Heima er bezt - 01.03.1955, Page 9
Nr. 3
Heima er bezt
73
Frá liðinni tíð.
Frá Eyrarbakka.
Lengi var Eyrarbakki þorp af torfbæjum kringum verzlunarhúsin, sem voru byggð að dönskum hætti, en svo var háttað í flestum
verzlunarstöðum hér á landi. Til að sjá hafa torfbæirnir án efa verkað nokkuð lágkúrulegir í samanburði við timburhús hinna „dönsku
hönd!ara“, og ef til vill hefur það gert sitt til þess að efla minnim áttarkennd almúgans gagnvart hinum almáttuga kaupmanni. —
Myndin hér að ofan sýnir bæi á Eyrarbakka. Eru þeir í hinum gamla sveitabæjastíl, vinalegir og hlýlegir að sjá. En nú eru þeir horfnir
af sjónarsviðinu og verða brátt ekki til öðruvísi en í byggðasöfnum þeim, sem verið er að koma á stofn í sumum héruðum landsins.
að verða eitthvað flóknara í
raunveruleikanum.
Einfalt dæmi um ástmyndun.
Segjum sem svo, að innhverf
skólastúlka á aldrinum 15—20
ára gleymi skólanestinu sinu
einn góðan veðurdag. Pilturinn,
sem situr við hlið hennar, skipt-
ir nestinu sínu á milli þeirra.
Vinsemd piltsins gerir stúlkuna
glaða og gleði hennar er bundin
við hann. í fyrsta skipti á ævinni
gefur hún honum nánar gætur
og sér, að hann er laglegur. Þeg-
ar hann fer, saknar hún hans, en
þegar hún síðdegis sama daginn
fer út á akurinn, sem henni
finnst fallegur, gleymir hún
piltinum. Þegar þau hittast
næsta dag, verður hún glöð, þau
ræðast við og hún verður þess
vör, að hann er skemmtilegur.
Þegar þau skilja, verður henni
svo þungt í hug, að hún gleymir
að taka eftir sólskininu og fugla-
söngnum.
Þriðja daginn fara þau í
gönguför saman, en pilturinn
verður þá fyrir þvi óhappi að
mannýgt naut ræðst að honum
og eltir hann. Stúlkan verður
mjög skelkuð.
Fjórða daginn getur hún ekki
reiknað nokkur dæmi og fer að
leita að piltinum til þess að biðja
hann hjálpar Meðan hún leitar
skiptast von og órói á í huga
hennar. Nú er geðstefnan farin
að myndast og hún stjórnar nú
gerðum stúlkunnar. Á kvöldin
býr hún til ýmsar sögur um það,
hvert hún þurfi að fara, en í
raun og veru er hún með pilt-
inum. Félagarnir taka nú eftir
því, að hún er orðin ástfangin
og fara að stríða henni. í geð-
stefnunni felst, að hún taki sér
aðeins gagnrýni hans mjög
nærri og hún lætur sér líka á
sama standa hvað félagarnir
segja meðan allt er nýtt, en
smám saman fer stríðni þeirra
að orka á hana. Hún gerir sér
þó brátt ljóst, að hún hefur
skyldur gagnvart piltinum og
má ekki láta striðni annarra á
sig fá og henni tekst lika smám
saman að láta sér á sama
standa hvað aðrir segja. En um
leið og henni hefur tekizt að
láta stríðni félaganna eins og
vind um eyrun þjóta, hefur hún
einnig brynjað sig gegn því að
láta skoðanir lýðsins hafa á-
hrif á sig í framtíðinni.
Þótt þetta dæmi sé afarein-
falt sýnir það þó hvernig geð-
stefnan myndast smátt og
smátt úr ýmsum tilfinningum
og kenndum. Við getum sam-
tímis gert okkur ljóst, að ást er