Heima er bezt - 01.09.1952, Síða 26
282
Heima er bezt
Nr. 9
inguna „In pacem“. Ég hef fund-
ið vitnisburð um slíka atburði
víðsvegar á Englandi. Tveir slík-
ir staðir eru í greifadæminu
Lincoln. Hjá bóndabæ rétt við
þorpið Temple Brewer fann ég
hinar lítilfjörlegu rústir af kirkju
musterisriddaranna. Musteris-
riddararnir voru geysilega rík og
valdamikil regla á miðöldunum.
Fornfræðingur nokkur, sem
mjög er metinn af vísindamönn-
um, kirkjuumsjónarmaðurinn G.
Oliver, lýsir uppgreftri einum, er
hann stóð fyrir, í bréfi til Vís-
indafélagsins. Hann hafði rann-
sakað Temple Brewer. „Nokkrar
grafhvelfingar hafa verið notað-
ar í augnamiði, sem er hryllilegt
að hugsa um. í skoti einu fund-
um við beinagrind af manni. Að
grafa manneskjur lifandi inni í
þykkum múrum var engan veg-
inn óvenjulegt á fyrri öldum“.
Það er vert að geta þess, að
regla musterisriddaranna var
leyst upp á fjórtándu öld, vegna
guðsafneitandi djöfladýrkunar
og siðferðlegri eyðileggingu inn-
an hennar. Það er því hugsan-
legt, að sá, sem beinagrindin er
af, hafi verið einn af svörtum
sauðum reglunnar. Mjög áþekkt
fyrirbæri urðu menn áskynja um
í grafhvelfingunni við Thornton
Abbey fyrir um það bil hundrað
árum. Thornton Abbey er einnig
í Lincoln greifadæminu. Tilfellið
er sérlega umhugsunarvert, þar
sem leyfar þær er fundust þar,
eru álitnar vera af sjálfum ábóta
klaustursins. Því miður skortir
glöggar sögulegar heimildir um
þetta mál. Það væri óskandi, að
blaðamenn hefðu verið uppi á
þeim tíma og lýst atburðunum.
Sagnaritarinn Stukeley (1687—
1765) segir svo: „Þegar menn
rifu múrvegg nokkurn, fundu
þeir beinagrind i sitjandi stöðu
við borð með lampa fyrir framan
sig“. Hver var hann?
Tanner biskup skrifar í riti
sínu um Thornton Abbey, en
þetta rit er nú geymt í Bodleen-
bókasafninu í Oxford, í kaflan-
um um Walter Multon ábóta
(1443): „Hann dó, en hvernig
dauða hans bar að, veit ég eigi.
Engin sálumessa var sungin yfir
honum, eins og þó var venja, og
gröf hans hefur aldrei fundist".
Hvílíkur draugalegur harm-
leikur frá myrkri miðaldanna
lýsir sér ekki bak við þessi fáu
orð? Ábótin af Thornton hafði
hliðstæða þjóðfélagslega stöðu
og greifar. Hann stjórnaði
klaustrinu eins og einvaldskon-
ungur — og þó varð slíkur höfð-
ingi að segja skilið við lífið án
eftirmælis, eða þeirra viðhafnar-
siða er tíðkuðust við slík tæki-
færi.
