Heima er bezt - 01.08.1954, Blaðsíða 23
Nr. 8
Heima er bezt
247
annað, sem séra Jón Þorláksson
á Bægisá hefur ort, því að fátt
er nú almennings eign af því, er
hann kvað. Vísuna, sem þetta er
tekið úr, orti Jón um sjálfan sig
á gamals aldri. Hann þjáðist af
gigtveiki og helti síðustu ævi-
árin. Orti hann margt um fætur
sína og kallaði þá ýmsum nöfn-
um. Vísan er á þessa leið:
Hæðið þér ekki herrans þjón.
um heltina þó ég kvarti;
hægri fóturinn heitir Jón,
hitt er hann Kolbeinn svarti.
Ekki er mér kunnugt um, hví
hann kallaði hinn fótinn Kol-
bein svarta, — gaf honum nafn
Kolbeins stýrimanns hins orkn-
eyska, er aldavinur var Kára Söl-
mundarsonar.
Þú vagar eins og kálffull kýr,
sem komin er að burði. — Höf-
undur þessarar ljóðlína er lika
þj óðskáldið Jón prestur á Bægis-
á, en hendingarnar eru oft not-
aðar í kerskni. Jón kvað hafa
verið hestastrákur á alþingi, er
hann orti, þá 12 vetra, en þetta
var árið 1756. Kvað þetta vera
einhver fyrsta vísa Jóns, sem
mönnum er kunn. Hún er ort
um Björn hinn sterka úr Eyrar-
sveit við Breiðafjörð, drykkju-
mann mikinn, áflogahund og
mathák. Síðari hluti vísunnar
er á þessa leið:
álmaþundur orkurýr,
að þér fjandinn spurði!
í málsháttasafni Hallgríms
Schevings er málshátturinn
Seint vagar kálffull kýr, en ó-
sagt læt ég um, hvort eldra er.
Ekki er hœgt að gera öllum til
hœfis. — Á félagsheimili skipara
í Lúbeck, er reist var 1535 stend-
ur setning þessi, en hana er ann-
ars að finna í ljóði eftir Grikkj-
ann Theognis (6. öld f.K.), en
ljóðið var vel þekkt á Norður-
löndum, af því að það var prent-
að sem einkunnarorð á inn-
hverfu titilblaðs hinnar grísku
málfræði Bergs, sem mjög var
notuð áður fyrr.
Bíta í súra eplið. — Lúther
notaði þetta orðatiltæki. f prent-
uðu íslenzku máli mun það fyrst
koma fyrir í Huggunar bæklingi,
er Guðbrandur biskup Þorláks-
son þýddi; gefinn út á Hólum
árið 1600.
Nú er engin miskunn hjá
Magnúsi. — Hér er átt við Magn-
ús Guðmundsson, sem kallaður
var sálarháski (1764—1844).
Hann var mjög sér um hætti,
sem kunnugt er. Eitt sinn lagð-
ist hann út, að hann sagði, og
settist að á Hveravöllum í Kjal-
hrauni. Náði hann þar gimbur
grárri og hugðist sjóða sér til
matar. Jarmaði hún þá aumkun-
arlega og sagði, að því er honum
heyrðist: „Líf Magnús! Líf
Magnús!“ — Svaraði þá Magn-
ús: „Nú er engin miskunn hjá
Magnúsi". Síðan er talsháttur-
inn.
Vera Þrándur í Götu. — Þránd-
ur var bóndi í Götu, býli á Aust-
urey í Færeyjum og stóð hann
manna mest á móti Ólafi helga,
þá er hann tók að boða kristni í
Færeyjum. Talsháttinn má því
rekja til Færeyingasögu. Nú hef-
ur hann fengið almennt gildi,
Gata fær götu- eða stígsmerk-
ingu, en þrándur er hindrunin
í þeirri götu.
