Heima er bezt - 01.03.1955, Qupperneq 6

Heima er bezt - 01.03.1955, Qupperneq 6
70 Heima er bezt Nr. 3 var út af Skaga, en formaður á honum var árið 1879 Sigurður Víglundsson hreppstjóri, síðast á Skefilsstöðum. Bátur þessi fórst með allri áhöfn 8. nóvember 1879 norður af Hvalneshöfða. Á bátn- um voru auk formanns, Þor- steinn Benónýsson, fimmtán ára gamall, Jóhannes Einarsson og svo Jóhannes Oddsson, en fleiri kunna bátsmenn að hafa verið, þótt ég viti það ekki. Það átti því fyrir Jóhannesi að liggja að drukkna, eins og æsku- félagi hans, Jón Bergþórsson. Jó- hannes var þá löngu kvæntur (1857), en aldrei stofnuðu þau hjón til búskapar, en voru víða í vinnumennsku og húsmennsku, og er Jóhannes vinnumaður á Gauksstöðum, er hann drukkn- ar. Þau hjón eiga afkomendur í Skagafirði, vandað fólk og vel látið. Þetta, sem hér hefur verið rak- ið, er í flestum atriðum ákaflega hversdagslegt — eða var, öllu heldur. En mér finnst það eftir- tektarvert í þessu sambandi, að vandræðamenn þeir, sem hér koma við sögu, eru meiri og minni munaðarleysingjar, föð- urleysingjar hrakningsmenn. Um Jón er það að segja, að hann naut ekki heldur móður sinnar, og báðir þessir menn fóru á mis við uppeldi í bezta skilningi orðsins. Má því vafalaust dæma þá nú vægari dómi en samtíð þeirra gerði, jafnvel sýkna þá með öllu, en láta sökina falla á hendur samtíð þeirra, sem búin vár þeim brestum, sem við erum ekki laus- ir við enn í dag: að þurfa að hafa einhvern til að níðast á, leitast við að leyna bjálkanum með því að benda á flísina. Guðrún Jóhannesdóttir, Sig- urðssonar frá Steini er enn kunn í skagfirzkum munnmælum, en færri munu þó kannast við hana undir fullu nafni, því að samtíð hennar valdi henni nafnið Fannlaugarstaða-Gunna, en fað- ir hennar hafði viðurnefnið álftarleggur. Á dögum Guðrúnar var það ekkert einsdæmi, að efn- aðri bændur lyftu vinnukonum sínum upp í húsmóðursess að eiginkonum sinum lifandi, að minnsta kosti var þeim um- komulausari oft skylt að vera fótaþurrka húsbónda síns, og þegar komið var út á svo hálan ís, varð naumast aftur snúið, enda oft svo, að fátækar vinnu- konur áttu að litlu að hverfa, ekki hvað sízt, er þær voru aldar upp á flækingi, en sá þótti hólp- inn á þessum tímum, sem gat skapað sér það öryggi að hafa nokkurn veginn í sig og á. Það er eftirtektarvert, þegar athuguð er saga ýmissa vand- ræðamanna og kvenna á 19. öld, hve stór sá hópur er, sem alger- lega hefur farið á mis við upp- eldi í foreldrahúsum eða orðið hefur að sæta því, að allt væri á huldu með faðerni þeirra. Er slíkt raunar merkilegt rannsókn- arefni, því að sagan um vanda- laus börn — eða verra en það — er alltaf jafnný. Það er víst eitt- hvað til í því, sem segir í barna- lærdómi Jóns Bergþórssonar: að mennirnir séu ekki svo góðir, sem þeir ættu að vera og að allir hafi sína bresti, og er það ekki hin næma samúð umkomuleysingj - ans, sem kemur fram hjá Jóni, er hann botnar greinina með því að lýsa yfir, að nafni hans í Kálf- árdal hafi selt hann Lýsing sirm fyrir spað? — Á dögum Jóns seldi fjöldinn allur af umkomulausu fólki sig — fyrir spað. (Heimildir: Saga Skagstrendinga og Skagamanna, Sagnaþættir Gísla Konráðs- sonar, Tímarit Bókmenntafélags XII. árg., Annáll nítjándu aldar, II., Þjóðólfur 1855, bls. 89, Jarða- og búendatal í Skagafjarð- arsýslu, kirkjubækur og ýmis rituð gögn í Héraðsskjalasafni Skagafjarðar.) Kristm. Bjarnason. HAMLET Eins og kunnugt er, hafa bók- menntafræðingar lengj deilt hart um, hver Shakespeare hefði verið. Sumir töldu, að hann hefði aldrei verið til, eða væri að minnsta kosti ekki höfundur leikrita þeirra, sem við hann eru kennd. Ástæðan til deilna þess- ara var sú, að sára lítið er vitað um Shakespeare. En nú eru deil- ur þessar að mestu fallnar nið- ur, og bókmenntamenn virðast vera á eitt sáttir um, að Shakes- peare sé í raun og veru höfund- ur þessara snilldarverka leik- sviðsins. Leiðrétting Þau leiðu mistök urðu við prentun kvæðis Jóhannesar úr Kötlum, „Ljóð um Laxárdal", sem birt er á bls. 26 í janúar- hefti HEIMA er BEZT þ. á., að fallið hefur niður lina í fyrsta erindi kvæðisins, 6. lína í fyrsta erindi, svohljóðandi: (Ennþá á ég rósareit) „rauðan innst við hjarta þitt“. Erindið í heild er því þannig: Laxárdalur, ljúfa sveit, litla blómaríkið mitt! Hvergi ég í veröld veit vinarbrjóst svo fagurlitt. Ennþá á ég rósareit rauðan, innst við hjarta þitt. Laxárdalur, ljúfa sveit, litla blómaríkið mitt! Þetta eru lesendur ritsins góð- fúslega beðnir að athuga um leið og kvæðið er lesið. Það er engin ný bóla, að aðrar þjóðir vilji eigna sér afreksmenn á sviði lista og vísinda, og höfum við íslendingar orðið að finna smjörþefinn af slíku. Eins og gefur að skilja, hafa Englend- ingar heldur ekki mátt eiga Shakespeare í friði, eins og ljóst er af því, er hér fer á eftir. Eitt sinn gerði ítalskur próf- essor tilraun til þess að ræna skáldinu frá Englendingum og samdi rit eitt mikið til stuðnings kenningu sinni, sem þótti all- nýstárleg á sínum tíma. Hann reyndi nefnilega að sanna, að Shakespeare hefði verið ítali. Hann hefði raunverulega heitið Michelangelo Florido. Hefði hann ort nokkur kvæði og látið birta í heimalandi sínu, en kvæðin höfðu verið þannig, að þau hefðu komið í bága við skoðun yfir- valdanna, en þá var ritskoðun i landi og yfirvöldin höfðu ná- kvæmar gætur á öllu, sem birt- ist á prenti. En þetta var ástæð- an til þess að Florido varð að flýja land og lenti til Englands. Þar náði hann heimsfrægð, því að úr kvæðum þeim, sem höfðu orðið þess valdandi að hann varð landflótta, gerði hann bók eða raunar smákver, sem hann nefndi Hamlet.

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.