Heima er bezt - 01.03.1955, Síða 20

Heima er bezt - 01.03.1955, Síða 20
84 Heima er bezt Nr. 3 áfangi af allri leiðinni. Samt gekk ferðin slysalaust, og var komið að einu þessu nýbyggða járnbrautarhúsi kl. að ganga 9. Var það stórt hús í tvennu lagi, en hroðalega smíðað. Var þá bú- ið að byggja annað til, og þriðja var í smíðum. Voru þau við stóra á, sem kemur að norðan nálægt Kinmount, með talsverðu milli- bili. Er Kinmount lítill bær á hrjóstugu plázi þar við ána. — Eftir það voru húsin byggð [úr] steini, svo þau urðu sex, en aldrei var flutt í eitt þeirra. Þann 12. s. m. kom líka það, sem eftir var af fólki í Toronto, seint um kvöldið, og kvartaði líka yfir ferðinni. Var þann dag fyrst farið að vinna við járnbrautina. Fóru menn þá að kaupa sér sjálf- ir fæði. Var það sumt dýrt. Eitt pund af kjöti á blóðvelli 6 cent, eitt pund af hrísgrjónum 6 c., eitt pund af rúgmjöli 1 y2 c., síð- ar 2 c. Eitt bushel af baunum 75 c., eitt bushel af kartöflum 40 c., seinna 50 c. Eitt bush. af næpum 20 c., eitt pund af kaffi, ómöluðu, 30 c., möluðu 32 c. Eitt pund púð- ursykur 10 c. og 12y2 c.; eitt pund munntóbak 50 c., einn pottur af nýmjólk frá 5 til 10 c.; undan- renning 5 c.; eitt pund af smjöri 25 c., eitt pund af svínafleski 18 c., seinna 12 c., einn pottur af sýrópi 20 c., eitt pund af kinda- keti 10 c. Urðu menn að eyða nokkrum tíma til að reita þetta saman, og sumt fékkst ekki nema annað slagið. Sigtryggur settist að sönnu að í Kinmount sem kaup- maður okkar, en bæði var það, að hann vantaði margt fyrst í stað, sem menn þörfnuðust, og svo var margt dýrara hj á honum en sumum öðrum. Nokkrir emigrantar keyptu, fleiri og færri í félagi, nautgripi til.skurðar, og var það nokkru skárra hjá flestum en að kaupa það hins vegar. T. d. keyptu fjór- ir menn gamlan uxa, er þó hafði nokkuð verið brúkaður, fyrir 50 doll. Varð kjötið af honum 692 pund, mörinn 62 pund, skinnið 135 pund (pundið af því á sex cent). Aðrir fjórir keyptu gelda kú, þó með kálfi, á 20 doll.; vó kjötið af henni 332 p., mörinn 30 p. og skinnið 40 p. Var svo verið þar um veturinn við járnbrautarvinnu öðru hverju fram í marz, þá hætti hún. Eftir að menn komu þang- að, fóru nokkrir menn þar í landaskoðun og leizt ekki á að taka þar land, því að skógarnir eru þar fjarskalega stórvaxnir og erfitt að vinna þá, en landið mjög grýtt og sums staðar tóm- ar klappir, en hart oft á vetrum. Líka bar margt fleira til óá- nægju þar: Húsin voru slæm, sem menn höfðu til íbúðar, svo að margir voru lasnir til heilsu og gátu þess vegna ekki altént unnið. Var það helzt af maga- veiki. Svo misstu margir þar börn sín, því að margt dó af þeirri [veiki]. Líka fengu menn ekki ætíð vinnu, þótt þeir væru frískir, og voru fjarska mörg verkaföll orðin svoleiðis. Líka vantaði túlk við járnbrautina og fl. Meðan menn voru í Toronto, kom þangað íslenzkur maður, Jóhannes að nafni Arngrímsson, prests að Bægisá. Hafði Páll Magnússon á Akureyri, sem ætl- aði að verða agent þessa flokks og fylgja