Heima er bezt - 01.08.1954, Blaðsíða 19
Nr. 8
Heima er bezt
243
Það, sem
Oft er það, er við viljum
leggja okkur fram um að færa
mál okkar í sparibúning, hvort
sem er í ræðu eða riti, að við
bregðum fyrir okkur fastmótuð-
um, málsháttum og fastmótuð-
um orðasamböndum, sem við er-
um ekki höfundar að og skiljum
ef til vill ekki til fullnustu,
kunnum að minnsta kosti
sjaldnast þá sögu, sem á bak við
liggur. Raunar er ekki með nein-
um rétti hægt að segja, að við
notum þessi fastmótuðu orða-
sambönd fyrst og fremst, er við
viljum vanda mál okkar, því að
sannleikurinn er sá, að þau
liggja alltaf á tungunni, við beit-
um þeim ósjáltfrátt í daglegu
lífi, enda þótt notkuh þeirra
verði oft og tíðum auðsærri, er
okkur er mikið í hug. Þessum
orðatiltækjum, hvort sem um er
að ræða málshætti, talshætti
eða sambönd orða, sem ekki
segja fulla hugsun ein sér var
fengið samheiti á erlendum mál-
um fyrir alllöngu síðan. Þjóð-
verjinn Georg Búchmann (1822
—1884) gaf út bók eina árið
1864, er hann nefndi Gefliigelte
Worte, sem orðrétt þýðir vœngj-
u3 (fleyg) orð.1) Jón Ófeigsson
leggur þetta í orðabók sinni út
með snœfuryrði, snilliyrði, en
Freysteinn Gunnarsson með
snöfuryrði í hinni dönsku orða-
bók sinni. Raunar er svo, að
hinu þýzka orði er ekki náð með
þssum þýðingum, eins og orðið
er nú notað. Orðasambandið
gefliigelte Worte er í raun réttu
ekki skilgetið barn Búchmanns,
því að það er að finna bæði í
Ilionskviðu og Odysseifskviðu og
kemur oft fyrir í báðum, en
Búchmann mun það mikið að
þakka, hve tungutamt það hef-
ur orðið. í 5. útg. bókar sinnar
árið 1869 tekur Búchmann mjög
eindregið fram, að ekki beri ein-
ungis að líta á bókmenntalegar
tilvitnanir, sem vœngjuð orð,
1) Sbr. landfleygur, heimilisfleygur.
Kristmundur Bjarnason:
tungunni er tamast
íiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
Málshættir og talshætti’r í
= eru mýmargir í tungu okk- |
1 ar, svo og önnur orðtök og |
i orðasambönd, sem menn |
| fegra og skýra mál sitt með \
| í ræðu og riti. Uppruni §
i þeirra og saga er oft og ein- 1
I att skemmtilegt og girni- i
i legt rannsóknarefni, jafnt 1
í leikum sem lærðum. Krist- \
| mundur Bjarnason lætur \
\ hugann reika um þessar \
\ slóði'r í grein þeirri, sem \
\ hér birtist, og rekur sögu Í
i og myndun ýmissa „fleigra 1
| orða“ í íslenzku máli. Mun \
\ greinin kærkomin öllum \
i þeim, sem um þessi mál \
i hugsa, en þeir eru margir, i
Í sem gott er til að vita.
iiiiiiiiMimiimiiniiimiimiimiiiiiimiiimiMiiiiiiimiiitmiH
heldur hverja þá setningu, sem
fengið hefur fast mót, eða orð
með sérstæðri merkingu, sem al-
menningur hefur á hraðbergi.
Það er því langt því frá að um
snilliyrði þurfi alltaf að vera að
ræða, getur eins vel verið hið
gagnstæða.
Mikill fjöldi þessara fleygu
setninga eða setningabrota eru
alþjóðaeign, alheimshúsgangar,
sem er að finna í flestum mál-
um, koma sumir fyrir í elztu rit-
um, sem mönnum eru kunn.
Oft er það svo, að orðatiltæki
þessi eru ekki þýdd á viðkom-
andi mál, heldur hverfa þau inn
í málið, samlagast. Mjög er það
misjafnt, hve tungumál eiga
auðvelt með að gleypa erlend
orð og veita þeim fullán þegn-
rétt í málinu, lítt eða óbreyttum.
íslenzkan er eitt þeirra mála,
sem torveldlega geta samlagað
sér erlend orð óbreytt. Annað
tveggja verður að þýða orðin eða
— ef um nýja hluti eða hugtök
er að ræða — búa þeim nýjan
búning, íslenzkan búning, svo að
þau verði beygð sem íslenzk
orð, o. s. frv.
Fjöldi þeirra orðatiltækja, sem
lifa dágóðu lífi með erlendum
þjóðum á frummái sínu, heyr-
ist naumast hérlendis nema þá
af munni hinna menntaðri
manna. Einkum mun þetta eiga
við ýmis orðatiltæki, sem sögu-
legan (historiskan) bakhjarl
eiga og orðið hafa almennings
eign á 19. öld. Svo er t. d. um
franska orðatiltækið: Ou est la
femme? (Hvar er konan?) Upp-
haflega mun setningin hafa
hljóðað Cherchez la femme
(Sækið konuna. — Nefnilega
konu þá, sem er orsök þess er
fyrir hefur komið, er um afbrot
er að ræða!) Setningin í þessari
mynd kemur fyrst fyrir hjá
Alexandre Dumas, eldra í leik-
riti einu, en hann mun þó ekki
frumhöfundur hennar, heldur
stytt hana og gert munntamari,
og að þeirri gerð býr hún enn.
Fleiri dæmi mætti nefna, en
þess gerist naumast þörf.
Eins og áður er lauslega að
vikið, er allur fjöldi orðatiltækja
og talshátta alþjóðaeign, og
sennilegt er, að meiri hluti ís-
lenzkra orðatiltækja sé ekki ís-
lenzkur að uppruna, fjöldinn
samnorrænn, en inn í Norður-
landamál komin úr enn öðrum
málum.
Það var ákaflega algengt á
miðöldum, að slett væri latínu,
latneskum orðum og talsháttum,
jafnvel alþýða manna notaði þá
fjölda erlendra orða og orðatil-
tæki, önnur en þau, sem frá
dönsku voru runnin. Latínan sí-
aðist út til almennings frá
menntasetrunum, biskupsstól-
unum, og einkum kvað hennar
hafa gætt í næsta nágrenni við
þá. Auk þess varð íslenzkan fyrir
áhrifum frá ensku máli, en þó
einkum frönsku, hollensku og
þýzku máli, en viðskipti almenn-
ings við erlenda sjómenn voru
allmikil allt fram á 19. öld of-
anverða, en áhrifanna gætir enn
þann dag í dag. — Mörgum orða-
tiltækjum, sem komin eru inn í
málið úr latínu, hefur verið snið-