Heima er bezt - 01.06.1953, Blaðsíða 8
168
Heima er bezt
Nr. 6
Benjamín Sigvaldason:
Sagan af Jónasi og Skjóna
ið hundsmál, segja sagnaritar-
ar, að hafi verið Sæmundi til
lítils sóma. Það er þó alkunna,
að Sæmundur var merkismaður
á vissan hátt. Hann var fjölhæf-
ur gáfumaður, og velviljaður
landi og þjóð. En svo er hann
líka sagður verið hafa frámuna-
lega sérvitur og tiltektasamur.
Átti í stöðugum deilum og mála-
ferlum nálega öll sín prests-
skaparár. Mál Gísla og Sæ-
mundar féll niður við dauða
hins síðarnefnda. Um séra Gísla
eru nokkrar frásagnir í „Sögn-
um frá Vestfjörðum“* sem Helgi
nokkur Guðmundsson hefur
safnað. En þær eru mestmegnis
þvættingur um viðureign hans
við draug, sem svo á að hafa
fylgt afkomendum hans æ síð-
an. Allur sá fáránlegi uppspuni
mun kominn til af því, að kona
séra Gísla varð eitthvað geð-
biluð um tíma, og sumir af ætt-
ingjum hennar hafa tekið það í
arf frá henni.
Það er nú, því miður, orðið
nokkuð títt, að ýmsir hálf-
gerðir flækingar fara um hý-
býli gamals fólks, með penna í
hönd, snuðrandi eftir sönnum
og lognum kynjasögum um
merka menn, sem verða svo að-
eins til þess að rýra álit og
minningu þessara sómamanna,
afkomendum þeirra til ama og
angurs.
Hins er svo að litlu getið, að
þessir sömu menn voru mikil-
virkir hver á sínum stað, við
það að efla andlegt líf og fram-
takssemi, og unnu á þann hátt
mikið starf til menningar og
hagsbóta kynslóðanna.
Frásagnir, eftir munnmælum,
um löngu liðna menn, er mikill
vandi með að fara. Niðrandi
sagnir um þá eru oft, því mið-
ur, mjög ýktar eða beinlínis
uppspunnar í frásögnum fólks.
Hið góða fer miklu síður ofsög-
um. Það er því mín skoðun, að
slíkar sagnir megi gleymast.
Hið góða og eftirbreytnisverða
á sagan að geyma.
Niðurl. næst.
Maður hét Sigfús og var Ein-
arsson. Hann var fæddur að
Auraseli í Öxarfirði sumarið
1866. Faðir hans var kvæntur
bóndi austur í Þistilfirði, bróðir
Sigfúsar bónda á Ærlæk. En
móðir hans hét Friðbjörg Sig-
urðardóttir, ættuð úr Suður-
Þingeyjarsýslu, bráðgreind kona
og hagorð vel.1) Hún hafði áður
verið gift inni í Eyjafirði og átti
þar stálpuð börn, þegar Sigfús
fæddist.
Vorið 1871 fluttist Friðbjörg
aftur alfarin inn í Eyjafjörð og
hafði þá Sigfús son sinn með sér.
Þar ólst hann upp og dvaldist
mestan hluta ævinnar. Varð
hann gamall maður og andaðist
fyrir fáum árum. — Sigfús var
greindur maður í betra lagi og
hestamaður góður. Stundaði
hann, jafnhliða búskapnum,
lengi hestatamningar og hesta-
sölu. Hann kvæntist kringum
1890 myndarlegri prestsdóttur úr
Eyjafirði og bjó lengi á Krýna-
stöðum i Saurbæjarhreppi.
Kringum aldamótin byrjaði Sig-
fús hestasölu fyrir alvöru og
stundaði síðan um þrjátíu ára
skeið. Seldi hann jafnan mest í
Norður-Þingeyjarsýslu, þar sem
hann átti margt af skyldfólki og
fjölda af vinum og kunningjum.
Hann kom austur til okkar yf-
irleitt með góða hesta, sem
reyndust vel. Að vísu gat stund-
um hent hann hið sama og
flesta aðra hestasölumenn, að
taka til sölu hesta, sem honum
voru ókunnir með öllu. Slíkir
hestar vilja jafnan reynast mis-
jafnlega. En fram hjá því skeri
er erfitt að sigla, og hefur það
orðið mörgum góðum hestasölu-
manni til tjóns og álitshnekks.
En þó hefur það borið við stöku
sinnum, að foli, sem er með öllu
óþekktur að ætt og uppruna,
getur orðið ágætis hestur. Verð-
ur hér ofurlítið sagt frá einum
slíkum.
l) Lítilsháttar er minnzt á þessa konu
í Sagnaþáttum mínum, 4. hefti, bls. 230.
Þar er sagt, að hún hafi verið gift Ein-
ari, en það er rangt.
Um sama leytið og Sigfús
byrjaði hestasöluna, tók hann
upp ættarnafnið Axfjörð, og
varð hann víða þekktur undir
því fallega nafni.
Frásögn þessi hefst á því, að
vorið 1908 kom Sigfús Axfjörð
austur í Öxarfjörð með stóran
og glæsilegan hestahóp. Gekk
salan óvenjulega vel, því að góð-
æri hafði þá verið síðustu tvö
árin, svo að ástæður manna voru
heldur með betra móti. Bar
mönnum saman um, að Sigfús
hefði ekki fram að þessu kom-
ið með jafnmarga snotra fola og
í þetta skipti. En þó veittu allir
því athygli, að einn folinn ó-
prýddi hópinn, því að hann þótti
svo ljótur, að engu tali tók. „Því
varstu að koma með þetta hel-
vítis kvikindi?" sögðu sumir við
Sigfús, en hann kýmdi við og
svaraði fáu til. „Hvernig getur
þú ætlazt til þess, að allir fol-
arnir séu jafn álitlegir?“ heyrði
ég hann svara einum, sem á-
varpaði hann. Og síðan bætti
hann við: „Maður verður að
hafa eitthvað af ljótum folum
með, sya að þið sjáið mismun-
inn.“ Ænda þótt Sigfús talaði
þannig, hygg ég, að hann hafi
haft einhvern grun um, hvað í
folanum bjó. En hestasölumenn
tala jafnan varlega.
En hvernig leit svo þessi foli
út? Hann var brúnskjóttur að
lit, með breiða, hvíta blesu, hvít-
an flipa og var glaseygður. Þótti
það mikil óprýði á hverjum
hesti í þá daga, og margir vildu
alls ekki eiga glaseygða hesta.
Hið versta við folann var þó það,
að hann var lítill vexti, óásjá-
legur á allan hátt — og grind-
horaður. Ekki var hann eldri en
fjögra vetra.
Mér er það minnisstætt, að ég
kom á stórbýli eitt, þar sem Sig-
fús var staddur með hesta sína
umrætt vor. Nokkrir menn voru
þar samankomnir, og voru þeir
að snúast innan um hestahóp-
inn og athuga þá, því að sjálf-
sagt hafa einhverjir verið þarna
í þeim hugleiðingum að gera við-