Heima er bezt - 01.03.1955, Síða 3

Heima er bezt - 01.03.1955, Síða 3
Nr. 3 Heima er bezt 67 Kristmundur Bjarnason: Einn á jaka norður í Dumbshaf Á fyrri hluta 19. aldar reisti sá maður bú á Fannlaugarstöðum1) í Laxárdal í Skagafirði, er Sig- urður hét Gíslason og kallaður var trölli. Hann var sonur Gísla nokkurs Gunnarssonar á Gvend- arstöðum í Víðidal í Staðarfjöll- um. Gvendarstaðir eru nú löngu komnir í eyði, og eins Fannlaug- arstaðir, en þá byggði Sigurður trölli úr eyðilandi laust eftir 1820 og bjó þar til dauðadags 1851, en ekkja hans Ingibjörg Vigfús- dóttir mun hafa setið jörðina fram á árið 1852. Fór hún þá í eyði og hefur ekki verið í byggð síðan og er nú afréttarland. Ýmsar sögur gengu af Sigurði þessum á 19. öld, en hann var maður forn í skapi, sérvitur, en skynugur, fékk fremur slæmt orð á sig, enda mun hann hafa ver- ið harður í skaplyndi og illur við- urskiptis. Ég set hér eina sögu af Sigurði, eins og hún er skrá- sett af séra Þorkeli Bjarnasyni á Reynivöllum, en hún finnst einnig í þáttum Gísla Konráðs- sonar. Sagan birtist í ritgerð eft- ir séra Þorkel, Fyrir fjörutiu ár- um, og kom hún út í Tímariti hins ísl. Bókmenntafélags árið 1892. „Á Fannlaugarstöðum í Göngu- skörðum bjó á æskuárum mínum Sigurður nokkur, er kallaðist „Trölli“, og hafði hann búið þar alllengi. Hann var maður efnað- ur, en snyrtimaður enginn. Ein- hverju sinni um vetur lagðist hjá honum vinnumaður séra Jóns Péturssonar prests að Höskulds- stöðum 1817—1839, sem var þar á ferð, og sendi hann eftir presti til að þjónusta sig. Prestur fór, og er hann kom að Fannlaugar- stöðum, tók Sigurður honum með mestu virktum, því að hann var ekki vanur, að slíka gesti bæri að garði sínum. Leiddi hann nú prest til baðstofu, en um hana þvera var slíkur biti, sem áður J) Bærinn er sums staðar nefndur Fann- lagastaðir, en eigi hef ég séð það nafn í kirkjubókum. er lýst.1) Sigurður skreið undir bitann, að vanda hinn fimasti, en presti, sem Sigurður vildi koma inn á hjónarúmið, þótti það heldur óárennilegt og kaus fremur að fara yfir hann. Gryllti þá Sigurður einhverja flík á bit- anum, sem hann þóttist viss um, að væri spjarir af kvenfólkinu. Kippir hann nú í flíkina af meg- inafli og kallar upp hátt og snjallt um leið: „Hef ég ekki bannað ykkur, stúlkur, að hengja af ykkur druslurnar á bitann, þegar almennilegt fólk er komið.“ En þetta var raunar frakkalaf prests, sem Sigurður reif þvínær af. Séra Jóni, sem var spakmenni hið mesta, varð það eitt að orð- um: „Þetta er nú mér meðfylgj- andi, Sigurður minn.“ Prestur var sökum illviðris að gista hjá Sigurði um nóttina og fékk hangikjöt og annað sveitasæl- gæti til snæðings. En helzt til þótti Sigurði prestur hæverskur, því um kvöldið, er til rekkju var gengið, benti hann honum upp í moldarskot, er var i veggnum fyrir ofan rúmið og segir: „Hérna er bollinn yðar, séra Jón, ef þér viljið fá yður bita í nótt.“ — Gísli Konráðsson segir Signrð hafa vakið klerk með þessu um nóttina, er hann fékk sér bita. — Er þessi saga tilfærð hér til að sýna fram á, hvernig háttað hafi til hjá Sigurði bónda. Vera má, að sögur um hann séu eitthvað ýktar, eins og gengur, en þó mun fótur fyrir þeim sumum, að minnsta kosti. Ekki átti Sigurður barn með konu sinni, Ingibjörgu, enda mun hún hafa verið öldruð, er hann átti hana. En griðkona hans, er Guðrún hét, ól börn nokkur; urðu flest föðurlaus og ekkert kenndi hún Sigurði, þótt 1) „Var a stundum biti um baðstofuna þvera til að halda henni saman, sem náði mitti eða því nær, og skriðu eða smugu þeir undir bitann, sem inn fyrir eða fram fyrir þurftu að fara,“ segir séra Þorkell. menn hefðu fyrir satt, að hann ætti þau jafnvel öll. Einn son sinn, Vigfús, vildi hún helzt kenna huldumanni eða úti- legumanni og varð hann aldrei feðraður og framan af ævi skrif- aður Guðrúnarson, en síðar Hansson. Alþýða manna nefndi hann Þokuson, því að Guðrún sagði presti sínum, séra Birni Arnórssyni, að hún hefði verið við grös frammi í Tröllabotnum, er hann kom undir. Skall skyndi- lega yfir þoka mikil; kom þá til hennar maður, er hún kenndi ekki, og átti leik við hana. Sennilega hefur Sigurður trölli fengið Guðrúnu til að bera þetta, enda ekki þótt með öllu ótrúlegt, ef mark má taka á ummælum séra Þorkels á Reynivöllum, en hann segir svo í áðurnefndri Tímaritsgrein: „Bezt grasaveður voru hægar vætur eða þokur, — en varlega varð að fara í þokunum, því að ef stúlka villtist frá hópnum, eink- um ef hún var ung og frið, var hætt við að huldumaðurinn eða útilegumaðurinn hitti hana, en það þótti áhætta.“ Þessi sögusögn hefur og vafa- laust orðið til þess, að Guðrún hefur fengið af hreppnum með þessum dreng sínum, og er senni- legt. að Sigurður hafi reiknað með þeim tekjuauka, um leið og hann firði sig hjúskaparbroti, en á þeim var í þá daga tekið harð- ar en nú. Gísli, faðir Sigurðar, var talinn lögfróður nokkuð, og er ekki ósennilegt, að Sigurður hafi kunnað fyrir sér í lögum, enda þess ekki getið, að hann væri maður heimskur. Við manntal á Fannlaugar- stöðum árið 1829 fær Guðrún Jóhannesdóttir þenna vitnisburð hjá presti sínum: „21 árs. Staut- ar. Ei vel uppfrædd, ókostgæfin I andlegu efni.“ Árið 1832 er vitn- isburðurinn á þessa leið: „Staut- ar, dauf, lítið þenkjandi." Árið 1835: „Les nokkuð, sára skiln- ingsdauf, skeytingarlítil." Versn- ar nú vitnisburðurinn heldur,

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.