Heima er bezt - 01.01.1954, Blaðsíða 17
Nr. 1
Heima er bezt
13
asti bletturinn á kristinni kirkju.
Galdrabrennurnar fóru eins og
logi yfir akur um alla Evrópu á
seytjándu öldinni.
Galdratrúin var ekki ein-
göngu bundin við alþýðuna, sem
á þessum tíma var lítið upp-
frædd, heldur náði hún jafnvel
enn meiri tökum á menntuðu
stéttunum. Og galdramennirnir
létu sér ekki nægja að ráðast á
einstaklinga, heldur lögðu þeir
til atlögu við her og stjórnendur
þjóðanna. Þrívegis var hinn
dansk-norski stríðsfloti stöðvað-
ur af galdranornum. Árið 1566
sukku 10 skip úr flotanum með
allri áhöfn, og að sjálfsögðu var
galdrakonum um kennt. Þær
voru auðvitað brenndar.
Eftir að galdraæðið var liðið
hjá, er eins og mannkynið hafi
varpað léttar öndinni. Farg hel-
vítiskenningarinnar varð smám
saman léttara, og missti loks
tökin, að mestu, á öldinni sem
leið. En alltaf öðru hverju komu
nýir trúflokkar, sem tókst að
blása nýju lífi í þessa kenningu
um stundarsakir. En nú lýstu
menn eilífum kvölum Helvítis á
nokkuð annan hátt en áður. Nú
voru syndararnir ekki lengur
klipnir með glóandi töngum,
heldur var framhald lífsins til-
vera í synd, þar sem refsingin lá
í, að sálin var fjarlægð frá aug-
liti guðs.
Það er erfitt fyrir nútíma-
manninn, að skilja þá þýðingu,
sem helvítistrúin hafði fyrir
fólk fyrri tíma. Þá er kristin-
dómurinn sigraði yfir heiðnum
trúarbrögðum, fóru gömlu goðin
beina leið til Helvítis og héldu
áfram að lifa þár, sem árar og
púkar. Þessi trú sézt víða í ís-
lenzkum fornritum. En fyrir
þann tíma var orðið þéttbýlt á
neðri stöðum, því að Lúcifer og
allir englar hans voru þar fyrir.
í Biblíunni sjálfri er margt,
sem ímyndunaraflið getur aus-
ið af. Má þar nefna Opinberun-
arbók Jóhannesar, sem, eins og
nú er vitað, á ekkert skylt við Jó-
hannes postula. Hið óhugnan-
lega, myndríka mál á spádóm-
um hennar, talaði til ímyndun-
arinnar. Auk þess trúðu menn
þá, að dómsdagur væri í nánd.
Skáldin sóttu yrkisefni sín í
þessi rit. Dante og Milton voru
meðal þeirra frægustu. Rit þeirra
höfðu sterk áhrif á hugmyndir
fólksins. Eftir þá komu minni
skáld og spámenn, sem útmáluðu
lýsingar þeirra í smáatriðum. Já,
það var meira að segja reiknað
út vísindalega af þýzkum guð-
fræðingi, að tala smádjöflanna
væri 2 triljónir, 665 billjónir, 866
milljónir, 746 þúsund og 664! í
samanburði við þetta verða árar
Miltons í Paradísarmissi smá-
ræði. Palladíus biskup sagði, að
djöflarnir væri eins margir og
sandkornin á Sjálandsströnd.
Það var því eigi undarlegt, þótt
kölski birtist víða og í allskonar
myndum, enda var ára hans að
finna í hverjum krók og kima.
Myrkhræðslan fylgdi djöfla-
trúnni eins og skuggi. Kirkju-
garðar og aftökustaðir voru
hættulegustu staðirnir. Víða
eimir enn af þessari hjátrú. Af-
tökustaðurinn minnti breyskar
manneskjur stöðugt á synd og
refsingu.
Nú á dögum er erfitt að skilja,
hvernig hægt var að koma Hel-
víti fyrir, eins og raunverulegum
stað í landfræðilegum skilningi.
Það lá langt niðri í jörðinni.
Allir hugsuðu sér það sem „þarna
niðri“, eða „norður og niður“,
eins og íslenzka máltækið segir.
Hinsvegar var himinninn alltaf
„þarna uppi“. Hann var saman-
settur af sjö þrepum eða himn-
um. Þar af kemur máltækið „að
vera í sjöunda himni“.
í Divina Comedia gefur Dante
góða hugmynd um, hvernig fólk
á hans dögum hugsaði sér Hel-
víti. Lýsir hann því sem risavax-
inni'trekt niðri í jörðinni. í hlið-
um trektarinnar eru þrep, og á
þessum þrepum dvelja hinir
fordæmdu í hlutfalli við stærð
synda sinna. En niðri á botni
trektarinnar situr Lúcífer í
hlekkjum, og í kjafti hans allra
verstu syndararnir. Hreinsunar-
eldurinn er gagnvart kvala-
staðnum.
Þá er kaþólska kirkjan varð að
víkja með siðaskiptunum, breytt-
ust viðhorfin til refsistaðarins
að miklum mun. Nú fóru menn
að leggja stund á stjörnuspá-
dóma. Veraldleg og kirkjuleg
lífsskoðun fóru saman í mörg-
um atriðum. Vinur og samverka-
maður Lúthers, Melankton,
fékkst við stjörnuspádóma.
Uppgötvun Kóperníkusar, að
jörðin væri ekki miðpunktur al-
heimsins, varð til þess, að við-
horfin breyttust. Brúnó var
brenndur á báli, af því að hann
dró rökréttar afleiðingar af
kenningum Kóperníkusar. Þann
dag má segja, að hin gamla
heimsskoðun hafi tekið síðustu
krampateygj urnar.
Vér, sem nú lifum, lítum öðru-
vísi á þetta. En vér getum þó
skilið, að það var í raun og veru
ekki nema eðlilegt, að menn
þeirra tíma vildu leggja allt í
sölurnar til að verja heimsskoð-
un sína, enda þótt aðferðirnar
hafi verið aðrar en vér myndum
kjósa. Hin nýja heimsmynd varð
ekki eign almennings fyrr en
eftir langan tíma, og er það ekki
enn, því að vísindin eru stöðugt
að bæta nýjum uppgötvunum við
hana. Vegna þessa lifa helvítis-
kenningarnar enn góðu lífi með-
al sumra þjóða. En afleiðing vís-
indarannsóknanna hefur orðið
sú, að Helvíti er orðið að dauðra-
heimi í kristnum trúarbrögðum,
eins og Hades var í grísku goða-
fræðinni.