Heima er bezt - 01.09.1952, Síða 25

Heima er bezt - 01.09.1952, Síða 25
Mr. 9 Heima er bezt 281 Úr miðaldamyrkrinu Fátt er eins ömurlegt að lesa um og refsingar þær, sem tíðkuð- ust á miðöldunum, þegar menn trúðu því að grimmúðugar refs- ingar gætu verið til góðs og væru guði þóknanlegar, en ekkert er líklega eins hryllilegt og hlut- skipti þeirra munka eða nunna, sem brugðust skírlífisheiti sínu. Ef sá, er gekk í klaustur og vígði sig drottni, varð fyrir þvi óláni ð verða ástfanginn og gleyma hinu helga heiti sínu, var refs- ing hans eða hennar, að vera grafin lifandi í klausturmúrinn. Enski sagnaritarinn George Long hefur rannsakað þetta efni, og hér fara á eftir nokkrir smá- kaflar úr riti hans einu um klaustralíf á miðöldum. Flestir þeir atburðir, er hann skýrir frá, gerast á Englandi. Hér á landi voru mörg klaustur í kaþólskum sið, eins og kunnugt er, en hvergi er þess getið, að slíkar refsingar hafi verið viðhafðar, þó að ann- álar geti þess, að nunna ein í Kirkjubæ hafi verið brennd, en aðrar orsakir lágu til þess. ís- lenzku klaustrin eru fyrst og fremmst kunn sem menntasetur, og víst má telja, að ýmis af forn- ritunum hafi orðið til innan veggja þeirra. George Long segir svo frá: Atburðir þeir, sem ég ætla að leitast við að lýsa að nokkru, áttu sér stað fyrir hundruðum ára. Þá voru tímarnir aðrir en nú; grimmd og miskunnarleysi virð- ist einkenna þá öðru fremur. Dauði og grimmilegar pyntingar var venjuleg refsing fyrir smá- vægileg afbrot, og jafnvel aðeins vitorð með öðrum, afbrot, sem nú á dögum myndi ekki verða litið við. Það voru tímar þröngsýni; ekkert kristið þjóðfélag hafði enn lært dyggðir frjálslyndis og umburðarlyndis, og allt of mikil áherzla var lögð á skírlífisheitið, einkum þegar þannig var í pott- inn búið, að margt fólk, sem gekk í klaustur, var allt of ungt og ó- þroskað, til að taka svo mikils- verða ákvörðun, og skildi ekki til fulls þær fórnir, sem það varð að inna af hendi. Það er óhrekjandi staðreynd, að munkar og nunnur, sem brutu þetta heit, voru grafin lifandi í refsingarskyni. Að vísu er mjög langt síðan það gerðist, og þá var það fremur sjaldgæft, en vott þess sjá menn í leifum gamalla klaustra, svo að sönnunargögnin. standast vísindalegar rannsókn- ir nútímans. Það myndi vera efni í margar stórar bækur, að lýsa nákvæm- lega þeim málum, sem höfðu þessa hræðilegu refsingu í för með sér, en geta má þess, að refs- ing þessi var notuð um allan heim. Aumkunarverðar leyfar fórnardýranna hafa fundizt í flestum Evrópulöndum, og auk þess víða í Suður-Ameríku. Ég hef rannsakað þetta mál, hvað Stóra-Bretland snertir, og hef heimsótt alla — eða nærri því alla — þá staði, þar sem slikar leyfar hafa fundizt. Skáldsagnahöfundurinn frægi, Walter Scott, hefur fyrstur manna ritað um þessi mál. Þeir, sem lesið hafa sögu hans, „Mar- mion“, muna eftir hinni bráð- spennandi lýsingu á „Constance de Berverley, sem kirkjan dæmdi til dauða fyrir að brjóta heit sitt og flýja klaustrið“. Hún varð ástfangin af hinum glæsilega Marmion, sem rændi henni úr klaustrinu, en yfirgaf hana síðan á ódrengilegan hátt. Nú stendur hún fyrir framan gröf sína, sem blasir við henni í klausturveggnum. „Tvö kolsvört skot göptu á móti henni í dökkum múrnum. Sá, sem er einu sinni kominn þangað inn, á sér ekki aftur- kvæmt. í holunni lá ofurlítið af grænmeti, vatn og brauð“. Þótt Constance væri einmana og yfirgefin, var hún óhrædd og kvaddi morðingja sína með eftir- farandi orðum: „Nú slepp ég burt úr fangelsi mínu, þið aumir þrælar hinnar blóðugu Rómar“. Síðan sagði hún þessi spá- mannlegu orð um afdrif klaust- ursins, sem rættust fáum árum eftir dauða hennar: „Harðstjórnin mun falla, ölt- urin rifna og krossarnir verða brotnir. Vald hins grimma kon- ungs fer yfir allt í eyðileggingu. Sá dagur mun koma, að þessir þykku veggir munu liggja niður- brotnir og ferðamenn munu finna jskinin bein mín milli stein- anna og líta á þau sem helga dóma píslarvættisins". Það fór eins og hún sagði fyrir. Vald rómversk-kaþólsku kirkj- unnar í Bretlandi var brotið á bak aftur. Klaustrið féll í rúst og upp af rústum þess var reist lítil þorpskirkja. Múrinn féll um koll og leyfar nunnunnar fundust. Jafnvel þótt „Marmion“ sé skáldsaga, er það staðreynd, að skáldið fékk hugmyndina í hana við að skoða leyfar nunnunnar í klaustrinu við Coldingham. •— „Marmion" náði feykilegum vin- sældum og gerði mikið til, að slíkir _ viðburðir urðu þekktir. Einstaka kaþólskir rithöfundar gerðu tilraunir til að sanna, að Scott hefði skjátlast; slíkt hefði aldrei átt sér stað innan veggja klaustranna. En Scott var ekki einungis stórskáld, hann var líka framúr- skarandi sagnaritari, einn af hinum fremstu á sínum tíma, og lét því ekki standa á svari. Það er alkunna, að hinir kristnu, sem brutu skírílfisheitið, hlutu sömu refsingu og Vestal- ynjurnar í rómverska ríkinu. Mjó þró var gerð í klaustur- múrinn og ögn af matvörum komið þar fyrir. Þegar fram- kvæma átti lifandi greftrun, var starfið hafið með þessum orðum, sem í slíkum tilfellum verða and- styggileg: „Vade in pacem“ — farið í friði! í rústum Coldingham-klaust- ursins fundust leifar af kven- manni fyrir nokkrum árum. Eft- ir því að dæma, hvernig beinun- um var fyrir komið og legu þeirra, komust menn að raun um, að konan hafði verið grafin lif- andi. Hin hryllilegu orð: „In pacem“ var hið opinbera heiti þessarar hræðilegu refsingar. Hið fræga franska alfræðirit, „Dictionnaira Larousse“, greinir frá því, að á- bótinn af Clairvaux var dæmdur í 40 000 kr. sekt árið 1763, fyrir að dæma reglusystkin sín í refs-

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.