Heima er bezt - 01.01.1954, Blaðsíða 30

Heima er bezt - 01.01.1954, Blaðsíða 30
26 Heima er bezt Nr. 1 anna, veörið, vegirnir, gististað- ir, umhverfið og farartækin, skapa umræðumöguleika hj á því fólki, sem saman dvelur á ferðalögum, enda þótt það lítt eða ekki þekkist áður. Þetta gef- ur tækifæri til kynningar og eykur mannþekkingu þeirra, sem víða fara. Hér á Egilsstöðum eignast ég óvænt nýja og mjög skemmti- lega ferðafélaga: Bjarna Gríms- son, starfsmann hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga og unnustu hans, Hönnu Thorarensen. Bjarni er í söluferð, en unga stúlkan fer með, sér til skemmt- unar og að skoða land sitt, jafn- framt til að strjúka þreytu- hrukkurnar af andliti unnust- ans, þegar hann er þreyttur eft- ir ys og önn dagsins. Bjarni ætlar til Djúpavogs snemma næsta dag og býður mér að vera með í bílnum suður eftir, sem ég þakksamlega þigg, því að hér gefst mér kærkomið tækifæri til að sjá mér áður óþekk héruð, og hafði ekki gert ráð fyrir, að af því mundi verða í þessari ferð. Klukkan 6 á laug- ardagsmorgni er lagt upp. Veðr- ið er milt og stillt, en þoka ligg- ur á fjöllum. Kyrrð og friður hvílir yfir byggðinni, aðeins á stöku bæjum í Skriðdalnum lið- ast búreykurinn upp um strompinn og rennur saman við gráa brúnaþokuna. Bíllinn rennur öruggt og greiðlega, þótt vegurinn sé ekki alls staðar góður, eftir að fram í dalinn kemur. Breiðdalsheiðin er fremur torfær, enda gerir þokan sitt til að auka á þær í augum vegfarandans. Við erum á suðurbrún heiðarinnar, þok- unni hefur létt nokkuð, en enn þá er þó ekki bjart til lofts. Veg- urinn ofan í dalinn virðist vera snarbrattur krákustígur niður með gildragi. Nú sýnist mér sem Oddsskarð hafi verið leikur einn hjá þessu. En hugur minn verður fljótt bundinn öðru en veginum. Breið- dalurinn blasir við, grösugur og víðfeðmur; mundi fegurð þessa héraðs þó njóta sín betur, ef vel sæi til fjalla. Við þjótum ofan dalinn. Önn dagsins er byrjuð á hverjum bæ. Búvélarnar eru að fara í gang, hross eru rekin í haga. Kýr standa á stöðli og eru mjaltað- ar. Léttfætt börn hoppa út á bæjarhlaðið með sólskin í aug- um og sumarbros á vör. Við erum á Breiðdalsvík. Þok- an hefur aftur byrgt útsýn alla, svo að við missum að mestu þá ánægju að geta notið umhverf- isins, enda Bjarni allur við starf sitt. Ég aftur á móti nýt mjög vel ágætrar móttöku, sem ég fæ hjá þeim hjónum, Sigurði Magnússyni verkstjóra og konu hans, Birnu Þorsteinsdóttur Björnssonar Jónssonar prests, bróður Guðbjargar sál. frá Broddanesi. Án efa eru þau hjón mjög gestrisin, en þó munu kynni mín af húsfreyjunni frá Broddanesi og heimilinu þar hafa átt sinn þátt í að gera við- mótið ennþá hlýrra. Mun það jafnan svo, að gott er að hafa góðra manna kynni. Djúpivogur er næsti áfangi. Við förum á bílnum í Berunes. Þangað kemur bátur frá Djúpa- vogi og sækir okkur. Mig hafði dreymt um það, er við lögðum af stað í þessa ferð að sjá Bú- landstind teygja sig hátt mót himinblámanum, en það rætast ekki allir draumar og svo fer nú um þennan. Við höfum stutta viðdvöl í kauptúninu og lítið hægt að skoða sig um. Mér sýn- ist þó, sem hér muni sviphýrt vera, þegar sólin skín. Útgerð er hér talsverð, rekin bæði af ein- staklingum og kaupfélaginu. Ég mundi gjarnan vilja eiga þess kost að leggja leið mína um þessar slóðir aftur og þá án þess að hafa svo hraðann á sem nú. Við erum á heimleið, rökkur miðsumarnætursólarinnar fær- ist yfir byggðina. Grátt þoku- kófið eyðir hinni miklu dýpt, sem er einkenni þess, þegar bjartur blámi sólríkra daga dökknar og drukknar í hinni ó- endanlegu víðáttu. Bíllinn þýt- ur niður Skriðdalinn, og nú horfum við móti ljósi hins rís- andi dags, sem ljómar á austur- lofti og slær gulnum blæ á brúnir fjallanna, sem rísa yzt við hafið, enda þótt djúp nætur- innar ríki enn yfir landinu. í Egilsstaðaskógi er glatt á hjalla. Þar er samkomustaður héraðsins. Að morgni er héraðs- hátíð Sjálfstæðismanna á Aust- urlandi. Unga fólkið er þegar komið á staðinn og byrjað að skemmta sér. Já, og mér sýnist jafnvel, að hér megi sjá marga, sem þegar eiga æskuárin að baki. Hljómsveitin er þögnuð, dansinn hættur. Vindurinn bær- ir mjúklega laufkrónu bjark- anna. Unga fólkið hverfur í skóginn; þar á það tjöld sín og svefnpoka. Lágt hvískur, léttir, hálfkæfðir hlátrar. „Ó, nótt, nú bærast varir þínar viðkvæmt og hljótt.“ „Saklaus ást í íslands dölum mun álla daga blessa þig.“ Niðurl. næst.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.