Heima er bezt - 01.03.1955, Síða 17
Nr. 3
Heima er bezt
81
niður á svell og hún dauðrotast.
Mátti þetta heita vel sloppið úr
því, sem komið var. —
Því hefi ég getið þessa svo ýt-
arlega hér, að það er alrangt,
sem fram kom í fyrrnefndu út-
varpserindi, að beitarhúsamað-
urinn á Hj artarstöðum hafi ekki
verið búinn að láta féð út, er ó-
veðrið skall yfir og því hafi það
allt haldið lífi. Þetta er svo mik-
il skekkja í málflutningi, að
varla var rétt að láta hana at-
hugasemdarlausa, fyrst hægt
var að sanna hið rétta.
Hitt er rétt, að féð, sem haft
var í húsunum heima á Hjartar-
stöðum, fórst mest allt — það,
sem út var látið þennan eftir-
minnilega dag. En það fannst
fljótt eftir að upp birti, án mik-
illar leitar, þvi að fæst af því var
í fönn. Man ég gjörla, að næstu
daga eftir bylinn var alltaf ver-
ið að flytja heim á sleðum freðna
skrokka og svo einstöku kind —
lifandi. Man ég einnig að fyrr-
nefndur ferðamaður, Sigfús
Sveinsson, sem gist hafði í ær-
húsunum á Hjartarstöðum á
meðan bylurinn stóð, dvaldi tals-
vert langan tíma á heimilinu við
að raka gærur af fénu, sem fórst.
Má af því marka, að fjöldi hins
fallna fjár hafi verið allmikill.
En ekki kann ég að greina tölu
þess fyrir víst. Hitt er víst að
þetta var tilfinnanlegt tjón fyr-
ir húsbændurna.
Allan tímann, sem bylurinn
stóð, var ekki nema einn karl-
maður í bænum á Hjartarstöð-
um, Árni Runólfsson vinnumað-
ur, sem hafði þann starfa að
hirða um nautpening. En margt
var þar af kvenfólki og börnum
og má nærri geta að þessu fólki
öllu muni hafa verið orðið órótt
innan brjósts að vita ekkert um
afdrif fjár né fjármanna og mun
þvi hafa þótt tíminn lengi að
líða. Líklega hefir verið gengið
eitthvað seinna til náða þetta
kvöld en venjulega — þó ekki
mikið seinna, en ekki mun kven-
fólkið að minnsta kosti hafa not-
ið mikillar svefnværðar um nótt-
ina, þótt til hvílu gengi. Og ekki
varð mér barninu svefnsamt, þar
sem ég hvíldi í rekkjunni hjá
móður minni og hlustaði á,
hvernig trylltur stormurinn fór
hamförum um baðstofuþekjuna
r
Guðrún Auðunsdóttir:
Bernskuminning
Nú hreyfi ég hörpunnar strengi
og hugans minningar rek,
því bjart er um bala og engi
í bernsku þar áður mér lék.
Þar átti ég gleði og gaman
er grundin við sólinni hló,
þar lékum við systkinin saman
í saklausri, barnslegri ró.
Þar áttum við byggðir og bæi
og búsmala dreifðan um tún,
skútur á skipalagi
með skínandi segl við hún.
í lyngvöxnum lautum við undum,
í lágum ilmandi mó,
og sveiga úr blómum við bundum,
er blærinn við stráunum hló.
Gýgjuna áttum við öngva,
en elskuðum fegurð og blóm,
heyrðum sögur og söngva
í sumarfuglanna róm,
því endur með unga við sáum,
um áveitur synda, og dý,
og svani á seftjörnum bláum
og sviffráar lóur við ský.
Við ótemjum hleyptum í haga
og hóuðum ánum að stekk.
Við áttum svo dýrðlega daga
og draumalönd sólhlý og þekk.
í sumarsins víðfeðma veldi
var vakað um Jónsmessu nótt,
skarað að æskunnar eldi
og æfintýr sköpuð og sótt.
Já, margt geymir hjartað og muninn
í minningu’ um sólskin og vor,
þó draumahöllin sé hrunin
og horfin bernskunnar spor.
Treginn tunguna heftir,
tárið á hvarminn stelst,
söknuðinn eigum við eftir
og allt, sem að baki hans felst.