Heima er bezt - 01.03.1955, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.03.1955, Blaðsíða 16
80 Heima er bezt Nr. 3 KNÚTSBYLUR 1886 Frásögn Sigfúsar Stefánssonar, Þórðarstöðum í Fnjóskadal Jórunn Ólafsdóttir, Sörlastöðum, skrásetti Á elnni kvöldvöku útvarpsins í vetur var flutt erindi, sem nefndist Knútsbylur. En með því að þar var ekki farið með alls kostar rétt mál, taldi ég tilhlýði- legt, að eftirfarandi frásögn komi fram, þar sem, eins og hún ber með sér, að atvik höguðu því þannig að ég hefi góða aðstöðu til að geta lýst með sannindum atburðum þeim, sem hér var um að ræða. — Knútsbylur gekk yfir hinn 7. janúar árið 1886. Þá bjuggu á Hjartarstöðum í Eiðaþinghá, hjónin Sigurður Magnússon og Ragnhildur Einarsdóttir. Voru þá hjá þeim i vinnumennsku bræður tveir, Halldór og Árni Runólfsson, auk foreldra minna, Stefáns Þorsteinssonar og Vilborgar Sigfúsdóttur. Höfðu þau okkur tvo sonu sína hjá sér þar, Þorstein, á ferm- ingaraldri og mig sjö ára. Þor- steinn varð síðar bóndi að Hey- skálum í Hjaltastaðaþinghá. Auk þessa fólks, sem hér er talið, voru fleiri börn og ungling- ar á bænum, svo og vinnukonur. Var heimilið all mannmargt og búið með þeim stærstu á þessum slóðum. Faðir minn var beitarhúsa- maður hjá Sigurði bónda. Stóðu húsin uppi á fjalli alllanga leið frá bænum og var hún mest öll í fangið og ekki sem þægilegust. Þennan morgun, sem áður- nefndur bylur brast á, var veður þannig, að fyrst mokaði niður í logni nokkra hríð. Og þá er dríf- an stóð sem hæst, bar gest að garði á Hjartarstöðum, Sigfús Sveinsson að nafni. Var hann mikill ferðamaður og fór löngum manna á milli, þótt ekki ætti hann mikið erindi. Mun svo hafa verið hér, að hann átti ekki er- indi að Hjartarstöðum, en kom þar við til að fá sér að drekka, en stanzaði ekki nema rétt á meðan hann svalaði þorsta sín- um. En ekki var hann kominn nema rétt út fyrir túngarðinn, þegar brást á hið ægilegasta ö- veður. Sigfús var á skíðum, en missti þau af sér um leið og bylinn gerði og hurfu þau hon- um samstundis, en hann komst við illan leik inn í fjárhús, sem stóð þar, fast við túngarðinn. Hitti hann þar fyrir ærsmalann á Hjartarstöðum, Halldór Rún- ólfsson, sem var nýbúinn að láta út ærnar og var nú að hreinsa húsið (raka upp heyslæðing). Létu þeir svo fyrirberast í fjár- húsi þessu allan daginn og fram á nótt, því að svo mikið var veðr- ið, að þeir treystust ekki til að ná bænum, sem þó var ekki nema lítinn spöl frá og ekki beint í veðrið að sækja að snúa þangað. — Sigurður bóndi hirti sjálfur um lömb sín, en hafði Þorstein bróður minn jafnaðar- lega með sér við það verk. Hann var þennan morgun búinn að láta út lömbin, er bylinn gerði. Sendi hann Þorstein með þau á haga og sagði honum að vera hjá þeim um stund. En Þorsteinn hafði það boð að engu, sem einu gilti. Varð það honum til lífs, því að hann var rétt sloppinn inn í húsið til húsbónda síns, er ó- veðrið reið yfir. Sagði Sigurður svo síðar, að hann hefði aldrei verið heppnari maður, en þá, er Þorsteinn hlýddi eigi þeirri skip- an hans að staldra við hjá lömb- unum. Þeir Sigurður og Þor- steinn dvöldust svo í lambhús- unum um daginn og eitthvað fram eftir nóttunni. Þessi hús stóðu ekki langt frá bænum, en þannig hagaði til, að yfir mýrar- sund var að fara til að komast heim að bænum frá þeim og var beint í veðrið að sækja þennan dag til að komast til bæjar. Voru hús þessi nefnd „Hjáleiga“. Því get ég þess hér, að Þorsteinn hafði verið í húsunum með Sig- urði, er þetta skeði, — að það er missögn í áðurnefndu útvarps- erindi, að Einar bróðir Ragn- hildar húsfreyju, sem var á Hjartarstöðum við vefnað um þessar mundir, en átti þar ekki heima — hafi verið með Sigurði bónda í lambhúsunum þennan umrædda dag. — Þá víkur sögunni til föður míns, sem var beitarhúsmaður, eins og áður er sagt. Þar á beit- arhúsunum voru sauðir og geld- ar ær, stór hjörð og var faðir minn nýlega búinn að láta féð út, þegar bylurinn brast á. En svo heppinn var hann, að hann hafði rekið féð beint á móti veðrinu, svo að undan var að sækja með það heim að húsunum aftur. Þrátt fyrir það réð faðir minn ekki við neitt, þegar hann ætlaði að reyna að koma hjörð- inni heim. Missti hann kind- urnar út úr höndum sér, eina eftir aðra og vissi ekkert hvað af þeim varð, sá heldur ekki handaskil í æðandi bylnum og mátti beita allri orku sinni til að fá staðist átök stormsins. Fjárhundur, sem faðir minn átti, fylgdi honum. Var hann mjög ungur, en duglegur og vit- ur með afbrigðum. Fór hann í þetta sinn aldrei frá föður mín- um, sem nokkru nam, en þvæld- ist alltaf fast við fætur hans, en fór þó fyrir honum, likt og hann vildi leiða hann í ákveðna átt — og loks rákust þeir svo á beitar- húsin. Varð tryggð og hyggju- vit hundsins föður mínum þann- ig til lífs. Svo heppilega vildi til að féð hrakti undan veðrinu heim að húsunum. Af og til all- an daginn og fram á nótt var það að koma að og var faðir minn að berjast við að bjarga því inn allan þann tíma. Kom það allt, nema ein kind, sem fannst síðar. Hafði henni slegið

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.