Heima er bezt - 01.08.1954, Side 4

Heima er bezt - 01.08.1954, Side 4
228 Heima er bezt Nr. 8 Wm: Sér norðvestur úr Laxárdal. Neðst á myndinni sést dalurinn og áin litlu neðar við bccina Kasthvamm og Birningsstaði. Þarna er svið peirrar frásögu, er hér fylgir. fara aldrei hraðar en svo, að hin- ir sauðirnir gætu fylgt honum eftir, og ef einhverjir drógust aftur úr, beið hann þeirra og jarmaði eins og hann væri að vara þá við og áminna þá um að halda sem bezt saman og fylgja sér eftir. Það var líka bót í máli, að heldur var undanhald til hús- anna. Að lokum náði Bergvin beitar- húsunum og var hann þá orðinn örþrota af þessum hráskinnsleik við veðurofsann, og sauðirnir mjög dasaðir, en allir komust þeir þó í hús. Bergvin sagði svo síðar frá, að hann hefði aldrei á ævi sinni orðið fegnari að ná húsum en í þetta sinn. Jafnframt sagði hann, að það hefði verið vonlaust mál fyrir sig og sauð- ina að ná heim þetta kvöld, hefði ekki Grána notið við. Hann hefði því verið sannnefndur bjarg- vættur þeirra í þetta sinn. Þegar Bergvin var búinn að koma sauðunum í hús, hvíldi hann sig um stund og var helzt að hugsa um að láta fyrirberast í húsunum um nóttina, en ótt- aðist þó, að heimilisfólkið og móðir sín yrði hrædd um sig, ef hann kæmi ekki heim. Og eins var hitt, að hann var myrkfæl- inn að dvelja einn í sauðahús- unum næturlangt. Tók hann því það ráð að halda heim, enda var nú undanhald til bæjar. Segir ekki af heimferð hans, en bæn- um náði hann og var þá orðinn mjög þrekaður. Með þessu er Gránaþætti lok- ið, en fleira gerðist sögulegt á Birningsstöðum þennan um- rædda dag, og læt ég það fylgja hér á eftir. Þegar heim kom frétti Bergvin það, að fyrrihluta dagsins hefði Árni húsbóndi hans og annar vinnumaðurinn, sem heima var, farið fram í Hóla að sækja tað á sleða, sem hann átti þar geymt. Sá bær stendur austan árinn- ar, nokkru sunnar en Birnings- staðir. Hafði Árni haft Bleik með sér, enda mun hann hafa verið eini hesturinn, sem var á járn- um á heimilinu. Voru heima- menn farnir að óttast um heim- komu þeirra félaga, enda töldu flestir með öllu óratandi í þessu veðri. Höfðu heimamenn tekið það ráð að láta einhvern standa frammi í bæjardyrum og kalla út í hríðina, ef ske kynni, að það yrði þeim félögum til leiðbein- ingar að finna bæinn. Nokkru eftir heimkomu sauða- manns sáu þeir, sem í dyrunum stóðu, einhvern koma skríðandi upp hlaðvarpann á Birningsstöð- um. Var þetta vinnumaður sá, sem farið hafði með Árna. Var hann þrekaður mjög og hálf- grátandi, því að kjarkurinn hafði bilað í svaðilför þeirra félaga. — Var hann spurður, hvar hús- bóndi hans væri og sagði hann, að Árni hefði gengið til fjárhúsa, þegar hann var búinn að koma honum heim undir bæinn, svo að hann hlyti að hafa sig heim. Jafnframt sagði vinnumaður þá raunasögu, af ferð þeirra Árna, að þeir hefðu verið komn- ir með taðækið nokkuð á leið út eftir ánni, þegar bylurinn skall á. Hefðu þeir þá skilið ækið eft- ir, því að ógjörlegt var að halda áfram með það á móti slíku veðri. Héldu þeir svo áfram og teymdu Bleik, en eftir nokkra stund brast ísinn undan hestinum og fór hann á kaf. Samt hefði Bleik skotið upp aftur og þeir náð í beislið. Gerðu þeir allt sem þeir gátu til þess að koma hestinum upp úr vökinni. En hverra bragða, sem þeir leituðu, tókst þeim það ekki. Tók þeim þá mjög að kólna og hesturinn að dasast af umbrotunum í vökinni og köldu árvatninu. Þegar Árni var orðinn vonlaus um, að þeim tækist að bjarga hestinum, réð hann það af, heldur en að skilja hann eftir lifandi í vökinni, að skera Bleik á háls með vasahníf sínum. Skildu þarna leiðir þeirra Árna og Bleiks og var haldið, að Árni hefði lengi búið að þeim skiln- aði, því að, eins og áður er sagt, hafði hann ást mikla á hestin- um. Skömmu eftir að vinnumaður hafði lokið að segja heimamönn- um frá för þeirra félaga, kom Árni í bæinn. Það fyrsta, sem Árni spurði eftir, þegar hann kom inn, var hvort Bergvin væri heim kominn og hvort sauðirnir hefðu komizt í hús. Var Árni þá þúinn að fara á milli allra húsa á túninu til þess að skyggnast eftir, hvort féð hefði komizt í hús og eins að líta eftir, hvort húsin væru vel byrgð undir nótt- ina. Meðan Árni bjó á Birnings- stöðum var þessi sóknarvísa kveðin um hann: Birningsstaði brátt ég finn, býr þar glaður Árni. Stundar hraður hagleik sinn happamaður greiðvikinn. Var Árni smiður góður á járn og fleiri málma. Saga þessi er hér skrásett eftir Jóni bónda á BrekkU, syni Berg- vins þess, sem áður er um getið. Sagði hann mér söguna fyrir nokkrum árum og skrásetti ég hana þá þegar. Jóhannes Friðlaugsson.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.