Heima er bezt - 01.03.1955, Page 22

Heima er bezt - 01.03.1955, Page 22
86 Heima er bezt Nr. 3 Hafsteini.1) Þá kom líka Guð- mundur, sonur Kjartans og Maríu Rögnvaldsdóttur (systur Jóns) ofan úr Ontario, og tók þar land nálægt Pétri. Hafði María, móðir hans, komið heiman af ís- landi um sumarið. Blómgaðist svo þessi nýlenda fram yfir vonir í sex ár. Voru þá flestir búendur búnir að eignast tvær kýr og sumir þrjár og svo nokkuð af ungviði. Þrenn uxapör voru orðin til og fáeinar kindur hjá sumum. Líka höfðu nokkrir keypt svínshvolpa og alið þá til sláturs, líka ræktuðu allir kart- öflur, bóhveiti og fleiri sáðteg- undir, svo að flestir höfðu nóg viðurværi. Eitt af húsum þeim, sem stjórnin lét byggja og var nærri miðri nýlendunni, var brúkað fyrir skólahús. Útvegaði hún innlendan kennara þangað, en vegna þess að mönnum féll ekki vel við hann, varð minna úr því en til var ætlað2). Þó var nokk- ur tilraun gjörð með það fyrstu árin og svo var húsið brúkað fyr- ir samkomuhús og lesinn þar húslestur hvern helgan dag, og sóttu nýlendumenn þangað. Annað árið, sem menn voru í nýlendunni, kom gamall, þýzkur prestur þangað, lútherskrar trú- ar, og embættaði hann þar i skólahúsinu einu sinni, skírði börn og tók fólk til sakramentis. Svo á hverju sumri eftir það, kom yngri prestur af sama trúar- flokki og embættaði þar einu sinni, skírði þar börn, confirm- eraði börn og sakramentaði fólk og gaf saman hjón.3) Árið 1879 gaf hann saman í hjónaband Jón Hillmann og Jóhönnu Elínu Haf- steinsdóttur, og árið eftir eign- uðust þau stúlkubarn, sem heit- ir Anna Sigríður Victoria. Það, sem eftir var af íslend- ingum í Kinmount og Ontario, *) Eigi er vitað, hver fann upp á því að gefa þessu byggðarlagi Marklandsnafn Leifs heppna, en þaðan er það runnið. 2) Kennarinn hét Alexander Wiison, há- lærður Skoti, harður í horn að taka, en duglegur. Skáldið Jóhann Magnús Bjarna- son ber honum vel söguna (Eimreiðin 1912). 3) l’restar þeir, sem hér um getur, hétu David Luther Roth og C. E. Cossmann. þegar hinir fóru ofan til Nýja- Skotlands, sem síðar er getið, hafði Sigtryggur farið með vest- ur til Keevatin í Kanada, og höfðu þeir stofnað þar nýlendu að vestanverðu við Winnipeg- vatn, er þeir kölluðu Nýja ís- land, 60 mílur norður frá Winni- pegsbæ. Á þessu tímabili hafði líka komið heiman af Fróni fleira og færra af fólki árlega, og hafði sumt af því farið til Nýja íslands, sumt til Winnipeg og sumt til Minnesota í Bandaríkjum, því að íslendingar höfðu stofnað þar nýlengu. Nú þegar fjölbyggt var orðið í Nýja íslandi, voru sumir ekki ánægðir þar og fóru enn að lejta fyrir sér. Héldu þeir þá fyrst til Winnipeg og svo suður til Da- kota, settust þeir þar að í Pem- bina County og stofnuðu þar ný- lendu. Höfðu þá líka um þær mundir íslendingar, sem fyrst fóru hingað til álfu, komið aust- an úr Wisconsin og setzt þar að. Einnig höfðu nokkrir landar frá Nýja íslandi og Winnipeg stofn- að nýlendu sunnan og vestan til i Manitoba, í suðvestur frá Winnipeg, sem er höfuðstaður í þvi fylki. Nú með því að bréfa- skriftir héldust alltaf við milli íslendinga bæði í Nýja ísl., Winnipeg og Dakota og svo aft- ur Marklandsbúa, en þeir þar vestra hældu mikið frjósemi jarðar þar og hvað hægt væri að vinna hana, einkum Dakotabú- ar. Þá fór suma í Marklandi að fýsa til að komast þangað, með því líka, að gullöld Winnipegbúa stóð þá líka sem hæzt, bæði með bæjarlotasölu, þar sem nokkrir græddu stórfé á fáum dögum á bæjarlotaverzlun, meðan bærinn var mest að byggj ast, og svo voru laun verkamanna svo há, að hvergi var aðra eins atvinnu að fá. En á hina síðuna sáu þeir, að lönd þeirra þar mundu ekki lengi endast, þegar alltaf þurfti nýja jörð á hverju ári til að sá í því, sem menn þurftu til við- urværis, þvi að fæst lönd voru líka svo, að þau yrðu öll ræktuð. Líka voru fyrirsjáanlegir miklir erfiðleikar og kostnaður við að plægja þessa grýttu jörð, sem þeir höfðu ræktað, sem ekki GÓ AN Stóðu drógar helzt í höm, höfðu ónógan friðinn. Var hér snjóa- og vindasöm vika af Góu liðin. Þótti nóg um frosta-far, frekan dró af högum, önnur góuvikan var völd að snjóalögum. Út um flóa allsstaðar af var nógu að taka, vikan Góu þriðja þar þýddi snjó og klaka. Lagði snjó á leiðirnar, lítið þó er er víða. Fjórða góuvikan var veður-gróin blíða. 1945. Góan 1951. Frostið nóg er nísti hold, neytti dróg ei haga. Þeytti snjó um freðna fold flesta Góu-daga. Pétur Jónasson frá Syðri-Brekkum. varð heldur gjört fyrr en eftir nokkur ár, þegar viðarrætur væru orðnar fúnar. Væru þeir líka hræddir um, eftir því sem farið var að koma í ljós, að jörð- in mundi yfir höfuð verða end- ingarlítil til ræktunar nema með miklum áburði. Fóru því fáein- ir fyrst þaðan vestur til Winni- peg, og þegar þeir skrifuðu aftur til baka, líkt og frétzt hafði áð- ur, fóru fleiri að fara, svo að ekki urðu eftir nema fjórir fjölskyldu- menn, voru það þeir Hafsteinn og Jón Hillmann og tveir aðrir. Sáu þeir sér þá ekki fært að haldast þar við, svo fámennir, svo gott sem í eyðiplázi, jafnvel þótt þeir í sumu tilliti sæju eftir að fara þaðan, því að þar var mikið hollt loftslag og yfir höfuð mildari vetrar-veðrátta en vestur frá. T. d. upp á heilbrigði manna þar, var það, að þar dóu ekki nema þrjár manneskjur á þeim sjö ár- um, sem menn voru þar, en 23 börn fæddust á því tímabili.1) Fóru þessir menn því á stað það- an þann 9. maí 1882 með fólk sitt Framh. á bls. 90.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.