Heima er bezt - 01.08.1954, Qupperneq 24
248
Heima er bezt
Nr. 8
inn áhrifasess og íslenzka setn-
ingin.
Vera í essinu sínu. — Þennan
talshátt er að finna í flestum
málum Evrópu. Essi er komið af
latnesku sögunni esse: vera, sem
hér fær nafnorðsmerkingu. Orð-
ið og þar með talshátturinn hef-
ur komizt inn í íslenzku á mið-
öldum.
Að falla i stafi. — Þessi tals-
háttur er sóttur í iðnmálið
(beykisiðnina). Tunnur falla í
stafi, eins og kunnugt er, ef þær
standa lengi tómar og þurrar.
Líkingin er ákaflega skemmti-
leg. — Ekki mun talshátturinn
af alíslenzku bergi brotinn. Hann
er að finna í safni Peters Syv
fyrir 1700.
Vilja fjöll fœða, en verður af
hlœgileg mús. — Þessi talshátt-
ur er sögukjarni, sagan eftir
Esóp, endursögð af La Fontaine,
en fleyg hefur setningin senni-
lega fyrst orðið, er Kristján kon-
ungur 4. skrifaði eftir fundinn
við Axel Oxenstierne í Ulvsbáck
í febrúar 1629: „Fjöllin ætluðu
að fæða, en hlægileg, lítil mús
var í heiminn borin.“ — Setn-
ingu þessa er að finna í safni
Guðmundar prests Jónssonar,
sem áður er nefnt.
Betra er seint en aldrei. — Á
lat.: Potius sero quam nunquam;
kemur fyrir hjá Livviusi (59 f.K.
— 17 e.K.), ennfremur hjá Publi-
usi Syrusi, lítið breyttur, en hann
var samtíðarmaður Liviusar, er
því óvíst um höf.
Sporin hræða. — Á lat.: Vest-
inia terrent. —Esóp segir í einni
dæmisögu sinni frá refi, sem
ekki vildi heimsækja sjúkt ljón í
greni sitt, þrátt fyrir mjög vin-
samlegt boð. Var ástæðan sú, að
spor margra dýra, sem heimsótt
höfðu ljónið, mátti rekja að
greninu, en aftur á móti engin
frá því. Út af þessari sögu varð
svo til latneska orðtakið.
Seint koma sumir en koma þó.
Þetta orðatiltæki gæti verið sótt
í Die Piccoomini 1,1 eftir Schill-
er, en þar segir: Spát kommt Ihr,
doch Ihr kommt! Der weite Weg
entschuldigt Euer Sáumen, seint
komið þið, en þið komið þó! Hin
langa leið afsakar töf ykkar.
Kaupa köttinn í sekknum. —
Að uppruna orðatiltækisins er
ýmsum getum leitt. Sumir eigna
Ugluspegli (Eulenspigel; kom út
Úr aldargömlum blöðum:
Loftsýnir — læknis-
lyf — beinafundir
................................................
Árið 1854 komu aðeins út tvö blöð í Reykjavík, Þjóð-
| ólfur, sem hafið hafði göngu sína fyrir sjö árum sem
„hálfsmánaðar og vikublað íslendinga“, en Ingólfur var
I þá á öðru árinu. En þótt blöðin væru smá, fá og strjál
útkoma þeirra, voru þau skuggsjá aldarinnar eins og í
dag. í þá skuggsjá er ekki ófróðlegt að líta öld siðar, því
I að það er kunnara en frá þurfí að segja, að allt er breytt,
1 sem áður var. Heima er bezt mun reyna að flytja nokkrar
í glefsur úr aldargömlum blöðum við og við, og er þá bezt
I að líta í ágústblöðin 1854.
niiiiiiiiiiiininiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiinminiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiniiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiminif
„Fleygst hefir að norðan sá
orðasveimur, að ráðskona amt-
mannsins á Friðriksgáfu hafi al-
ið barn og kennt bóndasyni þar
í grennd, og er það varla í frá-
sögu færandi; hitt er merki-
legra, ef satt væri, sem barst þar
með, að barnsfaðirinn hafi orðið
200 rdd. ríkari á burðardegi
barnsins, og hefir þá merkilega
ræst á honum orðtækið „gefur
guð björg með barni“, en „allt-
jend segja mennirnir til sín“.
(Þjóðólfur)
á ísl. 1934), sem á að hafa saum-
að kött inn í héraskinn og selt
sem héra. Annars er kötturinn í
sekknum nefndur í frönsku
kvæði frá 14. öld, hvort sem
skáldið hefur fengið hugmynd-
ina frá Ugluspegli, sem mun
hafa látizt um 1350. Englending-
ar tala líka um að sleppa kettin-
um úr sekknum, sem þá þýðir að
ljósta upp leyndarmáli, en upp-
runinn á þá að vera sá, að bænd-
ur hafi borið ketti í sekkjum til
markaðs og reynt að selja sem
grísi.
Svo lengi sem lifir. — Sóloni
(7. öld f.K.) er eignað orðatil-
tækið.
Allt er, þegar þrennt er (eða:
þá er allt, þegar þrennt er). —
Ekki veit ég, hve gamall þessi
talsháttur er í málinu, en ég
hygg, að höfundur hans hafi
upphaflega haft í huga heilaga
þrenningu, er hann varð til. En
ekki er þetta annað en getgáta.
Vera milli vonar og ótta —
kemur fyrir hjá Virgli.
Að setja sig á háan hest. —
Við höfum talsháttinn frá Dön-
um, en Danir frá Frökkum:
Monter sur ses grands chevaux,
og er frá riddaratímanum. Þeg-
ar bardagar voru í aðsigi, sáu
skjaldsveinarnir ekki einungis
um ferðahesta riddaranna, held-
ur og stríðsfákana, sem voru
hærri hinum. Þegar búast mátti
við orustu, voru þeir færðir ridd-
urunum ,sem fóru á bak þeim til
þess að vera albúnir til víga. —
Sennilega er að sitja á háhesti af
sömu rótum runnið.
Ekki er allt gull, sem glóir. —
Þýðing á latneskum talshætti,
sem óvíst er um uppruna á.
Það er of seint að byrgja
brunninn, þegar barnið er dottið
ofan í. — Málshátturinn er af
erlendum rótum runninn, er til
á mörgum málum með ýmsum
afbrigðum. Tunnicius notar
hann t.d. 1514.
Framh. i nœsta blaði.