Heima er bezt - 01.06.1953, Blaðsíða 23
Nr. 6
Heima er bezt
183
afi séra Jakobs Jónssonar og Ey-
steins Jónssonar ráðherra.
Næst við Klippstað er höfuð-
bólið Stakkahlíð og stendur fyrir
botni fjarðarins norðanverðum.
har býr núverandi hreppsstjóri,
Stefán Baldvinsson, og á undan
honum Baldvin heitinn Stefáns-
son, sem einnig var hreppsstjóri
Loðmfirðinga. Þar er stórt og
reisulegt steinhús.
Þrír bæir standa út með firð-
inum norðanverðum, Seljamýri,
Nes og Neshjáleiga. Nú er aðeins
búið á einum þeirra, Nesi. Þar
bjó Páll Ólafsson skáld um
nokkur ár eins og áður segir.
Áður fyrr var útræði frá sum-
um bæjanna i Loðmundarfirði,
enda þótt lendingarstaðir séu
slæmir. Er þar beztur árósinn
fyrir botni fjarðarins, en verður
þó oft ófær. Miðlending heita
klappir við sjóinn niður undan
bænum Neshjáleigu. Þar er upp-
sátur fyrir Nesbæina (Nes og
Neshjáleigu). Árið 1914 vildi það
til að rostungur lagðist upp á
þessar Miðlendingarklappir. Þá
bjó á Nesi Stefán Þorsteinsson
(faðir greinarhöfundar). Fór
hann ásamt vinnumanni sínum,
Hallgrími heitnum Árnasyni og
bóndanum í Neshjáleigu, Árna
Einarssyni, og tókst þeim að
skjóta rostunginn. Er mér tjáð,
að það muni vera í síðasta sinn,
að rostungur hefur verið skot-
inn hér á landi.
Núverandi bændur í Loð-
mundarfirði eru, þegar þetta er
ritað: í Stakkahlíð Stefán Bald-
vinsson, hreppstjóri, Sigurður
sonur hans og Magnús Sigurðs-
son, tengdasonur, og er þar því
þríbýli; á Sævarenda Trausti
Stefánsson (sonur Stefáns Bald-
vinssonar; á Úlfsstöðum Jón
Þorsteinsson; á Klippstað Einar
Sölvason og Friðbergur Einars-
son, sonur hans; á Nesi Baldur
Einarsson (sonur Einars Sölva-
sonar).
Hversu lengi tekst enn að
halda þessum fimm bæjum í
byggð, mun framtíðin skera úr.
En hverjum þeim, sem átt hefur
heima í Loðmundarfirði, eða
jafnvel aðeins komið þangað,
hygg ég að finnist illa farið, ef
svo fögur sveit leggst að fullu og
öllu í eyði, þrátt fyrir núverandi
Vo,
Nú lifnar mengi, því lífsins gengi
nú lyftir önd.
Á silfurstrengi er leikið lengi
með léttri hönd.
Og vorsins yndi nú vermir lyndi
og vonin býr
í brjósti manna með
blessun sanna
svo bölið flýr.
Þú vorsins gyðja villt alla styðja
í verki og leik.
Um grund og voga þú lætur loga
á lífsins kveik.
Og lyng og víðir nú lautir skrýðir
þar leikur blær
og blómin anga um brekkuvanga
og balinn grær.
Nú elfur freyða —
þær úr sér breiða
og ymja hátt,
og lindir fríðar um leiti’ og hlíðar
sér leika dátt.
/
Nú endur vaka og álftir kvaka
í auðnarkyrrð.
Og eyru greina þá óma hreina
úr órafirð.
Við þrastaóðinn og lóuljóðin
í lundi og mó
er Ijúft að dreyma
um dýrðarheima
í djúpri ró.
Nú sólin ljómar
og söngur hljómar
um sumardag,
og list og blíða og lotning prýða
því lífsins brag.
Jórunn Ólafsdóttir
Sörlastöðum.
einangrun hennar og samgöngu-
erfiðleika.
Og hver veit nema eitthvað
hvað það sé óskeð, sem verður
þess valdandi, að Loðmundar-
fjarðarsveit verði í byggð um
aldur og æfi.
Slóttugur biskup
Einu sinni var biskup, sem var
ókvæntur. Ungu stúlkurnar
höfðu því eðlilega augastað á
honum, þar sem hann var bæði
ungur og föngulegur. Ein þeirra,
sem var mjög hrifin af honum,
heimsótti hann eitt sinn. Hún
var ákaflega hátiðleg á svipinn
og ekki laus við að vera feimin.
Það var auðséð að hún var kom-
in í einhverjum þýðingarmikl-
um erindagerðum. Hinn kurteisi
og góðviljaði kirkjuhöfðingi tók
henni ákaflega ljúfmannlega,
eins og honum var eðlilegt, en
þó ekki laus við að vera dálítið
kíminn. Hann bað stúlkuna að
vera einlæga, eins og hún væri
skriftabarn hans. Smám saman
veiddi hann upp úr henni, að
hana hefði dreymt undarlegan
draum, eða öllu heldur fengið
opinberun, að því er hún hélt, af
himnum ofan. Hafði það opin-
berast henni, að æðri máttar-
völd hefðu ákveðið að hún skyldi
verða kona biskupsins. Biskup-
inn átti sízt von á þessu, enda
var hann staðráðinn í að kvæn-
ast aldrei. Hann lét sér þó ekki
bylt við verða, og sagði mjög vin-
gjarnlega við stúlkuna, að þessi
opinberun væri án efa ákaflega
þýðingarmikil, en þó væri hún
ekki fullkomin, með því að hún
hefði ekki birzt nema öðru
þeirra. Hann kvaðst því vilja
bíða eftir því, að áþekk opinber-
un birtist sér líka og ef það yrði,
skyldi hann strax láta hana vita
það.
-o-
Ekkert alvarlegt
Maður nokkur kom inn í bóka-
búð og bað um einhverja
skemmtilega bók.
„Konan mín er veik, og ég þarf
að fá eitthvað gott handa henni
að lesa.“
„Er hún mikið veik?“ spurði
búðarmaðurinn alvarlegur.
„Já. Hún verður víst að liggja
nokkuð lengi.“
„Vilduð þér þá kannske eitt-
hvað trúarlegs efnis?“
Maðurinn ók sér og mælti:
„O-nei, ég held það sé nú ekki
svo alvarlegt.“