Heima er bezt - 01.08.1954, Síða 15
Nr. 8
Heima er bezt
239
Lítið sandsteinsbrýni með rúnaletri seg-
ir sögu um ferð Gotlendinga til Islands
Stutt Gotlandsferð með Njáli víkingi
Ég sit í biðsal á Bromma-
flugvelli við Stokkhólm og bið.
Regnið streymir úr loftinu, og
flugförinni til Gotlands hefur
verið frestað um eina klukku-
stund. Ég stytti stundirnar
við að renna augum yfir síð-
degisblöðin og festi hugann
við frásögn af einhverjum
garðyrkjumanni úr Smálöndum.
Sá hefur sem sé tekið sér fyrir
hendur að finna gullskip Valde-
mars konungs, sem hélt heim-
leiðis frá ránum á Gotlandi um
miðja fjórtándu öld en sökk suð-
ur af Stóru-Karlsey undan suð-
urodda Gotlands. Af því að ferð
minni er nú heitið til Gotlands,
les ég frásögnina, þótt yfir henni
sé allmikill lausungar- og ævin-
týrabragur.
Garðyrkj umaðurinn hefur bú-
ið skútu vel og fengið til kafara
og önnur botnrannsóknartæki.
Hann ætlar að hafa bækistöð í
Klintehavn á Gotlandi og halda
þaðan á „miðin“. Með í förinni
eru kvikmyndamenn frá Ev-
rópu og Ameríku, nokkrir blaða-
menn og fleiri undarlegir geml-
ingar. Garðyrkjumaðurinn seg-
ist vera orðinn dauðleiður á því
að leita gulls í moldinni árang-
urslaust og vilji því halda á vot-
ar slóðir fullviss um að gullskip
Valdemars finnist, þótt margir
hafi horfið tómhentir heim úr
slíkri leit síðustu aldirnar. Það
er sem sé engin ný bóla að gera
út leiðangur til að leita að gull-
skipi Valdemars konungs.
Njáll Víkingur í Gotlandsflugi.
Og sem ég er að leggja úr höfn
með garðyrkj umanninum í frá-
sögninni, er kallað, að farþegar
skuli stíga í flugvélina til Got-
lands. Þetta er tveggja hreyfla
Douglas-flugvél, alveg eins og
þær sem fljúga til Akureyrar, og
ég get ekki stillt mig um að
brosa, þegar ég sé, að hún ber
nafnið Njáll víkingur. Skyldi
Njál karl hinn forvitra og skegg-
lausa hafa grunað, að sú kæmi
tíð, að honum yrði gefið víkings-
Æskan gengur á stefnumót i gömlum bog-
hvelfingum. Hvað er púsund ára stein-
múr á borð við einn kosst Skarðar boga-
súlur gamalla kirkna veita œskunni hlíf
og skjól.
nafn og látinn sigla himnahöf í
gammslíki til Gotlands. Slíkur
forvitri mun hann naumast hafa
verið, og íslendingurinn hlýtur
að heilsa þessum nýja Njáli með
góðlátlegu brosi, og honum
finnst, að Njáll hljóti að brosa
líka, því að þarna eiga þeir tveir
einir svolítið leyndarmál sam-
eiginlegt.
Skemmstu leíð yfir sundið.
Á örskammri stundu vippar
Njáll víkingur sér upp í sólskin-
ið fyrir ofan rigningarsúldina,
stefnir suður á bóginn yfir landi.
Hér gildir sú varúðarráðstöfun
síðan Rússar réðust á sænsku
flugvélarnar rétt norðan við
Gotland fyrir tveim árum, að
flugvélarnar skuli ekki fljúga
beina stefnu frá Stokkhólmi til
Gotlands, heldur fyrst yfir landi,
en síðan beint út skemmstu leið
yfir sundið. Með því móti er
minni hætta á, að þær fari óvart
Visby-múrinn stendur enn mjög litt liaggaður eftir þúsund' ár eða meira. Turnarnir
gnæfa hinir reisulegustu, þó margir endurbyggðir á siðari öldum. Gróðurinn vefst um
steininn. Hér sést norðurmúr borsarinnar.