Heima er bezt - 01.08.1954, Qupperneq 13
Nr. 8
Heima er bezt
237
FRÁ LIÐINNI TÍÐ
Flestir, sem leið eiga austur yfir fja.ll nú á dögum, þekkja Kolviðarhól,
reisulega burstabæinn, sem blasir við, þegar komið er af Svínahrauni að
hlíðum Hellisheiðar. Áður fyrr mun þó Kolviðarhóll hafa verið meir í huga
ferðamanna en nú, því að þá var hann næsta byggt ból við heiðina að
vestan og sjálfsagður áningar- eða næturstaður gesta og gangandi. Var þá
oft þröngt í húsum á Hólnum, og margur náði þeim áningarstað harla feg-
inn, hvort sem hann kom frá Reykjavík eða austan yfir Hellisheiði. Hélzt
þetta lengi fram eftir, jafnvel fram á bílaöld, einkum á vetrum, unz skíða-
skálinn í Hveradölum tók að mestu við gestanauðinni. Síðustu árin hefur
lítill búskapur verið á Kolviðarhóli, en íþróttafélag mun hafa haft þar
bækistöð til vetraríþrótta. Nú er þar autt að sjá, en staðarlegt heim að líta.
Hóllinn má muna sinn fífil fegri.
en á Miðhópi Sturla. Gæti ég
ættfært báða, en sleppi því hér.
Jens hafði verið póstur.
Alltaf riðum við Bjössi fet fyr-
ir fet. Allar ár voru í flóði, og
spurðum við aldrei um vöð, enda
var ég þaulvanur að sundríða
stórvötn, þar sem ég hafði marg-
þvælzt um alla Austfirði og
Hérað, — og Gráni synti eins og
selur.
Hlutgengur i Hjálpræðis-
herinn.
Lítið var til skemmtunar á
þessu ferðalagi. Eina bók hafði
ég þó með í förinni, annars var
allt mitt dót sent með skipi frá
Reykjavík til Sauðárkróks. Bók
þessi var söngbók og sálmabók
Hjálpræðishersins. Hana hafði
ég keypt syðra um veturinn, því
að ég sótti oft hjálpræðishers-
samkomur, ekki af trúarlegum
ástæðum, heldur til að hlusta á
söng þeirra, sem var í flestum
tilfellum prýðilegur. Lærði ég
flest lög þeirra og marga sálma
og kann að minnsta kosti lögin
enn þann dag í dag. Er ég því
hlutgengur á hvaða hjálpræðis-
herssamkomu sem væri. Síðustu
dagana, sem ég var í Reykjavík,
var ég byrjaður á að snúa sálm-
unum í veraldlegri ljóð, og hélt
ég því verki áfram á bakinu á
Grána, og sungum við Bjössi.
Ekki alls fyrir löngu hef ég heyrt
suma þessa sálma sungna (ein-
stök vers) eins og ég sneri þeim
þarna á leiðinni, en hvernig þeir
hafa borizt út, veit ég ekki.
Frá Miðhópi fórum við eftir
ágæta gistingu, en þó talsvert
viðburðaríka, þótt ekki verði hér
frá greint frekar, og var næsti
áfangi Blönduós. Þar fengum
við ágætar viðtökur hjá föður-
bróður Bjössa, Hjálmari trésmið,
og hef ég víst notið Bjössa þar.
Á Blönduósi náði ég í brenni-
vínsflösku, en litið var hún not-
uð þann dag. Um kvöldið fórum
við að Æsustöðum í Langadal og
gistum þar. Daginn eftir héldum
við að Víðimýri, og var þá póst-
urinn þar fyrir, er við komum,
og Þorvaldur í óðaönn að af-
greiða hann. — Þarna skildum
við Bjössi, og hélt hann áfram
með póstinum til Akureyrar,
tæmdum við áður flöskuna, sem
að vísu var langt komið úr áður.
Ég settist síðan inn í stofu og
beið ráðstöfunar Þorvaldar og
hafði ekki augun af karlinum,
því að mér þótti hann merkileg-
ur.
Þegar póstur var farinn, fór
karl að frétta um hagi mína.
Sagði ég honum eins og var um
ferðir mínar og ég held ævisög-
una alla, svona í lausum drátt-
um. Karl spyr mig, hvort ég sé
ekki svangur. Jú, auðvitað var
ég það. Stuttu síðar fékk ég nóg-
an og góðan mat, og borðaði
Þorvaldur með mér. Að því loknu
fékk karl sér í pípu, og var hún
afarlöng með glerhaus, lítið
styttri en eigandinn, sem var
hár maður. Þorvaldur segist þá
hafa ákveðið að láta fylgja mér
á hestum hér út sveitina, þar til
ég fengi hest og íylgdarmann til
Sauðárkróks. Ekki hafði Popp
beðið hann slíks, en Þorvaldur
sagðist ekki kunna við að láta
dauðþreyttan mann úr öðrum
landsfjórðungi fara gangandi
eftir slíku hrossahéraði sem
Skagafjörður væri.
Stuttu síðar voru heim komnir
óþreyttir hestar, en fylgdarmað-
ur minn var Steingrímur, sonur
Þorvaldar, nú búsettur á Sauð-
árkróki, en þá unglingur heima
hjá föður sínum. Þegar ég kveð
Þorvald, spyr ég hann, hvað all-
ur þessi greiði kosti. Karl segir,
að hann kosti ekki neitt, en
spyr jafnframt, hvort ég sé ekki
peningalaus. Jú, ég var það.
Snarast þá Þorvaldur inn og
kemur aftur að vörmu spori með
tíu krónur og segir, að ég skuli
fá þetta að láni hjá sér og borga
sér bara, þegar hann komi næst
á Krókinn. Talaði karl mikið
um, að slæmt væri að vera pen-
ingalaus í ókunnu plássi.
Við Steingrímur héldum nú af
stað og riðum greitt. Kom hann
á flesta eða alla bæi þarna út
Langholtið og bað um hest og
fylgdarmann fyrir mig til Sauð-
árkróks. En engan fékk hann