Heima er bezt - 01.03.1955, Síða 12

Heima er bezt - 01.03.1955, Síða 12
76 Heima er bezt Nr. 3 þingismanns i Kaupmannahöfn“, varð félagið fyrst til að kveða upp úr um að almennur fundur í minningu þess, að landið hefði verið byggt í tíu aldir og jafn- framt til að ræða ýms umvarð- andi landsmál, skyldi haldinn á Þingvöllum við Öxará dagana 5.—7. ágúst ásamt almennri fagnaðarhátíð. En svo illa tókst til, að yfirlýsing þessi, er mun hafa verið samin um miðjan apríl úti í Höfn, barst ekki hing- að eða að minnsta kosti ekki út um suma landshluta hér fyrr en í júníbyrjun. í millitíðinni höfðu ýmsir merkir Norðlendingar tek- ið sig saman og ákveðið annan dag, óvitandi ákvörðunar Þjóð- vinafélagsins. Sá dagur var Þingmaríumessa, sem alþingi kom jafnan saman á að fornu og er miðdagur ársins. Bar hann upp á 2. júlí. Rituðu þeir áskor- un þessu viðkomandi um allt land. En nú höfðu Sunnlending- ar fengið boðskap Þjóðvinafé- lagsins og ákveðið hátíð sína í samræmi við hann. Norðlingar viku þó ekki hársbreidd frá sín- um tillögum og urðu úr þessu deilur nokkrar í blöðum, en óð- um leið fram á sumar. Segir Valdimar Briem, sem þá var prestur að Hrepphólum, í frétt- um frá þeim tíma, að ekki hafi verið „annað fyrir að sjá, en að þjóðhátíðarhaldið mundi tvístr- ast.“ En brátt varð fyrirsjáan- legt, að tillögur Þjóðvinafélags- ins höfðu borist til annara landa og að þaðan mátti búast við gestum til hátíðarinnar í ágúst- byrjun. Varð því að ráði, að aðal- hátíðin færi þá fram. En um Norðurland og Austurland og jafnvel á Vesturlandi var haldið við ákvörðun Norðlinga og myndarlegar innanhéraðshátíðir haldnar víða um land á Þing- maríumessu, en á nokkrum stöðum síðar í júlí, enda höfðu norðlenzk blöð ekki sparað að vinna að því, að sá tími yrði valinn. í „Norðanfara" 10. apríl 1874 er skorað á landsmenn að „láta nú engin mistök verða á þvi, að allir haldi í sumar þúsund ára afmæli þjóðar vorrar á Þing- maríumessu 2. júlí, fimmtudag- inn í 11. viku sumars.“ Og í næsta tbl., 16. apríl, er stungið upp á, að aðalhátíðin sé á Þingvöllum, en jafnframt samkomur heima í hverri sveit og héraði og áherzla lögð á, að „dagurinn sé gerður sem ánægjulegastur fyrir alla, unga og gamla, fróða og fáfróða, æðri og lægri, ríka og fátæka.“ Eru þar og birtar fundarálykt- anir frá Þingeyingum og Eyfirð- ingum, er ganga í sömu átt. Hinn 29. apríl er ritað um málið í „Húnvetning“ og tekið í sama streng. Því hefur nokkuð verið á lofti haldið, að í öllu þrasinu um stað, stund og undirbúning hátíðar- innar og í eftirvænting hennar hafi gleymzt að minnast svo sem vert var Jóns Sigurðssonar for- seta, fyrir hina gifturíku bar- áttu hans fyrir frelsisaukningu þeirri, er nú var fengin og fyllti hugi landsmanna, en gaf degin- um sína eiginlegu fyllingu. Ekki áttu þó allir hér óskilið mál að, því að minnsta kosti mundu Dalamenn eftir starfi forsetans og settu það ofar á dagskrá en deilumálin. Héldu þeir fund að Hjarðarholti í Lax- árdal 14. apríl. í umræðunum létu þeir sig litlu skipta hátíðar- dagsetninguna, en skora á alla söfnuði landsins að halda hluta- veltur og verja ágóðanum af þeim til að stofna sjóð og njóti Jón Sigurðsson og frú hans arðs- ins af sjóðnum svo lengi, sem þeim endist aldur, en setji hon- um jafnframt skipulagsskrá, er gildi eftir þeirra dag. En strax að hátiðinni lokinni séu haldnir fundir um félags- og þjóðmál í öllum kirkjusóknum og ályktan- ir birtast í blöðunum. Var áskor- un þessi a.m.k. birt bæði í Norð- anfara og Víkverja. Því miður entist hún þó ekki til að vekja jafnvel svo mikinn áhuga, að munað væri eftir að bjóða Jóni Sigurðssyni á þjóðhátíðina. Fer hér á eftir lýsing á nokkr- um helztu samkomum, er haldn- ar voru úti um land þjóðhátíð- arsumarið og eru þó miklu fleiri ótaldar, sem ekki mun auðið að afla upplýsinga um, þótt vitan- legt sé, að haldnar voru. Þjóðhátíð Eyfirðinga og Þing- eyinga. Hún var haldin á Oddeyri 2. júlí og var hin veglegasta allra þeirra, næst aðalhátíðinni sjálfri. Var kosin nefnd til að sjá um undirbúning á staðnum og prýða hann; var formaður henn- ar Steincke verzlunarstjóri á Akureyri og hlaut sæmd af. Var svo tilhagað, að á sléttum velli voru reist 9 tjöld í röð og hið tí- unda áfast þeim til hliðar. Fram undan því var autt svæði, um- girt tjöldum nema á einn veg; þar var rimlagirðing og á henni fagurt hlið með hárri fánastöng og orðunum „Land og þjóð“. Á hverju tjaldi var og stöng með ýmsum veifum. Auk þess var svæðið víða skreytt með blóm- sveigum og jafnvel skógarhrísl- ur settar niður í smárunnum hér og þar. Kappreiðabraut var þar afmörkuð með stöngum og strengir dregnir í milli þeirra; lá hún í boga og var um 550 metra löng. Þar var og reistur ræðustóll, sveipaður hvítu lér- efti og skreyttur blómum og lyngi. Upp af honum var há stöng með fána, auðvitað hinum danska. Loks var gerður dans- pallur með grindverki í kring, 8 m. á hvern veg að stærð. Danska herskipið „Fylla“ lá á höfninni, skreytt 50 veifum, og allur Ak- ureyrarkaupstaður var fánum prýddur. Veður var kalt og nokkuð hvasst um daginn og héldu að- komugestir til tjaldanna og dvöldu þar meðan fólk þyrptist að skemmtistaðnum. Hátíðin hófst með skrúðgöngu frá tjöldunum að ræðustólnum, er var nokkurn spöl frá. Fremst gekk lúðrasveit af herskipinu og lék göngulög, en þá hvert sveit- arfélag út af fyrir sig með merki á stöng og helztu menn sína í broddi fylkingar. Gengið var í sexföldum röðum. Að göngunni lokinni var fyrst sunginn sálm- ur eftir Björn Halldórsson pró- fast í Laufási og tók allur mann- fjöldinn undir, en að því loknu flutti síra Björn ræðu. En eftir það hófust mikil ræðuhöld og töluðu þar ýmsir þjóðkunnir menn, svo sem síra Arnljótur Ólafsson á Bægisá, Einar Ás- mundsson frá Nesi, Kristján Kristjánsson amtmaður á Möðruvöllum og síra Guttormur Vigfússon á Saurbæ. Milli ræð- anna var sungið og leikið á

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.