Heima er bezt - 01.08.1954, Page 7

Heima er bezt - 01.08.1954, Page 7
Mynd þessi sýnir nokkra helztu forvigismenn d btendafundinum svonefnda, sem haldinn var lil að andmœla ritsimanum 31. júlí 1905 í Reykjavik, og sagt er frá i meðfylgjandi grein. Mennirnir eru, talið frá vinstri: AFTASTA RÖÐ: Þórður Guðmundsson, Hala, Filippus á Hellum, (x), séra Ólafur Finnsson, Kálfholti, Steindór á Egilsstöðum, Eyjólfur Guðmundsson i Hvammi, Ólafur Ólafsson, Lindarbce, Runólfur Halldórsson, Syðri-Rauðalrek, Ólafur Jónsson i Austvaðsholti, Sigurður Sigurðsson Brekkum, Bjarni Jónsson Meiri- tungu, Jónas Árnason, Reynifelli, Ingimundur Benediktsson, Kaldarholti. — MIÐRÖÐ: Halldór i Sauðholti, Vigfús Guðmundsson, Haga, Sigurður Guðmundsson, Veturleifsholtshelli, (x), Jón Bergsson, Skálholti, Magntis i Ósgerði. — FREMSTA RÖÐ: Þorsteinn Einarsson, Köldukinn, Guðmundur Þorvarðarson, Sandvik, Guðmundur Lýðsson, Fjalli, Páll Stefánsson, Ási, sr. Ólafur i Arnarbceli. (x) Nöfn þessara manna hafa ekki fengizt. notið frændseminnar við Pétur. — Svc hefurðu stundað bók- legt nám í iðnskóla? Já, ég hóf iðnskólanám haust- ið 1900. Kennsla fór þá fram í stóru timburhúsi, er Jón Vídalín kaupmaður átti. Það hét Vina- minni og stóð við Bröttugötu, í svonefndu Grjótaþorpi, og hafði skólinn þar þrjár stofur til um- ráða. Kennslu i skólanum önn- uðust ýmsir merkir og mikilhæf- ir menn, sem þjóðkunnir hafa orðið. Fyrsti skólastjóri iðnskól- ans mun hafa verið Þórarinn Þorláksson, listmálari. Hann kenndi teikningu. Á námsárum mínum var skólastjóri Jón Þor- láksson, síðar ráðherra. Hann var verkfræðingur að menntun. Hann kenndi teikningu og bygg- ingarefnafræði. Af öðrum kenn- urum eru mér einna minnisstæð- astir Þorsteinn Erlingsson skáld. Hann kenndi dönsku og þýzku. Dr. Ólafur Daníelsson kenndi reikning. Séra Ólafur Ólafsson fríkirkjuprestur kenndi íslenzku. Síðar tók Guðmundur Finnboga- son við kennslu í þeirri náms- grein. — Minntist Þorsteinn Erlings- son nokkurn tíma á skáldskap við ykkur í skólanum? Nei, ekki minnist ég þess. En okkur strákunum þótti vænt um hann og dáðum hann sem skáld. Þorsteinn var tæplega meðal- maður á hæð og fremur grann- vaxinn, en bjartur yfirlitum og fagureygur. Hann var einstak- lega ljúfmannlegur í framkomu og skemmtilegur kennari. Á þeim árum stóð allmikill styr um skáldskap hans og þá einkum um afstöðu hans til kirkju- og trúmála. Ljóð hans voru mikið lesin og lærð, og um kveðskapar- snilld hans voru allir á einu máli. En efni kveðskapar hans var að ýmsu leyti allnýstárlegt og byltingarkennt. Skoðanir hans mættu því allmikilli mótstöðu; einkum var það eldri kynslóðin, sem hafði horn í síðu hans, enda réðst hann harðlega á hjátrú hennar og hleypidóma. — Hvaða viðburðir eru þér minnisstæðastir frá Reykjavík- urdvölinni? Minnisstæðustu atburðirnir frá þeim árum eru konungskom- an sumarið 1907 og bændafund- urinn svokallaði 1905. Haustið 1904 gerði Hannes Hafstein ráðherra samning við Stóra norræna ritsímafélagið þess efnis, að félagið fengi einka- leyfi til símalagningar hingað til

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.