Heima er bezt - 01.03.1955, Side 15

Heima er bezt - 01.03.1955, Side 15
Nr. 3 Heima er bezt 79 Þjóðhátíð Skagfirðinga. Hún fór fram á Reynistað 2. júlí. Var hún einnig hvort- tveggja, fundur um héraðsmál og skemmtihátíð. Hafði undir- búningsnefnd verið kosin og( var Eggert Briem sýslumaður á Reynistað formaður hennar. Lét hann reisa veizluskála á sinn kostnað, en fram af honum var gert tjald mikið fyrir sýslufé. Um morguninn kl. 11 voru fánar dregnir að hún og hlýtt guðs- þjónustu hjá Hjörleifi Einars- syni presti í Goðdölum. Eftir það var gengið til fundarskála. Fundarstjóri var kosinn Ólafur Sigurðsson umboðsmaður í Ási. Hafði nefndin lagt til að fjögur mál yrðu rædd og var það gjört, en ekki vannst tími til þess, að þau yrðu að fullu útrædd. Var hið fyrsta verzlunarmál hér- aðsins, þá um brúargerðir á fjórum hættulegustu vatnsföll- um sýslunnar. Sést af því, að Skagfirðingar hafa talið það, og ekki ófyrirsynju, eitt af stórmál- um sínum að fá yfirstigið þann geysilega farartálma er stórfljót þeirra óbrúuð hafa verið. Þriðja málið var um vinnuvélar, sam- tök innan hvers hrepps að út- vega sem flestar vélar og „hæg- virknistól" til að flýta fyrir handiðnum. Loks var rætt um að koma á fót búnaðarfélögum í sýslunni og sparisjóði. Að fundi loknum var sezt að veizlu góðri í skálanum mikla, en þar voru sæti fyrir 100 manns og allur búnaður hinn bezti. Svo vildi til, að Hilmar Finsen lands- höfðingi var á yfirreið um Norð- lendingafjórðung um þessar mundir og var hann heiðursgest- ur Skagfirðinga á hátíðinni. Leiddu þeir hann til öndvegis í salnum og fluttu honum kvæði að fornum sið, er orkt hafði Jón Árnason skáld á Víðimýri, en landshöföingi þakkaði. Fór veizlan virðulega með ræðuhöld- um og söng. Að henni lokinni skemmtu menn sér fram á nótt með söng, dansi og hljóðfæra- slætti ásamt fleiru. Var talið að um 300 manns hafi verið þarna samankomið. Þjóðhátlð Snœfellinga. 2. dag júlímánaðar var þús- und ára afmælis íslandsbyggðar minnst með veizlu í Stykkis- hólmi. Hafði verið byggður skáli mikill í miðjum kaupstaðnum og búinn prýðilega. Var á honum reist fánastöng og á henni veifa blá með hvítum fálka, annars vegar við hana blakti danski fán- inn en sá norski til hinnar hlið- ar, auk þess var skálinn skreytt- ur fjölmörgum merkjaveifum meðfram þakbrúnum. Inni í honum voru hengdar upp lyng- fléttur og blómsveigar en milli þeirra var komið fyrir spjöldum með nöfnum konungs og helztu landnámsmanna íslands, en fyrir gafli voru upp hengd sverð, axir spjót og önnur vopn eins og fornmenn höfðu notað. Sat þarna um hálft annað hundrað manna undir borðum, og voru mörg minni drukkin. Var flest veizlugesta úr Stykkishólmi, en auk þess ýmsir úr héruðunum í kring, einkum hið heldra fólk. Stóð hófið allt til nætur með góðum fagnaði. Daginn næst eftir áttu nokkr- ir hinna meiri háttar manna, er setið höfðu veizluna, fund með sér í Stykkishólmi. Voru þar ýmsar tillögur ræddar, er lutu að velfarnaði lands og hér- aðs og nefndir kosnar til að beita sér fyrir framförum í búnaði og menntun og semja reglur þar að lútandi. Þess skal getið, að undir borð- um í samsætinu voru sungin kvæði eftir þá síra Helga Sig- urðsson á Setbergi og Stefán Daníelsson hreppstjóra Eyrsveit- inga. Að Setbergi í Snæfellsnessýslu hélt presturinn þar, síra Helgi, með tilhjálp Stefáns hrepp- stjóra, veizlu allfagra með sókn- armönnum sínum. Voru þar sungin kvæði eftir þá báða, ann- að fyrir minni konungs en hitt fyrir minni íslands. Var veizlan haldin undir berum himni, því veður var hið bezta og skemmtu allir sér ágæta vel. Þjóðhátíð Múlasýslubúa. Báðar Múlasýslur héldu sam- eiginlega hátíð í Atlavík i Hall- ormsstaðaskógi við Lagarfljót 2. júlí. Er þar yndislegur staður og var fagurlega um búið þar í skóginum. Var þar reist geysi- mikið samkomutjald, er Aust- firðingar áttu og tók 200 manns. Var það skreytt utan og innan margvíslegum veifum og blæj- um, en umhverfis það voru reist önnur smærri tjöld og við hlið þess veitingabyrgi. Hátíðin hófst með guðsþjónustu ,er fram fór í fögru rjóðri í skóginum. Var fyrst sunginn sálmur en síðan hélt Sigurður Gunnarsson pró- fastur á Hallormsstað ræðu, eftir það var aftur sunginn sálmur. Síðan var gengið til tjaldanna og sezt að veitingum, en að þeim loknum hófust fjör- ug ræðuhöld á ný, en á milli ræðanna voru sungin ýms ljóð, sum eldri, önnur yngri. Meðal þeirra var þjóðhátíðarkvæði er Páll Ólafsson skáld hafði orkt. Veður var afar óhagstætt um daginn og dró það mjög úr á- nægju manna. En þó sóttu sam- komuna mörg hundruð manna og er hún talin ein hinna allra veglegustu og tilkomumestu, enda stóðu að henni tvær sýslur. Fjórum dögum síðar, hinn 6. júlí, héldu Hróarstungumenn aftur hátíðarsamkomu á Hall- freðarstöðum, heimili Páls Ól- afssonar skálds. Við það tæki- færi orkti hann annað hátíðar- ljóð og þykir það taka hinu fram að sumra dómi. í því er þetta erindi: Ógn er hvað ég ann þér heitt, ísafoldin hvita. Af þér skal mig ekki neitt, og ekki dauðinn, slíta. Blessi guð þig öld og ár, og eins þá móti gengur, í þúsund sinnum þúsund ár og þúsund sinnum lengur. Enn héldu Austfirðingar hátíð 5. júlí að Brekku í Mjóafirði, á Ormsstaðasandi 11. júlí og stóðu Norðfirðingar fyrir henni, að Kolfreyjusstað 2. ágúst og loks var þjóðhátíð Reyðfirðinga á Eskifirði 6. ágúst. Hátíð Grímseyinga. í Grímsey var haldin „gleði- samkoma" 13. ágúst, en ekki hefi ég fundið þess getið, hvað til skemmtunar var þar. Jafn- framt var haldinn almennur fundur og urðu miklar umræð- ur um, hvert fyrirtæki skyldi Framh. á bls. 93.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.