Heima er bezt - 01.08.1954, Síða 3
Nr. 8
Heima er bezt
227
Jóhannes Friðlaugsson, rithöfundur:
Viðburðaríkur vetrardagur
Laust fyrir 1870 bjó bóndi sá á
Birningsstöðum í Laxárdal, er
Árni hét Magnússon. Hann bjó
síðar • í Rauðuskriðu og var við
þann bæ kenndur. Árni var fjár-
margur og þótti sýna nokkra
hörku í að halda fé sínu til beit-
ar, sem ekki var óalgengt á þeim
tíma.
Þá var hjá honum sauðamað-
ur, unglingspiltur, Bergvin Þórð-
arson, er síðar bjó á Brekku í
Aðaldal, og er hann heimildar-
maður að eftirfarandi frásögn.
Einn var sá gripur í búi Árna
bónda, sem ekki þurfti að búa
við harðrétti. Var það hestur,
bleikur að lit, reiðhestur hinn
bezti. Var Árni hestamaður góð-
ur og hafði ást mikla á Bleik.
Mátti enginn maður koma á bak
honum, nema Árni sjálfur. Og
hvað mikið sem við lá, var Bleik-
ur aldrei snertur til neins nema
þegar Árni þurfti að nota hann.
Var hesturinn heldur illa þokk-
aður á heimilinu meðal vinnu-
fólksins, því þegar aðrir hestar
voru í notkun, t. d. við heyflutn-
ing á sumrin, dansaði Bleikur
innan um hestana, sleit taum-
ana og setti niður heybagga. Var
þá ekki laust við, að heimflutn-
ingsmenn, sem oftast voru lið-
léttingar, létu bölbænum rigna
yfir þann bleika og bæðu honum
ófarnaðar, fyrir þann óleik, sem
hann gerði þeim, en þeir sjálfir
máttu ganga með hverja ferð
allan daginn.
Það ár, sem saga þessi gerð-
ist, hafði Árni Magnússon 3
vinnumenn. Var einn sauðamað-
ur, annar ærmaður, en sá þriðji
átti að gæta lamba og kúa, en
bóndi sjálfur mun hafa hirt hest-
ana.
Sauðamaðurinn var Bergvin
Þórðarson, sem áður er nefndur.
Var hann nýfermdur og óharðn-
aður og varla fær um að fylgja
sauðunum fast til beitar eins og
þá var venja að gera.
Einn vetrardag fór Bergvin til
sauðahúss árla morguns eins og
venja hans var. Stóðu sauðahús-
ijiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
| Þær gerast nú færri sög- i
i urnar um átök manna við I
| stórhríðarbylji og vetrar- i
i gadd, enda er nú ekki eins |
I hart sótt til vetrarbeitar |
i með fénað og áður var. i
i Beitarhús eru víðast lögð i
| níður og sauðir engir til |
1 lengur. í þessari frásögn i
i greinir Jóhannes Friðlaugs- |
i son, rithöfundur og kenn- i
i ari í Haga í Aðaldal í Suð- i
1 ur-Þingeyjarsýslu, frá við- f
i ureign manna á einum bæ i
i við Vetur konung einn stór- \
f hríðardag seint á 19. öld. |
mmmmmmmmmmmmmmmmimmmmmmmmm
in norðan við bæinn og var nokk-
ur spölur milli húsanna og bæj-
arins.
Dimmt var í lofti, en hægviðri.
Lét Bergvin út sauðina og rak
þá til beitar austur yfir Laxá,
sem var á ísi, og yfir í Kast-
hvammsbrekkur. Hafði Árni
fengið beitarleyfi hjá bóndanum
í Kasthvammi. Eru brekkurnar
brattar mjög, en beitisælar, og
var í þetta sinn góð jörð í brekk-
unum.
Meðal sauðanna var forustu-
sauður einn grár að lit, mikil vit-
skepna og hin bezta forustukind.
En þennan morgun brá svo við,
að Gráni vildi ekki fara frá hús-
unum, eða á undan sauðunum,
eins og hann var vanur. Átti
sauðamaður lengi í stríði við
hann, og gat að lokum komið
honum með hinum sauðunum til
beitar. Þótti sauðamanni undar-
legt háttalag hans, því að hann
hafði jafnan verið auðsveipur og
góður í rekstri. Ekki tók betra við
þegar sauðirnir fóru að beita sér,
því að þá tók Gráni sér stöðu
neðarlega í brekkunum og varn-
aði sauðunum að fara ofar í
brekkurnar, eins og þeir voru
jafnan vanir að gera. Ekki greip
Gráni í jörð, en var á rölti ofan
við sauðina og reyndi að stjaka
þeim niður á við jafnótt og þeir
leituðu upp eftir. Skildi Bergvin
ekkert í háttalagi Grána, en
taldi, að þetta mundu vera ein-
hverjar kenjar í sauðnum.
Leið nú fram eftir deginum og
dimmdi frekar í lofti þegar á
daginn leið og tók þá að snjóa í
logni. Hélt Bergvin sig neðan við
sauðina um daginn, og sat löng-
um undir kletti einum niður við
ána, en hraun er beggja megin
árinnar á þessum slóðum. Las
hann í Passíusálmunum, því að
hann hafði þá jafnan með sér,
þegar hann stóð yfir sauðunum.
Mun móðir hans hafa lagt svo
fyrir hann, en hún var vinnu-
kona á Birningsstöðum.
Allt í einu heyrði Bergvin þyt
mikinn í lofti, og skipti engum
togum, að skollin var á iðulaus
norðan stórhríð. Var hann þá
fljótur að stinga Passíusálmun-
um í barm sér og tók að svipast
um eftir sauðunum. En hann
þurfti ekki langt að leita þeirra,
því að Gráni var kominn með all-
an hópinn niður úr brekkunum
og niður á hraunjaðarinn við
ána. Lagði Gráni þegar á ána;
var hún ekki mjög hál, því að
snjór var víðast ofan á ísnum.
En þó slitnaði hópurinn í sundur
á ánni, og hvarf Gráni út í iðuna
með nokkra sauði með sér, vest-
ur yfir ána. Leizt nú sauðamanni
ekki á blikuna og taldi vonlaust,
að hann kæmi sauðunum til
húsa, fyrst Gráni var farinn.
Reyndi hann samt að halda
sauðunum saman og tókst hon-
um að lokum að koma þeim öll-
um vestur yfir ána. Varð hann
vonbetri með heimferðina, þeg-
ar hann sá, að þar beið Gráni
með félaga sína, en lagði þegar
af stað, þegar Bergvin kom með
hópinn. Lét hann Grána alveg
ráða ferðum, enda átti Bergvin
fullt í fangi með að halda sauð-
unum saman og láta þá bág-
rækustu ekki slitna aftan úr
hópnum. Var hríðin svo dimm,
að ekki grillti út úr augunum, og
veðurhæðin svo mikil, að varla
var hægt að ráða sér.
Gráni gætti þess vandlega að