Hverjar voru þær voðalegu
syndir, sem þjónar kirkjunnar
höfðu gert sig seka um, úr því að
þeir hlutu svo hryllileg synda-
gjöld? Væri hér um siðferðisaf-
brot að ræða — hvar var þá hinn
meðseki? Er það hugsanlegt, að
hinir þykku múrar Thornton-
klaustursins geymi leyfarnar af
öðrum syndurum í leynihólfum
milli steinanna? Háa kapellan á
hæðinni undir St. Michaelsfjall-
inu, sem gnæfir yfir ströndinni í
Cornwall, er velþekktur og fjöl-
sóttur ferðamannastaður. Þá er
ég kom á staðinn, var mér greint
frá því af sögufróðum manni, að
á sextándu öld hefðu menn upp-
götvað leyniklefa undir kapell-
unni. Þar fundust leyfar af
manni með krukku fyrir framan
sig. Enda þótt margir kaþólskir
höfundar hafi véfengt það, er
það óyggjandi staðreynd, að
menn voru grafnir lifandi á
þennan hátt. En sumir kaþólskir
höfundar telja, að hér sé um sér-
staka greftrunaraðferð að ræða,
þegar mikilsvirtir kirkjunnar
menn áttu í hlut. En slík fullyrð-
ing gerir eftirfarandi spurningar
eðlilegar:
Væri hér um að ræða sérstak-
an heiður, hví voru þeir þá settir
í nafnlausar grafir? Það er al-
viðurkennt, að það var álitinn
mikill heiður að vera greftraður
inni í sjálfum helgidóminum, en
venjulega aðferðin mun hafa
verið sú, að grafa líkin djúpt
undir gólfinu og setja minning-
arplötu yfir staðinn. Þetta var
eigi aðeins heiður sem hinum
látna var sýndur, en af heil-
brigðisástæðum var nauðsynlegt
að gröfin væri djúp. Manns-
líkami, sem var múraður inn í
vegg, hlaut að verða valdur að
hræðilegum ódaun eftir nokkurn
tíma. Eitt sinn er rottur komust í
hús mitt, tók ég það til bragðs
að eitra fyrir þær. Ein af rottun-
um drapst í holu sinni í veggnum,
en ólyktin af henni varð brátt
svo óþolandi, að ég neyddist til
að láta rífa vegginn til þess að ná
rottuskrokknum burt. Líkami
fullorðinnar manneskju hlýtur
að hafa dreift um sig margfallt
verri ódaun. Þetta er sennilega
ástæðan til þess að kviksetning
í múrvegg varð aldrei opinber-
lega viðurkenndur aftökusiður.
En það staðfestir aftur á móti
hugmyndir þeirra tíma um gildi
refsinganna, þegar ofstopafullur
yfirmaður gat fengið sig til að
múra lifandi stúlku inni í veggn-
um á sjálfu klaustrinu, fyrir það
eitt að hún varð ástfangin. Og
geta má þess til, að nályktin
hefði verið þoluð vegna þess, að
hún var aðvörun til annarra í
klaustrinu um að feta ekki í fót-
spor hinnar óhamingjusömu
nunnu.
Þó má ganga að því vísu, að
fæstir þeirra, sem dóu „in
pacem“ í skotum múrveggjanna
hafi verið látnir rotna þar upp,
heldur verið fluttir eftir nokkurn
tíma og greftraðir á venjulegan
hátt.
Það er ennfremur alkunna, að
eitt af refsimeðulum miðalda-
kirkjunnar var að svelta söku-
dólginn í hel í klefa, sem var svo
þröngur, að þar var hvorki hægt
að liggja eða standa uppréttur.
Einn þessara viðbjóðslegu kvala-
staða fannst í digurri súlu í
Temple Church. En þessi kirkja
stendur ennþá milli Fleet Street
og Themsen, þrátt fyrir loftárás-
irnar á þennan stað. Klefinn er
fjögur fet og sex tommur á
lengd og tvö fet og sex tommur
á breidd. Ofurlítið loftgat er á
honum, bæði til þess að veita inn
hreinu lofti og svo til að gefa
sökudólgnum möguleika á að
fylgjast með helgiathöfnum fyr-
ir háaltari kirkjunnar.
Eftir loftárásina, þegar Temple
Church varð fyrir sprengjum,
fékk ég tækifæri til að skoða
hana og fann þá píningarklefan
óskemmdan. Hafði það hlíft hon-
um, að hann var inni í súlunni.
Sjálf kirkjan var mikið skemmd,
en er nú í viðgerð.
Sagnfræðingurinn hr. Addison
segir svo um þessa gömlu kirkju:
„í þetta viðurstyggilega fangelsi
voru þeir færðir, sem óhlýðnuð-