Heima er bezt - 01.03.1955, Side 13
Nr. 3
Heima er bezt
77
Upp úr þjóðhátíðinni fóru menn að hugsa um að stofna banka í landinu. Tryggvi
Gunnarsson var lengi einn af bankastjórum Landbankans, og einn af áhugamestu
framkvæmdamönnum þjóðarinnar. Myndin sýnir bankann í byggingu.
hljóðfæri, en „Fylla“ tók undir
með fallbyssuskotum.
Að því búnu var gengið til
tjalda og sezt að góðu hófi. Voru
þar haldnar margar skálaræður
og ýmislegt skemmtilegt haft um
hönd. Að veizlunni lokinni var
enn haldið til skemmtisvæðisins
og hófust kappreiðar. Voru veitt
verðlaun og hlaut Jón Jónssoo
frá Munkaþverá hin fyrstu. Eft -
ir það fóru fram glímur og hlauy
Jón Ólafsson frá Seljahlíð verð-
Iaun.
En síðast var hafinn dans og
hljóðfærasláttur og stóð hann
allt til morguns. Lauk hátíðinni
með því, að „Fylla“ skaut 21
fallbyssuskoti. Fór hátíðin fram
með ágætum og var talið, að
rúmlega 2000 manns hafi sótt
hana.
Þjóðhátlð Svarfdœla.
Hún var haldin 3. ágúst á
sléttri og fagurri grund fyrir
neðan Hofsá í Svarfaðardal.
Stóðu fyrir henni þeir Sófónías
Halldórsson stúdent og Jóhann
Jónsson bóndi á Ytra-Hvarfi.
Hátíð þessi fór fram með nokkuð
öðru sniði en aðrar og þótti um
margt bera af að því, hversu
þjóðleg hún var, sérkennileg og
skemmtileg. Var hún nær ein-
göngu sótt úr tveim hreppum,
margbýlum að vísu, en þó var
talið, að þar hefði verið saman-
komið hálft sjötta hundrað
manna.
Tel ég samkomunni bezt lýst
með orðréttri samtíma frásögn:
„Þar voru reist tjöld mörg, og
eitt þeirra mest, það var 24 álna
langt og 6 álna breitt. Skammt
þaðan var ræðustóll reistur,
sveipaður hvítu líni. Þegar um
morguninn fór fólk að drífa að,
og um hádegi var þar saman-
kominn mikill mannfjöldi. Þá
var byrjuð hátíðin; voru fánar
dregnir upp og klukkum hringt.
Þá skipuðu menn sér í fjórsettar
raðir, hver sókn sér, og hófu há-
tíðargöngu. Fyrstir gengu
Stærri-Árskógssóknarmenn, en
fyrir þeim gekk merkismaður
með stöng, ,og hékk þar á hvít
blæja með rauðum krossi í
miðju; næst þeim gengu Valla-
sóknarmenn, bar merkismaður
þeirra stöng með grænni blæju
og var fálki á dreginn; þá komu
Urðarsóknarmenn og var fyrir
þeim borin hvít blæja með fálka-
mynd; þá gengu Tjarnarsóknar-
menn, en fyrir þeim var borin
rauð blæja með fálka á; þá komu
síðastir Upsasóknarmenn, og bar
merkismaður þeirra stöng fyrir
þeim með himinblárri blæju. Þá
er fólkið hóf göngu sína, hætti
hringingin, og byrjuðu hljóð-
færaleikar, og var leikið meðan
gengið var. Fólkið nam staðar
hjá ræðustólnum, og skipaði sér
í hálfhring kringum hann, en
merkismennirnir héldu uppi
merkjum sínum. Þá var sálmur
sunginn og að því búnu haldnar
ræður. Fyrstu ræðuna hélt Hjör-
leifur prestur Guttormsson frá
Tjörn, en þá Páll prestur Jóns-
son frá Völlum, og þá Sófónías
stúdent Halldórsson frá Brekku
tvær. Milli þess, er ræðurnar
voru fluttar, var sungið, leikið á
hljóðfæri og skotið. Þá flutti
Þorkell Þorsteinsson frá Uppsöl-
um enn tölu og Jónas Jónsson frá
Brekku kvæði. Að því búnu var
aftur sunginn sálmur og skotið
á eftir.
Varð nú hlé á um stund og
gengu menn til tjaldanna að fá
sér hressingu. Eftir það var
byrjað að mæla fyrir skálum.
Fyrst var minni íslands, þá
minni konungs, þá minni dalsins,
þá landshöfðingj a, þá Jóns Sig-
urðssonar, þá allra merkustu
manna landsins að fornu og
nýju, þá Þorsteins Svarfaðar, þá
Klaufa, fomhetju dalsins, þá
gamalla manna og þá ungra o. s.
frv. Síðan var sungið um hríð.
Eftir það stigu menn dans á af-
girtu svæði þar á grundinni, en
er menn höfðu dansað nokkra
stund, hófust glímur, og glímdu
menn lengi af miklu kappi unz
dimma tók.
En er hálfdimmt var orðið,
slógu menn eldi í viðarköst mik-
inn, er borinn hafði verið sam-
an þar á vellinum, og gjörðu
stóra brennu. Og er brennan
var þrotin og almyrkt orðið, voru
teknir upp álfaleikar. Fyrir ofan
grundina er klettagil stórt og
foss í. Ofan úr gili þessu undan
fossinum komu nú ljósálfar tveir
niður á völlinn, og höfðu stökur
nokkrar fyrir munni sér, sær-
andi burtu svart myrkur en lað-
andi fram ljós. Síðan hurfu þeir
aftur upp í gilið. Nú var kyrrt
og hljótt um hríð. Þá heyrðu
menn að lítilli stundu liðinni
söng mikinn uppi í gilinu, fyrst
í fjarska, en síðan færðist hann
smámsaman nær og nær. Sjá
menn hvar hópur huldumanna