Heima er bezt - 01.08.1954, Síða 26
250
Heima er bezt
Nr. 8
Hann sagSi fátt og Geirmundur yrti heldur ekki á
hann.
— Jú, hreindýrin voru þarna í nándinni. Vind-
urinn stóð úr réttri átt. Þetta leit ekki illa út. Tutt-
ugu til þrjátíu dýr kannske.
— En byssan mín er ónothæf, sagði Geirmundur
dálítið snúðugt.
— Mín líka, svaraði Jens í sama tón.
— En þú talaðir um gildru, skaut Ingólfur inn í.
— Já, já, vertu bara rólegur--------
Þá er Jens hafði hitað reynitrésstofn einn yfir
eldinum svo að hann var orðinn beygjanlegur,
læddust þeir gætilega inn í gegnum þröngan dal.
Hann var nærri því eins og hlið, en breikkaði
eftir því sem nær dró dalbotninum. í dalnum var
fullt af stórum klettum, sem höfðu hrunið úr hlíð-
unum. Ef þeim skyldi nú takast að reka flokkinn
ofan í dalinn, þá------
— Þá getum við legið á brúninni og rotað dýrin
með steinkasti, sagði Ingólfur ákafur.
— O, ekki lízt mér á það, sagði Jens. Hreindýrin
ganga ekki svo hæglega í gildruna, geturðu reitt
þig á. Og ef hópurinn hefur orðið hræddur og kem-
ur á fleygiferð niður í skarðið hérna, reynir hann
að komast upp hlíðina en hleypur ekki beint inn
í stórgrýtið. Og einasta leiðin upp úr dalnum er
að fara upp klettahrygginn þarna, sem nær alla
leið upp á brún. Og þar á gildran að vera.
Hryggurinn var eins og upphækkaður vegur
nærri upp á brúnina. Neðst var hann breiður og
flatur en mjókkaði eftir því sem ofar dró og efst
hvarf hann inn í skaflana, sem slúttu fram yfir
brúnina. Miðja vega átti gildran að vera. Jens
stakk rótarenda trésins inn í glufu í klettinum,
svo að það lokaði leiðinni eins og bóma, einn metri
á hæð. Nú tóku þeir allir á og sveigðu tréð, svo að
toppurinn náði inn að hamrinum. Þar festu þeir
krónuna um steinnibbu. Reipið bundu þeir við
krónuna. Þegar hreindýrahópurinn kæmi hlaup-
andi, myndu þau fremstu steypast niður skaflinn
og festast í reipinu. Myndu þeir þá geta unnið á
þeim.
Geirmundur skalf af ótta þegar honum skildist,
hvernig Jens ætlaði að fara að þessu. Ingólfur lá
á brúninni og starði niður á þennan hættulega
dýraboga.
— Jæja, þá verðum við að hefjast handa, sagði
Jens. Tveir okkar læðast suður fyrir og fara að öllu
sem gætilegast. Þeir styggi hópinn og sveigi hann í
áttina hingað. Hinn þriðji verður að passa reipið
og kippa bómunni burt, þegar síðasta dýrið er
komið fram hjá.
Hann leit á drenginn. — Þú passar reipið, sagði
hann. Orðin voru eins og þau væru höggvin í
stein. Það var engin leið önnur. Það kom kökkur
í hálsinn á drengnum, hann draup höfði, sagði
ekki eitt orð.
— Og við báðir, sagði Jens við Geirmund, við
læðumst fyrir hópinn-------
í sömu andrá kemur atvik fyrir.
Klaufir mylja skarann, horn og fætur rekast á.
-----Sem grá alda kemur hreindýrahópurinn æð-
andi gegnum skarðið, kroppur við kropp, hornin
eins og lifandi skógur. Snjórinn stendur eins og
reykur umhverfis hópinn. Hraðinn eykst og eykst.
Mennirnir þrír á brúninni vörpuðu sér niður í
snjóinn og störðu á þennan hafsjó af mat. Þeir
skulfu, fundu engin orð. Hópurinn hafði fælzt við
eitthvað og kom nú einmitt þá sömu leið, sem þeir
ætluðu að reka hann.
Hinn stóri hópur nemur staðar niðri í skarðinu.
Steinarnir og stórgrýtisurðin lokar leiðinni. Hætt-
an getur leynst bak við stórgrýtið. Forustuhreinn-
inn, stór og sterkur tarfur, snýr við og hleypur upp
í skarðið og hópurinn eltir. Tarfurinn lætur sem
hann sjái ekki djúpið. Vindurinn er á eftir honum
og hann virðist þefa hættu í nánd.
— Togaðu í reipið! hvíslar Geirmundur um leið
og tarfurinn fer fram hjá. Hann dregur andann ótt
og títt. Ingólfur hefur kropið inn að Jens og held-
ur fast í skinntreyjuna hans.
En Jens virðist taka þessu öllu rólega; hann
heldur um reipið.
Dýr eftir dýr fara framhjá og hlaupa lengra
upp í skarðið, sem beygir nú meðfram hamraveggn-
um. Hópurinn er líkastur grárri móðu, sem streym-
ir upp á móti. Andi dýranna stendur eins og þoka
kringum höfuð þeirra. Tarfurinn á undan en
hættan bak við hópinn. Áfram, áfram------
— Dragðu reipið að þér! hvæsir Geirmundur
inn í eyrað á Jens.
Jens lítur til hliðar. Andlit hans er eins og meitl-
að í stein og svitinn bogar af honum. Hann reynir
að brosa, en brosið verður aðeins að kipringi á vör-
unum. — Hæðnisbros! hugsar Geirmundur. Þú ert
alltaf eins og pelabarn, og þú ert hræddur eins og
stelpa, en hann liggur þarna með reipið og er
karlmaður! Og hlær að þér----------.
Á sama augnabliki og síðasta hreindýrið nær
reynitrésboganum, steypist tarfurinn út yfir snjó-
hengjuna. Dýrin steypast eins og skriða fram af,
sum tvö saman, fleiri í einum hóp, því að alltaf
er rekið á eftir þeim af hópnum á eftir, enginn
veit neitt fyrr en klaufir þeirra renna á hálum
ísnum og allt fer á fleygiferð og engin björg ná-
lægt------.
Fimm dýr sjá hættuna og standa skjálfandi á
klettasyllunni. Síðasta dýrið er tarfur með stóran
hornbúnað. Hann er orðinn forustuhreinn; hann
skilur allt í einu hættuna, sem framundan er.
Hann snýr snöggt við og hleypur niður hlíðina,
hleypur fram hjá reynitrénu, gildrunni. —-------
Það var engu líkara en að slanga stæði stíf í
loftinu frá trénu og upp að svellhengjunni, þar
sem mennirnir lágu — reipið slöngvaðist út í loftið,
hitti tarfinn og næsta dýr og sópaði þeim ofan í
djúpið. Hin þrjú fóru sömu leiðina.------