Heima er bezt - 01.01.1954, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.01.1954, Blaðsíða 18
14 Heima er bezt Nr. 1 I heljargreipum — Úr endurminningum Helga Þórðarsonar — V Veturinn 1898 fór ég í annað sinn suður á land til sjóróðra. Þá átti ég heima í Grænumýrar- tungu. Það var veturinn áður en ég fór að Fornahvammi. Ég fór óráðinn. Eigi bar neitt til tíð- inda á ferðinni suður. Ég kom við á Flankastöðum.Vildi gamli hús- bóndi minn fá mig aftur, en mér fannst ekki vistin svo góð í hið fyrra skiptið, að ég kærði mig um að fara þangað aftur. Síðan fór ég að Hvalnesi, því að ég hafði frétt að þar vantaði mann í skiprúm. Þar bjó þá Sigurður Ólafsson. Var hann formaður á áttæringi, sem hann átti sjálfur. Ég kom þannig að, að Sigurður var að smíða kistu utan um gamla konu, sem hafði andazt á næsta bæ. Ég spurði strax, hvort hann vantaði mann á skip. Kvað hann það vera. Innti ég hann þá eftir, hvað hann mundi borga yfir vertíðina. Kvaðst hann myndi borga 250 krónur og einn strigafatnað. Gekk okkur greiðlega að semja og réðist ég til hans. Hann bauð mér nú til baðstofu. Þetta var um mat- málstíma og settumst við því strax að snæðingi. Á heimilinu var kona hans, bróðir og fjögur börn þeirra hjóna, öll ung. Mér geðjaðist vel að þessu fólki. Var það allt gjörfulegt og viðfeldið. Á bænum var ein gömul kona, er var niðursetningur. Á meðan við vorum að borða, heyrði ég að hún spurði krakkana hvort mað- ur sá myndi verða þar í vetur. Börnin kváðust hafa heyrt, að svo mundi vera. Þá heyrði ég að gamla konan tautar við sjálfa sig: „Já, já, aumingja maðurinn! Hann er feigur“. „Af hverju markar þú það? spyr eitt af börnunum. „Það skal ég segja þér“, kvað kerling ofur lágt, „það sækir feigð að þeim manni, sem kemur að, þegar verið er að smíða utan um lík“. „Ertu eitthvað að segja, gamla mín?“ sagði nú húsmóðirin er hafði heyrt ávæning að tuldri gömlu konunar. „Ja, sussu nei, blessunin“. sagði sú gamla. Mér fannst hálf ónotalegt að hlusta á þetta. Eftir að við höfðum matazt, fór ég út með Sigurði. Hann held ur áfram með smíðina af miklu kappi. Spyr hann mig hvort ég sé laghentur og geti hjálpað honum. Vildi hann helzt lúka HEIMA er BEZT hefur áður flutt þœtti úr endur- minningum Helga Þórðarson- ar. Eru þeir í 8.—9. hefti fyrra árs. Kemur hér framhald af þáttum þessum, en nœsti og síðasti þátturinn kemur í fe- brúarhlaðinu. Ilann fjallar um ferð höf. til Ameríku og frumbýlingsárin þar vestra. við kistuna um kvöldið. Kvaðst ég geta aðstoðað hann, og sagaði út fyrir hann laufin á kistuna og krossinn, meðan hann var að ganga frá öðru. Lukum við kistu smíðinni með hægu móti um kvöldið. Líkaði mér vistin þarna um veturinn mjög vel. Við feng- um oft fisk hjá togurum og þurft- um við aldrei að leggja lóð. Tog- arar hirtu þá engan fisk, nema kola, og gáfu annan fisk, þeim er hafa vildu. Ekkert bar til tíðinda á þessari vertíð, er í frásögur sé færandi, nema á sumardags- morguninn fyrsta. Þann morgun fórum við út eins og venjulega. Þó var sjór úfinn og kafaldsél á útsunnan. Við sigldum út og ætluðum í togara, sem var nokkuð langt undan landi, þá er við höfðum siglt um hríð, skall yfir okkur svart él. Bróðir Sig- urðar, er var framámaður, spurði Sigurð, sem sat við stýrið, hvort ekki ætti að minnka seglin. For- maður kvað þess enga þörf, en í sömu svipan og hann sleppti orð- inu, sló skipinu um, en um leið svipti framámaður sundur klýf- irnum og sleit fokkustrenginn, og rétti skipið sig þá að nokkru leyti. Segir hann þá: „Var nóg siglt, bróðir?“ Eigi er getið hverju formaður svaraði. Skipið var þóftufullt af sjó. Skipaði formaður öllum að taka af sér hattana og ausa og var því hlýtt. Á meðan á þessu stóð slotaði veðrinu, en þó hélzt hríðin. Þegar búið var að ausa skipið, var róið til lands og sigld- um við aðeins með hálfu aftur- seglinu. Var það mikil sigling. Þegar komið var heim í vörina, sagði formaður fjórum mönnum að fara út um leið og skipið tæki niður til að styðja það. Gerðu þeir það og skipið sigldi alveg á þurrt. Síðan fórum við heim og lögðumst til svefns. Engir höfðu á sjó farið þennan morgun,nema við, þar á nesjunum. Þegar ég fór heim í vertíðarlokin, greiddi Sigurður mér 320 krónur, þó að ég væri eigi ráðinn upp á svo hátt kaup. Þetta vor fór ég að Forna- hvammi, eins og áður er sagt. Þá bjó þar Davíð Bjarnason. Hann var ekkjumaður, hniginn á efri ár, og bjó með dóttur sinni. Heimilisfólkið var, auk bónda og Friðriku dóttur hans, synir henn ar tveir, Davíð og Sigurj'ón, vinnukona öldruð er Helga hét og sonur Davíðs gamla, fjögurra ára drengur, og fötluð kona, roskin . Var hún á sveit en vann þó mikið. Önnur börn Davíðs gamla voru komin til Ameríku fyrir nokkrum árum. Voru það tveir synir og ein dóttir. Þetta vor fór margt fólk úr Norðurár- dal vestur. Þrennt fór frá Forna- hvammi, vinnufólk, er þar hafði átt heima. Á sumrin var venja að halda kaupafólk við heyskap- inn, þrjár eða fjórar manneskj- ur venjulega. Vorið 1900 fór Davíð gamli til Ameríku og seldi allt sitt stóra bú. Skepnur voru margar, 200 fjár, þrír nautgrip- ir og 14 hestar. Þau sumur, er ég

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.