Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1953, Blaðsíða 30

Heima er bezt - 01.06.1953, Blaðsíða 30
190 Heima er bezt Nr. 6 Frá þessari réttlætiskröfu munu íslendingar aldrei hvika, enda á hún sér djúpar rætur í hjörttim allrar þjóðarinnar. Það styrkir mjög málstað Islendinga í handritamálinu, hversu lifandi fornbókmenntirnar eru með þjóðinni, hversu víða þær eru til á íslenzkum heimilum og hversu rækilega þær eru lesnar enn í dag. Handritin heim! m íslendingasögurnar og aðrar fornbókmenntir okkar eiga að vera til á hverju heimili í landinu. Þær eru því ein fegursta fermingargjöf, sem hægt er að veita ungmennum, og þær eiga að verða fyrsti kjarninn í bókasafni hvers nýstofnaðs heimilis. Útgáfa þessara rita er og við það miðuð, að sem allra flestir geti eignazt þau. Hin 39 bindi, sem þegar hafa komið út, kosta að visu öll 2300 kr., en það er hægt að kaupa einstaka flokka með 2—13 bindum í hverjum, og það er hægt að fá alla útgáfuna með afborgunarkjörum, og eru greiðslurnar þá 100 kr. mánaðarlega. I Frágangur bókanna hefur verið mjög rómaður og fást þær í svörtu, brúnu eða rauðu skinnbandi, og margir bókamenn hafa valið flokkana í mismunandi lit- um. Útgáfan veitir allar nánari upplýsingar. ‘4>

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.