Heima er bezt - 01.09.1952, Qupperneq 29

Heima er bezt - 01.09.1952, Qupperneq 29
TSTr. 9 Heima er bezt 285 ur hefur hlotið verðlaun úr sjóði Kristjáns konungs IX. fyrir bún- aðarframkvæmdir. Hann hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir sveitunga sína, verið í hreppsnefnd mörg ár, sýslu- nefndarmaður og formaður bún- aðarfélags í tvo áratugi m. m. Nú hafa elztu bræðurnir, Jón og Einar, tekið við búi á Hamra- endum og ganga ótrauðir fram í því að bæta og prýða óðal sitt. Sigmundur á Hamraendum á langan starfsdag að baki. Þar hafa skipzt á skin og skuggar, en yfirleitt hefur gæfan verið hon- um hliðholl. Hann er hverjum manni léttari í lund og kann frá mörgu að segja, ef eftir er leitað. Hinir fornu búferlaflutningar, með búslóð á klökkum um lang- an veg, eru nú úr sögunni og heyra til fornum þjóðháttum. Ferðasaga Sigmundar á Hamra- endum er aðeins eitt dæmi af mörgum. Hún er skráð hér eins og Sigmundur sagði mér hana. Ágúst 1952. Jón Eyþórsson. Sigurjón frá Þorgeirsstöðum: VINA MÍN. Þú brosir móti himni, ung og hrein, í heiðardragi eru þínar rœtur. Þú þeJckir hvorki sorg né sollin mein, þvi sólargeislinn er svo hlýr og mcetur. En seinna kemur frost og hörkuhríð, og húmið fyllir langar vetrarnœtur. Þá verða dœgrin ógnar ströng og strið, i stormakólgu margur beiskan grœtur. Því það er sárt að eiga hjarta heitt og hlýja mund og jökulkalda fætur; en þeim, sem vetrar volkið hefur meitt, vorið gefur ýmsar sárabœtur. Til þín frá mér er óskar einnar völ yndislega blóm við heiðarrœtur: Finndu von í dimmri vetrarkvöl, og vorsins blik í tárum, sem þú grætur. SVONA FÓR ÞAÐ. Við litinn foss í þröngum fjalladal Finnur átti djásn í glœstum sal: Völur, leggi, kjúkur, lambaspörð, listaverk á guðdómlegri jörð. Og þegar dagur reis, með sólarroð, rennur skeiðin undir þandri voð; þá var sœrinn blár, sem himinhvel, hvíta gnoðin, það var öðuskel. Brotin eru bernskugullin öll; brunnin fögur œvintýrahöll; hörpudiskur sökk í myrkan mar; — manninn upp í fjörugrjótið bar.

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.