Heima er bezt - 01.03.1955, Side 21

Heima er bezt - 01.03.1955, Side 21
Nr. 3 Heima er bezt 85 atvinnu, svo að þeir á tólf vikum voru búnir að vinna sér inn far- gjald ofan eftir, og fóru svo á stað þaðan þann 7. júlí til Port- hope við Ontariovatn kl. að ganga 12 og komu þangað kl. 1. Það kostaði 55 cent, en þar máttu menn bíða þar til kl. 7. Var þaðan farið á hjólbát eftir Ontariovatni og Lárensfljóti1) ofan til Montreal. Var komið þangað kl. 7 e. md. daginn eftir. Kostaði farið 3 doll. 25 cent. Var svo farið þaðan aftur kl. 10 og haldið áfram alla nóttina. En kl. 2 e. md. komið til Portland. Daginn eftir, laugardaginn þann 10. júlí var farið aftur frá Portland með hjólbát, sem kall- aður var Falmouth, á leið til Halifax, og var komið þangað á mánudaginn þann 12. júlí, kl. 7 f. m. Flokkur sá, sem áður er getið, að fór beina leið frá Lindsay til Halifax og Brynjúlfur frá Skegg- stöðum var fyrir,2) hafði verið þar vel haldinn á stjórnarinnar kostnað, þar til I maí, að hann var fluttur á hestvögnum norð- ur og upp í sveit þá, sem kölluð er Musqvodoboit, nálægt 100 míl- ur norður frá Halifax. Hafði stjórnin útvegað honum þar lánshús um tíma, því að suðaust- ur úr sveit þessari ofan til ætlaði hún að láta leggja hestvagnaveg yfir eyðiskóga nokkra til Moose- land, sem er hæsta byggð að sunnan og austan við þá. Og með þessum veg ætlaði hún að gefa íslendingum lönd og hús. Sem áður er sagt, áttu þeir að fá vinnu við vegargjörðina, þar til henni væri lokið og fá einn doll. í kaup á dag, þegar unnið yrði. Áttu þeir að láta fólk sitt vera í þessu lánshúsi, þar til búið væri að byggja íveruhúsin handa þeim. Með þessum flokk höfðu líka farið þeir, sem fóru um vet- urinn til Halifax, og áður er getið. Þegar seinni flokkurinn, sem Jón Rögnvaldsson var með og sonur hans Pétur, komu til Hali- fax, var að sönnu tekið vel á móti ') Þ. e. St. Lawrencefljótið. 2) Brynjólfur Brynjólfsson síðast bóndi að Skeggstöðum í Húnavatnssýslu fædd- ist að Gilsbakka í Austurdal, sonur þeirra Gilsbakkahjóna, Brynjólfs og Sigríðar. þeim og þeir allir vel haldnir á kostnað stjórnarinnar, meðan þeir voru þar, sem var nálægt viku. En ekki vildi stjórnin, að þeir færu eftir hinum flokknum, vegna þess að þar væri svo at- vinnulítið, og vísuðu þeim til Lockeport, sem er kaupstaður á suðurströnd Nýja-Skotlands, ná- lægt 100 mílur í suðvestur frá Halifax. Töldu þeir betra að fá þar atvinnu, en ekkert land var þar að fá, sem gagn var að. Voru menn tregir til að fara þangað, en þegar ekki var annar kostur, létu menn til leiðast á endanum, svo að stjórnin lét flytja allan þann flokk þangað, nema Jón Rögnvaldsson. Hann skyldi fara upp í Musqvodoboit til sonar síns Jóns Hillmann. Fór hann því með pósti þann 19. s. m. upp í láns- hús það, sem íslendingar höfðu þar, og áður er um getið. Voru þá karlmenn allir komnir í vega- vinnuna, en kvenfólk og börn voru í húsinu. Hafsteinn og Jón Hillm. höfðn farið austur að sjó, sem er milli 30—40 mílur, og fóru þeir þar á jagt, sem fór norður á Lárens- bugt til þorsk- og síldarveiða um sumarið.1) Þegar Jón Rögnvaldsson kom upp til íslendinga, fór hann á vegu Brynjúlfs og var hjá hon- um, þar til Hafsteinn og Jón komu aftur seint í sept. og fóru þá að taka hús. Fór hann þá til þeirra. Kom þá líka kona Haf- steins heiman að, svo að það var allt í sama húsi þann vetur. Seint í júlí var farið að byrja að smíða húsin með veginum, sem íslendingar áttu að fá. Hafði stjórnin boðið þeim akkorðs- vinnu, og hafði hún orðið að meðaltali 80 d. Fóru svo íslend- ingar að flytja í þau um miðjan ágúst og svo jafnóðum og þau voru búin. Þessi hús, sem stjórnin lét gjöra, urðu 27 alls, og svo byggðu íslendingar, sem seinna komu, fimm hús vandaðri en hin, því að nokkrir af þeim, sem til Lockeport fóru, komu aftur eftir tvö ár, því að þeim líkaði ekki þar, — og tóku þá þar land. Líka !) Neðanmáls stendur í hnd.: „Átti kaup þeirra að vera 18 d. á mánuði “ komu fáeinir heiman að, sem tóku land líka, svo að eftir fjög- ur ár var fólkstalan orðin í allt 176, en eftir það fóru sumir að tínast í burtu aftur. Land þetta, sem stjórnin hafði gefið íslendingum, var hæðótt skógland með margslags viðar- sortum, bæði af harð- og linvið. En milli hæðanna voru sums staðar stórar mosaflesjur með stórvöxnu bláberjalyngi, en sums staðar mjög grýttar, lágar [og] skógivaxnar,, og í stöku stað voru lítilfjörlegar heybandsræm- ur meðfram lækjum og ám. Hæð- irnar voru líka mjög grýttar, sums staðar, sem ekki kom veru- lega 1 ljós, fyrr en búið var að ryðja þær og brenna. Þegar íslendingar höfðu nú tekið þetta land og voru setztir að á því, sýndu allir mikinn áhuga og dugnað, hver eftir því, sem hann hafði mannskap til (en flestir voru einyrkjar) og ruddu og brenndu það, sem þeir gátu af landi sínu. Sáðu svo í það fyrst kartöflum, og spruttu þær allvel hjá flestum. Svo var aftur sáð í þann blett höfrum ár- ið eftir og jafnframt grasfræi til að fá gras árið eftir, því að það sprettur ekki til gagns á fyrsta ári. En ekki þurfti að reyna til að sá kartöflum oftar en einu sinni í sama blett, og varð mað- ur að hafa alltaf nýbrennda jörð fyrir þær. Eins var með bóhveiti, að það varð að sá fyrir því í nýja jörð og þá grasfræi jafnframt, svo að það yrði slegið árið eftir. Með þessum hætti spratt allvel hjá flestum fyrst í stað og eins gras fyrsta árið og nokkurn veg- inn annað, en þriðja árið fór að draga úr því aftur, og úr því fóru að koma upp óræktarmosablett- ir, sem alltaf fóru í vöxt. Auk þess var jörðin víðast fjarskalega grýtt, sem alltaf kom meira og meira í ljós, eftir því sem hreyft var við jörðinni. Pétur, sonur Jóns Rögnvalds- sonar, er sig kallaði þá líka Hill- mann, kom um haustið 1876 aft- ur frá Lockeport og fleiri land- ar með honum. Tók hann þá land í þessari nýlendu, sem ís- lendingar kölluðu Markland, ná- lægt Jóni, bróður sínum, svo að löndin lágu saman hjá þeim og

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.