Heima er bezt - 01.03.1955, Qupperneq 19
Nr. 3
Heima er bezt
83
Lítið eitt af börnum Rögnvalds halta.
- Frumbyggjalíf í Vesturheimi -
Flestar eru eyjar þessar skógi
vaxnar og sumar byggðar. Þegar
inn fyrir þær kom, mjókkaði
mikið milli landa að sjá, og sein-
ast varð það ekki breiðara en
Laxárvík (við Skaga). Nokkuð
háir bakkar voru þá komnir
beggja megin, líkt háir og bakk-
arnir út frá Harastöðum (á
Skagaströnd). Voru þeir brattir,
en þó skógi vaxnir víðast að
framan, sáust aðeins berg- eða
melblettir hér og hvar. Mel- eða
sandfjöru var að sjá neðan und-
ir þeim. Húsin stóðu uppi á bökk-
unum og skógur á milli og svo
akrarnir á hallandi sléttu upp
frá húsunum.
Þegar kemur nokkuð langt inn
fyrir eyjarnar og fljótið fer að
mjókka, þá stendur Quebec að
norðan við það á þessum bökk-
um. Sáum við þar mörg hús, en
ekkert greinilega, því að bakk-
arnir skyggðu á, en í fjörunni úði
og grúði af allra handa bygging-
um, bryggjum, timbri, kolum og
ýmislegu, sem við vissum ekki,
hvað var. En á fljótinu voru alls
slags skip, smá og stór, svo að
ekki var gott að telja, enda
brestur mig tíma, orðfæri og
þekkingu til að lýsa því öllu, er
við sáum þar. Þegar við komum
upp að staðnum, kom um borð
til okkar íslenzkur maður, Sig-
tryggur að nafni Jónasson, ætt-
aður úr Eyjafjarðarsýslu. Var
hann sendur af Kanadastjórn til
að vera túlkur okkar upp í land-
ið. Hafði hann beðið okkar lengi,
farst í Halifax og svo í Quebec.
Var svo skipinu lagt með hliðina
við bryggjuenda að austanverðu
við fljótið, sem var jafnbreið
skipslengdinni1) og svo há, að
ganga mátti á plönkum úr hlið--
ardyrum skipsins á jafnsléttu
upp á hana. Heitir Port Leví stað-
urinn þeim megin við fljótið.
Gengu þar allir farþegarnir á
land kl. 6 e. md. og upp i emi-
grantahús, er ég ætla, að væri
byggt að nokkru leyti yfir fljót-
J) Setningaskipun er svo í hdr.
inu. Var það 108 álnir á lengd og
24 á breidd. Hafði gengið þann
sólarhring 168 mílur. Keyptum
við þar nokkuð af brauði og epl-
um. Var þá þar eins gott veður
og bezt um hásumar á íslandi.
Klukkan 12 um nóttina fórum
við í gufuvagnana. Voru þeir 4
fyrir utan hann sjálfan. Níutíu
og tveir menn voru í þeim, sem
ég var í. Var svo haldið áfram
alla nóttina í tunglskini og góðu
veðri. Þótti öllum emigröntum
það nýstárlegt ferðalag, en ekki
varð þeim svefnsamt, því að æði
mikill hristingur og skrölt er á
þeim, á þeirri brunandi fart, sem
á þeim er. En smám saman
stanza þeir, fáar mínútur í senn
á hverri statjón.1)
Þegar birti um morguninn, á
fimmtudaginn þann 24., mátti
sjá fallega staði og landspláz, en
ekki var það greinileg sjón, því
að allt er eins og fljúgi fyrir í
mesta stórviðri. Snemma um
daginn fórum við yfir Victoríu-
brú á Lawrencefljóti, sem vant-
ar 50 yards upp á 2 enskar mílur
á lengd og er eitt af mestu
mannvirkjum í heimi og öll til-
lukt að ofan nema litlir gluggar
á hliðunum hér og hvar, svo að
dimmt varð í vögnunum, meðan
yfir hana fór, nema lítil Ijósglæsa
brá yfir öðru hverju úr gluggun-
um eins og stjörnur.
Vestan við fljótið komum við
að Montreal, er það allstór bær
og er á takmörkum Ontario- og
Quebecfylkis. Voru þar höfð
vagnaskipti kl. 12, og svo var
okkur veittur þar miödagsverð-
ur í stóru húsi. Höfðum við þá
farið á landi 300 mílur. Kl. 3 e.
md. var farið aftur af stað og
haldið áfram alla nóttina, en
víða varð að stanza við, því að
alltaf eru vagnarnir á ferðinni,
og þarf mestu varúð við að hafa,
enda höfðum við alltaf stillta og
aðgætna yfirmenn. — Daginn
eftir, föstudaginn þann 25. kl. að
ganga 4 komum við til Toronto.
Rrautarsliið.
Er það stór bær og stendur vest-
an við Ontariovatn sunnarlega.
Var þar tekið vel á móti okkur
og látnir fara í emigrantahús.
Daginn eftir fór Sigtryggur til
járnbrautarfélagsins að koma
fyrir familíufólki, sem ekki gat
fengið atvinnu eða vistir hér í
bænum eða nálægt honum. Kom
hann aftur á þriðjudag með þá
fregn, að byggja ætti hús handa
því norður í Kinmount — þar
sem leggja ætti járnbrautina —
til að vera í í vetur og hafa vinnu
þar við brautina.
Fóru 12 af okkur þangað strax
til að vinna að húsunum, er sagt
var, að mundu verða búin í
næstu viku. Líka fór nokkuð af
einhleypu fólki í vinnu hér út í
bæinn og kringum hann. Emi-
grantahúsið í Toronto var nálægt
66 ál. á lengd, en 27 á breidd með
11 álna löngum skúrum við báða
stafna, þiljað sundur eftir endi-
löngu, bæði uppi og niðri,
Borðsalurinn var 27 ál. á lengd,
18 á breidd. Líka var þvottahús
og salerni. Kona Jóhannesar frá.
Kleifum, sem barhið átti á leið-
inni, varð veik í brjósti og var
sett á hospital, en tvö börn henn-
ar dóu.
Þann 9. október fór nokkuð af
fólki þessu frá Toronto á leið til
Kinmount, sem er um 100 mílur
í hánorður frá Toronto. Var far-
ið af stað frá emigrantahúsinu
kl. 3 f. md., og máttu menn ganga
og bera börnin langan veg á
statjónina, við litla ljósglætu, en
kl. 5 var farið á vagnana; var þá
farið að birta af degi. Var svo
haldið áfram allan daginn á
þeim þar til kl. að ganga 3 e.
md., að komið var til Coba-
conk, því að járnbrautin náði
ekki lengra. Var þar borðaður
miðdegisverður og haldið svo á
stað kl. að ganga til 4 í sömu
átt. Var kvenfólk og börn flutt
á hestvögnum, en karlmenn
máttu ganga. Voru þá eftir 14
mílur, sem var mikið grýttur og
slæmur vegur, enda datt myrkr-
ið á, svo að það varð sá örðugasti