Heima er bezt - 01.06.1953, Blaðsíða 3
Nr. 6
163
Heima er bezt
Sauðlauksdalur og Sauðlauksdalsprestar
EFTIR SIGURÐ ÁRNASON
i.
Kanpstaðurinn Vatneyri og
Geirseýri blasa við. Einnig sést
vel niður í báða dalina, Kvíg-
yndisdal og Sauðlauksdal, því
að hálsinn er mjór að ofan og
eggmyndaður.
Dálítið óvanaleg sjón er að líta
héðan, þar sem er hin gljáandi
breiða skeljasandsins í Sauð-
lauksdal, sem liggur óslitin yfir
allan neðri hluta dalsins og upp
í hlíðarnar beggja megin. Þarna
er ekkert, sem truflar tilbreyt-
ingarleysi þessarar sandauðnar,
nema stauraröð símalínunnar,
sem liggur þvert yfir dalinn.
Þegar upp á hálsinn kemur er
aðallega grjóturð yfir að fara,
með einstöku grastó á milli.
Um margt var rætt á leiðinni.
Margt skoðað og víða numið
staðar.
Þarna benti félagi minn mér á
rústir af gamalli tófugildru, sem
þar er á háhálsinum, skammt
frá veginum. Ég hafði aldrei séð
tófugildru, og langaði til að
skoða þessa rúst. Gengum við
því þangað.
Gildran hafði litið út eins og
grjóthrúga að utan, en gegnum
hana var þröngur gangur opinn
í báða enda. Gangur þessi var á
að gizka um 2 y2 metri að lengd,
og fyrir annan enda gangsins
var velt stórum steini, sem taka
átti frá, þegar agnið var látið í
gildruna og dýrið tekið úr henni.
Inn í þennan gang var svo ætl-
azt til að tæfa færi. En til þess,
að svo mætti verða, var látið
ýmiss konar góðgæti í enda
gangsins rétt fyrir innan stein-
inn. Helzt var til þess valið
hrossakjöt eða annað, sem gaf
frá sér ginnandi lykt.
Nú kom tæfa. Var hungruð.
Fann lyktina, og var þá ekki að
sökum að spyrja. Hún tróð sér
af öllum mætti jnn ganginn alla
leið til að ná í þetta hnossgæti.
En þegar veizlunni var lokið og
hugsað til útferðar, gat hún
naumast hreyft sig, og ekki með
nokkru móti snúið sér við til út-
göngu. Og þetta reyndi hún
fyrst með hægð, en síðan hrædd
með ofsafengnum æðisgangi. En
árangurslaust. Og geta má nærri,
hvílíkur ótti og skelfing muni
hafa gripið þetta vesalings ó-
tamda dýr, þegar það svo heyrði
til manna og fann á sér, hvað
það mundi eiga í vændum.
Þegar við vorum komin þang-
að á hálsinn, sem halla tók nið-
ur í Sauðlauksdalinn, beindist
Sigurbur heitinn Arnason var einn
af ibessum fróbleiksfúsu alþýðu-
mönnum, sem nota hverja frístund
j til að sökkva sér niður í líf og háttu
libLnna kynslóða. Þetta er kafli úr
' ferbasögu hans til æskustöbvanna
eftir 45 ára burtveru.
talið að þeim merka stað. Og
sagði ég þá eitthvað á þá leið,
að þeir í Sauðlauksdalssókn
mættu vera skaparanum þakk-
látir fyrir það, hve góðir prest-
ar hefðu setið þar, að minnsta
kosti allt frá tíð séra Björns
Halldórssonar.
Gamli maðurinn, sem var með
mér, brást nokkuð önugur við
og sagði:
„Heldur þú, að séra Björn hafi
verið nokkur merkismaður?
Bölvaður kúgarinn sá!“
Þetta svar kom nokkuð flatt
upp á mig. Ég minntist ekki að
hafa heyrt það um séra Björn,
að hann hefði sýnt neinn yfir-
gang eða „kúgun“, eins og hann
orðaði það. Og það lét ég í ljós.
„Manstu ekki eftir „Rang-
láti“?“ spurði hann.
Þegar ég hugsaði mig betur
um, mundi ég eftir grjótgarðs-
leifum fyrir utan túnið í Sauð-
lauksdal, sem kallaður var
Ranglátur. En af því að ég
mundi ekki sögu hans vel, lang-
aði mig til að heyra hana. Og
læt ég hana hér fylgja í frásögn
Jóns.
„Eins og þú manst, er mikið
sandfok á nokkrum hluta túns-
ins í Sauðlauksdal og mörg dags-
verk á hverju vori að moka sand-
inum saman og koma honum í
burtu, svo að þar vaxi gras til
sláttar. Þetta hafði gengið þann-
ig frá ómunatíð. En þá var það,
að þegar þeir voru hér, séra
Björn og Eggert Ólafsson, kom
þeim til hugar, að bæta mætti úr
þessu með því að hlaða háan
garð sjávarmegin við túnið,
þaðan sem sandfokið kom. Og
þá var það, að þeir skylduðu
bændurna í sókninni til að hlaða
þarna háan grjótgarð, endur-
gjaldslaust, um hábjargræðis-
tímann. Bændur voru í veriWið
útræði og fannst súrt í broti að
ganga frá skipum sínum til
garðhleðslunnar. Samt urðu þeir
að hlýða, því að lögmaður hótaði
þeim ella öllu illu.
Nú var hár og langur garður
hlaðinn þarna, með miklum erf-
iðismunum, því að flytja varð
grjótið nokkuð langan veg að.
Ekki minnkaðji sa'ndfokið á
túnið við þetta, öllu fremur
jókst það, því að fyrir innan
garðinn komu svo stórir skaflar
af sandi, að örðugt var að moka
þeim í burtu.
Næsta vor vildi prestur skylda
bændurna til að rífa garðinn
niður aftur. En nú dugðu hvorki
hótanir né fagurmæli. Þeir
þverneituðu að snerta frekar við
garðinum. Varð því prestur að
láta rífa hann, sem þó aldrei
varð nema að nokkru leyti.
„Og var Eggert virkilega að
blanda sér inn í þetta mál með
presti?“ spurði ég.
„Já, ég held nú það. Bölvaður
stoltagikkurinn sá!“
Mig langaði nú til að vita,
hvað hann hefði fyrir sér í því,
að Eggert hefði verið svo stolt-
ur maður, þótt ég hefði heyrt
eitthvað um hann, sem benti i
þá átt.
„Já, hann var mesti stolta-