Heima er bezt - 01.01.1954, Blaðsíða 33

Heima er bezt - 01.01.1954, Blaðsíða 33
Nr. 1 Heima er bezt 29 kynni alls ekki að baka. Hún athugaði deigið. Ein- mitt svona hafði það verið áður. Mjúkt og þó stinnt. Þetta var voðalegt. Skugga brá fyrir á glugganum „vinnumenn" hennar gægðust inn. Þeir höfðu séð að hún var að skæla yfir óheppninni. — Hvað er að? spurði Jens í dyrunum. Hún sneri sér frá, þreifaði á deiginu og stamaði, að það væri ekkert. Þeir komu inn. — Ég held að þú sért að baka hænsnafóður, sagði Jens. — Þetta átti að vera flatbrauð, en--------- — Og þú notar sjálfsagt barkarmjöl? — Já, en brauðið molnar niður, þegar ég ætla að snúa því á plötunni. — Hefirðu ekkert lím í því? — Lím? Hún gleymdi, að hún var mélug í fram- an og tárin runnu niður kinnarnar. Hún sagði for- viða: — Lím í deiginu? — Þú verður að hafa eitthvað, sem bindur deigið, sagði Jens. Venjulegt mjöl loðir saman en barkar- mjöl ekki. Hún horfði uppgefnu augnaráði á deigið og eyði- lagði brauðið. — En hvar á ég að fá þetta lím? — Það skulum við sjá um, en þú verður að bíða dálitla stund. Og nú hurfu þeir báðir út úr dyrun- um. Skömmu síðar komu þeir aftur og Jens var þá með dálítið af álmberki undir hendinni. Hann bað um að fá vatn í fötu og lagði börkinn í hana. Vatnið varð bráðlega brúnt og límkennt. — En verður ekki að mylja börkinn? spurði hún. — Þú átt bara að nota vatnið, svaraði Jens. Og nú fann hún, að það var eins og lím, þegar hún stakk fingrinum í það. — Það verður kannske ofurlítið beiskt á bragð- ið, en brauð verður úr því að minnsta kosti. Og það var meiningin. Nú skaltu hnoða deigið upp úr þessu límvatni, og þá mun þetta takast. Við förum út að vinna á meðan.------- -------Þú ert þorskur! sagði Geirmundur við sjálfan sig þegar hann strauk frá akrinum. Þú mátt ekki vera svo afbrýðisamur! Geirþrúður er konan þín og þú verður að treysta henni. Neyttu nú skynsemi þinnar og farðu aftur í vinnuna! Og hvað heldurðu að Oddabóndinn segi um þetta til- tæki þitt? En svo varð angistin aftur yfirsterkari í huga hans. Hefði hann ekki einmitt skilið á henni, að hún þrifist illa, þegar hann var ekki heima? Það var heldur ekki gaman fyrir hana að vera alein heima í óbyggðunum, og allra síst eftir að þessar hungurhörmungar dundu yfir og drápu allt, sem fegurst er í mannshjartanu. Hve oft hafði hún ekki beðið eftir bara einu einasta vingjarnlegu orði af vörum hans! Hann skildi það. En hann hafði verið hranalegur við hana. Hann hafði þrúgað hana niður, svo að hún var eiginlega ekki orðin annað en eitthvað mitt á milli útslitinnar konu og dauðra hluta. Og nú var hann fullur angistar. Hún var fullorðin manneskja. Hún þarfnaðist vingjarnlegs viðmóts og skilnings. Og ef hún finnur það ekki hjá þér, finnur hún það hjá öðrum Hann fór að hlaupa. Sólin var hátt á himninum og skógarloftið var þungt og mollulegt. Læmingjar og froskar, smáfugl og þiður — allt flýði undan honum, þar sem hann brauzt gegnum undirskóg- inn. — Já, en þú þarft þó ekki að sprengja þig? Hún fer varla að stökkva frá þér! Nú ertu lítill Geir- niundur! Orðin héngu einhvers staðar föst innan í hon- um. — Nú — ertu lítill, — Geirmundur, — nú ertu lítill — Geirmundur! Hann endurtók þessi orð hvað eftir annað, stundi þeim upp, eins og hann hefði þjáningar. Þegar hann var kominn svo langt, að hann gat séð reykinn, varð hann rólegri. Drottinn minn, hérna hljóp hann eins og vitlaus maður, og hvað var hann eiginlega að fara? Geirþrúður var heima að baka. Hún hafði sagt það í morgun. Og reykur- inn steig upp af reykháfnum, blár og fínn, eins og slæða. Það var aðeins Geirþrúður, sem kynti svo skemmtilega, að reykurinn varð svona fínn. Hann nam staðar við birkitréð eitt og starði á reykinn. Hann fylgdi reyknum með augunum upp í him- inhvolfið. Hann varð allt í einu rólegri, og nú fann hann, að hann var þreyttur. Hann átti þennan skóg og hér á milli trjánna ætlaði hann að slá grasið, þegar hann eignaðist kýr. Og hérna áttu litlu drengirnir þeirra að renna sér á skíðum á björt- um vetrardögum. En nú — nú stóð hann hér og honum fannst hann vera svo ungur og glaður af því að Geirþrúður var heima. — Þakka þér fyrir! sagði hann og benti til him- ins. Síðan gekk hann í hægðum sínum niður birki- hliðina. Þegar hann kom niður að hliðinu, sá hann þá Jens og Ingólf á akrinum. Það var eins og fætur hans neituðu að bera hann lengra, einna líkast því að eitthvað brysti í honum. Hann varð að hvíla höfuðið andartak á hliðstólpanum og lokaði aug- unum. Sársaukafull stuna leið frá honum; hin djúpa gleði, sem áðan hafði gegnsýrt hann var allt í einu breytt í þunga, kveljandi sorg. Drengurinn tekur fyrst eftir Geirmundi. Hann segir eitthvað við fullorðna manninn. Nú líta þeir báðir á Geirmund. — Taktu þessu eins og maður Taktu því eins og maður! Taktu því eins og maður! — Hann gengur á móti þeim eins og hann sé framandi, eins og þeir væru að pæla sinn eigin akur. — Guð blessi vinnuna! sagði hann. — Þakka fyrir! sagði fullorðni maðurinn. Það var eitthvað flóttalegt í augnaráði hans. Geirmundur heldur áfram. Túnið umhverfis hann er eins og ólgandi græn elfur, og þungur niður er fyrir eyrunum á honum. Hann eygir óglöggt húsið í öllu þessu græna flóði. Dyrnar standa galopnar. Hann reikar inn fyrir, en staðnæmist á þröskuldinum. Hann stendur þar og styðst við dyrastafinn. Geirþrúður lítur upp. Hún heldur, að það sé Jens. Það er bros á heitu andliti hennar, þegar hún lítur upp. Framhald.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.