézt annars ekki sjá þá. Næsti hringur varð nokkru þrengri, og í þriðju umferð var hann kominn enn nær. En af því að þetta var aðeins meinlaus hestur uggðu helsingj arnir ekkert að sér. En nú fór hann enn hægar en áður. Nú kroppaði hann gras með stuttu millibili. Honum lá ekkert á, og helsingj arnir litu aðeins góðlátlegum forvitnisaugum á þennan einkennilega gest, sem heiðraði þá með nærveru sinni. Hesturinn hélt enn áfram, einn. hring enn, og fór nú hægar en nokkru sinni áður. En nú var hann kominn ískyggilega nálægt helsingjunum, sem uggðu enn ekkert að sér. En ég, sem lá uppi á baðstofuþekjunni, vissi betur. Ég vissi, að bak við hestinn leyndist maður með hlaðna byssu, sem beið nú aðeins eftir því að komast í gott skotfæri. En helsingjarnir eru vitrir, þótt þeir sjái ekki við öllum vélabrögðum mannsins. Þeir máttu ekki fá minnsta grun um, að hér væru aðrir á ferð en hesturinn. Þeir máttu ekki einu sinni sjá beizli við hestinn. Þess vegna hnýtti veiðimaðurinn mj óum snæris- spotta upp í hann, en við enda spottans var bundið prik, sem hann gat stýrt hestinum með. Maðurinn varð að gæta þess, að taka fæturna alltaf upp á sama hátt og hesturinn, og hann varð einnig að gæta þess, að ganga alltaf hæfilega álútur, svo að höfuðið kæmi aldrei upp fyrir herðakamb hestsins. Allt það, sem var frábrugðið venjulegum hesti úti í haga, vakti tortryggni helsingjanna. Til alls þessa þurfti mikla samæfingu manns og hests og frábæra varkárni og þolinmæði veiðimannsins. Ég fylgdist nákvæmlega með þessum tvísýna leik. Ég óskaði þess innilega, að ég gæti gert helsingjunum aðvart á einhvern hátt, en þess var enginn kostur. Ó, ég vildi að þeir flygju nú upp! Það mátti kannske ekki seinna vera. Ég sá mér til mikillar skelf- ingar að hestur og maður færð- ust alltaf nær og nær helsingja-

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.