Sœlla er að gefa en þiggja. —
Talshátturinn mun gamall í ís-
lenzku (Sbr. Postulasöguna 20,
35). Vestur-íslenzka skáldið Ká-
inn bætti við hann, og er hann
með þeirri viðbót á flestra vör-
um:
Lesið hef ég lærdómsstef,
þótt ljót sé skriftin,
og sízt ég efa sannleikskraftinn,
að sælla er að gefa en þiggja —
á kjaftinn.
Sjaldan bítur^ gamall refur
nœrri greni. — Óvíst, hve máls-
hátturinn er gamall í málinu.
Hann kemur fyrir í málshátta-
safni séra Guðmundar Jónsson-
ar (1763—1836): Sjaldan bítur
gamall skolli nærri greni. Ann-
ars finnst hann í hinu enska
málsháttaasafni Rays, er fyrst
kom út 1670: The fox preys fart-
hest fram his hole. — Mjög fornt
er það að líkja mönnum við refi,
Kristur notaði t.d. orðið þannig,
um Heródes Antipas: Farið og
segið ref þessum (Lúk. 13,32).
Rauði þráðurinn. — Orðasam-
bandið varð algengt eftir að
Goethe í bók sinni Die Wahlver-
wandtschaften gat þess, að rauð-
ur þráður væri ívaf allra kaðla
brezka flotans, svo sem til marks
um eignarrétt hans. Annars var
algengt að hafa rauðan þráð
sem ívaf. Danski flotinn notaði
hann t.d. fram undir síðustu
aldamót. Saga rauða þráðarins
er samt eldri: En er hún skyldi
verða léttari, sjá, þá voru tví-
burar í kviði hennar. Og í fæð-
ingunni rétti annar út höndina;
tók þá ljósmóðirin rauðan þráð
og batt um hönd hans og sagöi:
Þessi kom fyrr í ljós (I. Mósebók
38, 27—28). Hér er þráðurinn
rauði notaður sem merki, sbr. og
Jósúabók 2,18. — Þess má líka
geta, að í íslenzkum fuglakvæð-
um er getið um „rauðan þráð um
nefið“, hvort sem hann á eitt-
hvað skylt við þetta eða ekki.
Lesa eins og skrattinn öíblí-
una. — Talshátturinn barst til
Norðurlanda á miðöldum. Líklegt
er talið, að hann sé orðinn til
úr þessari setningu hjá Sakes-
speare í Kaupmanninum i Fen-
eyjum, 1,3: The devil can cite
scripture for his purpose:
Fjandinn getur vitnað í bíblíuna
eftir hentugleikum.
Safnast til feðra sinna. —
Setninguna er að finna í II. Kon-
ungsbók 22,20: Fyrir því vil ég
láta þig safnast til feðra þinna..
Gyðingar jörðuðu ættingja sína
í fjölskyldugröfum, og því er svo
til orða komizt.
Komi það, sem koma vill. —
Orðtakið er gamalt í íslenzku og
styðst við álfatrúna. Á nýárs-
nótt höfðu álfar sig mjög í
frammi. Konur létu þá ljós loga
í hverju horni og sópuðu bæ
sinn sem bezt. Síðan áttu þær
að ganga út og kringum hann
(sumir segja um hann allan) og
segja: „Komi þeir, sem koma
vilja, veri þeir, sem vera vilja, og
fari þeir, sem fara vilja, mér og
mínum að meinalausu.“ Þetta
var kallað að bjóða álfum heim.
— í leikriti Shakesspeare, Mac-
beth, 1,3, stendur: Come, what
come may, komi það, sem koma
vill (Malthías þýðir ekki á þann
veg). Einhver leyniþráður gæti
verið hér á milli. Það er ýmislegt
líkt með Macbeth og álfasögun-
um íslenzku og hvorttveggja
hjátrúnni háð, en þess er þó að
geta, að setningin hjá Shake-
speare skipar naumast eins mik-