Heima er bezt - 01.08.1954, Blaðsíða 27
Nr. 8
Heima er bezt
251
I nokkrar mínútur hafði verið dómadagshávaði.
Nú varð allt kyrrt, ekkert hljóð, ekkert dýr. Bóman
stóð beint út frá hamraveggnum og sveiflaðist
upp og niður.
Geirmundur Stóð strax á fætur og ætlaði að
hoppa niður á sylluna, en Jens greip í handlegg-
inn á honum. — Bíddu dálitla stund! Fleiri koma
á eftir. Hann lét Ingólf halda í reipið meðan hann
stökk niður og sveigði tréð niður svo að það lokaði
fyrir einstigið. Síðan gekk hann upp á brúnina og
settist niður og beið. — Hreindýrin hafa styggst,
en hvað hefur styggt þau?
Frá brúninni gátu þeir ekki séð neðsta hluta
syllunnar, en engu að síður var eins og þá grun-
aði, að þar væri eitthvað óvenjulegt á ferð. Ing-
ólfi virtist í svip sem hann heyrði marr í snjónum,
en það var stinningsvindur, svo að erfitt var að
hlusta. Þeir höfðu ekki augun af staðnum, þar sem
syllan beygðist um horn í hamraveggnum. Snjór-
inn fauk yfir hjarnið og myndaði smáfannir
kringum þá. í fjöllunum í suðri heyrðu þeir lang-
dregin gól, en það var of langt burtu, til þess að
það hefði getað styggt hreindýrahópinn.
— Þarna! segir drengurinn. — Þarna kemur það,
sem styggði þau!
Og nú kom orsökin i Ijós. Þetta, sem hafði gert
hreindýrin alveg tryllt. Nú var það á syllunni. Kom
að gildrunni. Drottinn minn! í svörtu pilsi, með
grátt sjal, hvíta vettlinga og rauða skotthúfu.
Geirþrúður!
Mennirnir urðu utan við sig. Eftirvæntingin og
óttinn breyttist í hlátur — þeir hlógu af þessari ó-
væntu sjón, þangað til þeir voru að því komnir að
springa.
— Ég veit ekki, sagði Geirmundur, kannske ætt-
um við að sleppa henni fram hjá okkur?
— Auðvitað! sagði Ingólfur.
— Nú, sagði Jens hlæjandi, ég er ekki svo viss
úm það!
Geirþrúður hafði fylgt hreindýraslóðinni. Hún
hafði ætlað að ná mönnunum, en hafði villst of
langt í suður. Þá er hún sneri við, hafði hreinhóp-
urinn orðið var við nálægð hennar. Sjálf hafði hún
ekki séð eitt einasta dýr, en fylgdi hún slóðinni,
myndi hún fyrr eða síðar hitta mennina, hafði hún
ályktað. Henni fannst það dálítið óskemmtilegt að
klífa upp hlíðina, en þar sem hreindýrin komust,
kæmist hún sennilega líka, hugsaði hún.
— Nei, nei, þetta er ekki óhætt, hvíslar Geir-
mundur. Ef reynitréð skyldi nú losna af sjálfu sér?
Það er nóg ef hún bara hreyfir við því, þá sveiflast
það ofan á hana.
Jens var einnig mjög uggandi. Hann lagðist á kné,
eins og hann ætlaði að hrópa á hana, en gat ekk-
ert sagt. Skelfingarsvipur kom á andlit hans.
— Það verður að ganga eins og verkast vill, hvísl-
aði hann.
Hinir stóðu upp til að sjá, hvað hann átti við —
og stóðu eins og steingerðir.
Lengra niðri á syllunni var eitthvað á hreyfingu.
Eitthvað grátt, sem þræðir í spor hennar! Tveir
soltnir úlfar hafa verið á eftir hreindýrahópnum.
En þessi svarta og rauða vera? Þeir læðast fast
meðfram hamrinum.
— Við — við verðum að hræða þá. Við veltum
steinum niður! hvæsir Geirmundur.
— Þei! hvíslar Jens.
Geirþrúður sér ekkert óvenjulegt. Hún sér ekki
reipið sem liggur upp hamrana og heldur ekki reyni-
tréð, sem hahgir þarna eins og kylfa dauðans, til-
búið að sópa öllu kviku ofan í djúpið. Hún sér að-
eins hreindýrasporin. Ný spor — þeir geta ekki ver-
ið langt undan. Og hægt og rólega fer hún fram hjá
dauðanum, sem situr um hana.
En hún nemur staðar. Hvaða leið á hún að fara?
Skarðið verður æ mjórra. Getur þetta verið rétt?
Hún lítur aftur fyrir sig-----og hljóðar upp yfir
sig. Hún ætlar að hlaupa, en angistin lamar hana
svo að hún kemst ekki úr sporunum. Hún baðar
höndunum hjálparlaust út í loftið og veifar ein-
hverju burt frá sér, eins og það séu draugar.
Úlfarnir læðast nær. Hungrið rekur þá áfram,
enda þótt þeir séu skjálfandi af ótta.
Hún ætlar að æpa, en það er eins og hálsinn sé
lokaður. —
Þá gerist nokkuð óvænt. Jens kippir í reipið og
rétt á eftir fellur reynitréð á móti úlfunum og sóp-
ar þeim út af syllunni. Þeir hvirflast út í loftið
eins og tvö svört strik og falla niður í urðina hér-
umbil samtímis. Brothljóð heyrist, þegar kroppar
þeirra malast í urðinni.
Geirmundur hljóp á móti konu sinni. Hún lá á
snjónum, en gat aðeins greint hann áður en hún
missti meðvitundina.
XVI.
Að afhallandi degi kom einkennileg lest upp
hinn eyðilega Einidal. Geirmundur í Króki gekk
fremstur. Tómhentur. Á eftir honum koma flestir
hinna nauðstöddu í sveitinni. Húsmennirnir. Ey-
steinn í Einihlíð ásamt dóttur sinni. Þau draga
eldiviðarsleða. Þarna er Arendt á Ytribæ með
skíðasleða. Og Pétur á Klukkuhæð, Óli Tovmoen
með Karenu dóttur sinni. Og svo er Þorleifur gamli
með konu sinni, og margir fleiri. Allra síðast er
Guðlaug gamla hans Guðmundar blinda. Allir eru
með tóma sleða og ganga þögulir og hæglátir, eins
og þeir væru á leiðinni til kirkju.
Hjá Króki beygir ferðafólkið upp í birkiskóginn
og gengur í sneiðingum upp hlíðarnar. Geirþrúður
hefur nú slegizt í hópinn. Hún gengur við hlið
Guðlaugar og hjálpar henni að draga sleðann. Skar-
inn brotnar undir fótum þeirra svo að marrar í,
og það ískrar í sleðameiðunum.
— Ég get varla trúað, að það sé satt, hvíslar
Guðlaug.
— Ja, það er næstum því kraftaverk. Hefði ég
ekki séð það sjálf, þá — sagði Geirþrúður.
— Þrjátíu og tvö hreindýr, segir Geirmundur.
— Ja-á, eitthvað nálægt því. Þau lágu í kös, svo
að það var erfitt að telja þau.
Guðlaug gengur þögul dálitla stund. Hún lítur
öðru hverju útundan sér til Geirþrúðar. — Það er
undarlegt að hugsa sér svo mikinn mat í einni
hrúgu.
Geirþrúður svarar ekki. Hún spyrnir fótum við