Heima er bezt - 01.03.1955, Qupperneq 24

Heima er bezt - 01.03.1955, Qupperneq 24
88 Heima er bezt Nr. 3 að stinga ljónið. Eitt sinn hafði ég lesið í blaði, að ef maður stingi kött í trýnið, mundi hann fara að hnerra. Þetta er auðvitað band- vitlaus kenning, en samt datt mér þetta í hug og ætlaði að reyna það. Þó hætti ég við slíka tilraun, sem betur fór, því að ljónið myndi aðeins sleppa mér andartak og taka mig síðan strax aftur, er það hefði hnerrað, og það gat eins farið svo að það biti í höfuðið á mér og þá var allt búið. Að síðustu ákvað ég að reyna að hitta ljónið i hjartastað. Ég tók að þreifa gætilega fyrir mér með frjálsu hendinni eftir herða- blaði dýrsins. Það var erfitt og hættulegt. Þar sem kjaftur ljóns- ins var læstur um hægri öxlina á mér, þrýstist höfuð mitt upp að makka þess og veitti mér nær ekkert svigrúm. Ég fann sterka rándýrslykt í vitum mínum og heyrði að ljónið malaði ánægju- lega, ekki ósvipað vingjarnleg- um ketti, bara miklu sterkara — sennilega vegna tilhlökkunar um hina góðu máltíð, sem það átti í vændum. Staða mín var því allt annað en þægileg og til þess að hitta hjartastað dýrsins varð ég að teygja vinstri handlegg eins langt út og ég framast mátti. Hin minnsta ógætni gæti vak- ið eftirtekt ljónsins og í því til- felli var öll von úti um mig. Loks heppnaðist mér að finna þá stöðu, er bezt hentaði. Ég vissi upp á hár hvar leita bæri hjarta dýrsins, og nú hjó ég hnífnum á kaf, tvisvar sinnum. Þá er ég með afli örvæntingarinnar stakk í þriðja skiptið, hitti ég á barka ljónsins. Það rak upp heljar- öskur. Ég hygg, að síðasta stung- an hafi skorið sundur hálsæðina, því að blóðið streymdi yfir mig. Ljónið sleppti taki sínu á mér og stökk inn í myrkrið. Ég mældi staðinn seinna og fann þá, að ljónið hafði dregið mig þannig meira en þrjátíu metra. Ég komst einnig að raun um, að tvær fyrstu hnífstungurnar höfðu hitt ljónið í hjartað. Ef einhver hefði verið við- staddur þennan atburð, hefði hann án efa verkað á hann eins og martröð. Ég staulaðist á fæt- urna þarna í myrkrinu, og var ekki á marga fiska, þar sem ég vissi ekki, hve mikið ég hefði sært ljónið. Fyrst kom mér til hugar að reyna aö hræða það á brott með þvi að öskra og ég öskraði og gargaði af öllum kröftum. En svo minntist ég hins ljónsins, sem hafði elt hestinn minn. Að líkindum myndi því ekki takast að ná hestinum, og hvað var þá sennilegra en að það leitaði strax upp félaga sinn, hitt ljónið, og myndi þá finna mig varnarlaus- an, með hnífinn einan vopna. Byssan var auðvitað töpuð í hinu háa grasi, er ég féll af hestinum. Fyrst flaug mér í hug að kveikja í grasinu til þess að fæla hitt ljónið frá. Ég náði í eld- spýtur í vasa mínum og hélt þeim með tönnunum, því að hægri höndin var mér ónýt, ekki aðeins vegna Ijónsbitsins, en líka af þvi, að sinar við úlnliðinn höfðu skaddast. Ég gat þó kveikt á eldspýtu, en tókst ekki að kveikja í grasinu vegna nætur- daggarinnar. Næst datt mér í hug að freista að komast á brott frá ljóninu. Nokkur tré voru í grenndinni, en stofnar þeirra voru háir og greinalausir, svo að ég gat ekki klifið þá vegna meidda hand- leggsins. Loks kom ég auga á tré með lágt hangandi grein. Mér heppnaðist að klifra upp í það eftir mikil harmkvæli og erfið- leika. Þar sat ég um það bil fjóra metra frá jörð. Það mátti ekki tæpara standa, því að nú fannst mér að ég væri að missa allan mátt, bæði vegna blóðtapsins og áhrifanna af hættunni. Föt mín voru gegndrepa af blóði, mínu eigin, en þó senni- lega meira af blóði ljónsins. Það var ekkert þægilegt að finna næðinginn gegnum rennvot föt- in. Sú hætta lá nærri, að ég missti meðvitund og félli niður úr trénu. Ég gat losað belti mitt og reyrt mig við greinina með því. Ég kvaldist hræðilega af þorsta, og myndi hafa gefið mik- ið fyrir eitt glas af vatni. Mín einasta huggun var, að félagar mínir myndu hæglega geta fund- ið mig, þegar birti af degi, enda var ég rétt við stíginn. Öðru hverju heyrði ég í Ijón- inu — það var á hreyfingu í grenndinni, en mér til óumræði- legs léttis heyrði ég, að það var farið að korra í þvi, svo að það gat ekki átt langt eftir. Og litlu síðar varð allt kyrrt. En þessi kyrrð varaði ekki lengi. Stuttu síðar heyrði ég fótatak í grasinu. Nú var hitt ljónið að koma til baka. Ég álykt- aði, að það hefði þegar fundið blóðsporið og væri nú að leita að þeim stað, þar sem ég faldi mig. Enn liðu nokkrar mínútur, en svo kom ljónið að trénu. Mér til mik- illar undrunar reis það upp á afturfæturna, eins og það ætlaði að klífa upp eftir trénu. Létt var að klífa tréð, að öðrum kosti hefði ég aldrei komist upp í það. Ég varð alveg örvinglaður, fyrst að vera tekinn af ljóni, sem mér heppnaðist að drepa, og svo að verða étinn af öðru — hvílík kaldhæðni örlaganna! Ég æpti í örvinglun öll þau kröftugustu skammaryrði, sem ég kunni, og ég sá glyrnur ljónsins lýsa gult við fætur mína í stjörnuskininu. En óp mín settu hik á ljónið. Til allrar hamingju kom Bull, hinn tryggi og góði hundur, fram í þessu. Aldrei hafði ég orðið eins glaður að sjá hann og á þessari stundu. Hann hafði auðsýnilega uppgötvað að ég sat ekki lengur á hestinum, en hestinn hafði hann elt og snúið síðan við til þess að leita mín. Ég kallaði til hans og reyndi að siga honum á ljónið, en það gerði hann með ánægju. Tók hann nú að gelta á- kaft, en það sneri athygli ljóns- ins frá mér. Hinum hyggna og trygga seppa tókst að halda ljóninu í fjarlægð frá mér, jafn- vel þótt hann væri minnst tvis- var í lífshættu vegna árása ljónsins. . Þannig leið nóttin. Ljónið fjarlægðist tréð öðru hverju. Ég heyrði það snuðra í grasinu. Svo kom það aftur, en þá mætti Bull því með gelti og látum. Að lokum skreið það inn í runna og lagðist þar niður. Loksins, þegar birta tók af degi, heyrði ég þekkt og velkomið hljóð, blikkskálar, sem hringluðu á höfði negraþjónsins míns, sem kom gangandi eftir stígnum. Ég kallaði til hans og bað hann að vara sig á ljóninu og réði honum til að klifra upp í tré eins fljótt og hann gæti. Ég heyrði skraml og læti, er byrði hans féll á jörð-

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.