honum, en fór hvergi vegna veikinda, skrifað honum til Bandaríkja og beðið hann að taka á móti þessum flokk í Hali- fax og vera túlkur hans. Hafði Jóhannes brugðið strax við og beðið því lengi eftir mönnum þar, en þegar flokkurinn fór til Que- bec gat hann aldrei náð tali af mönnunum, því að Sigtryggur varð hlutskarpari. Kom hann svo á eftir til Toronto og hafði þá tal af löndum og sagði þeim, að Nýja-Skotlandsstjórn byði þeim betri kosti en Ontariostjórn, nefnilega uppbyggt hús með 100 ekra landi, með einni ekru ruddri og hreinsaðri, gefins, og viður væri lánaður, þar til menn fengju uppskeru af landi sínu. Kom hann eftir það til Kinmount og var þar túlkur við brautina um tíma. Nú með því, að menn voru ekki ánægðir í Kinmount, sem áður er sagt, þá tóku nokkrir sig sam- an og sendu fimm menn ofan til Nýja-Skotlands með Jóhannesi til að vita, hvernig þeim litist á landið og hvort skilmálarnir væru áreiðanlegir. Varð þeim sú ferð mjög dýr, með því þá var komið fram á vetur, svo að þeir urðu flestir peningalausir. Var Jón einn af þeim, sonur Jóns Rögnvaldssonar, er sig kallaði þá og síðan Hillman. Var tekið vel á móti þeim í Halifax, og sá stjórnin um þá um veturinn. Lít- ið gátu þeir kannað landið, því að þá var komið nokkurt föl. Þó fóru nokkrir þeirra þangað, sem landið átti að gefast, og leizt ekki illa á það, því að skógurinn var mikið viðráðanlegri en í On- tario. Sn grjót gátu þ?ir ekki séð. Var Jón Rögnvaldsson í Kin- mount um veturinn hjá Lárusi Frymann Björnssyni úr Dala- sýslu, þar til hann fór þaðan. Fór hann til Péturs sonar síns, er þar var þá líka og fylgdi honum.') Eftir að j árnbrautarvinnan hætti fóru margir, sem gátu, að fara burt þaðan til að fá sér betra húsnæði annars staðar. Þar á meðal voru þeir feðgar, Jón og Pétur. Fóru þeir frá Kinmount þriðjudaginn fyrstan í einmánuði ásamt nokkrum fleirum (nálægt 20 manns) með farangur sinn á þrem sleðum á leið til Lindsay, sem er 42 mílur í suður frá Kin- mount. Kostaði ferðin 21 doll. f Lindsay fengu þeir leigt hús, en lítið var þar um atvinnu. Var Brynjúlfur frá Skeggstöðum kominn þangað litlu áður og hans félagar. Hugðu menn nú helzt til að komast til Nýja- Skotlands, en sumir gátu það ekki fyrir peningaleysi. Urðu þeir því að leita sér að atvinnu til að fá þá. Eftir þriggja vikna dvöl í Lyndsay fóru feðgarnir og nokkrir fleiri til Millbrook, sem er 25 mílum sunnar og austar, því að þar var betri atvinnu að fá. Kostaði sú ferð 30 cent. Sama daginn fóru Brynjúlfur og fylgj- arar hans, þar á meðal Hafsteinn frá Hrauni, á leið til Halifax. Var þar liðugt 30 manns. f Millbrook fengu þeir, sem þangað fóru, frítt hús og stó lán- aða fyrir lítið og nokkurn veginn !) Þessari frásögn um Kinmountferðina og veruna þar ber að mestu saman við það, er um þetta hefur verið ritað. Sbr. frásögn Símonar Símonarsonar frá Heiðar- seli í Gönguskörðum um sama efni; hana er að finna að nokkru í II. b. Sögu ísl. í Vesturheimi.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.