Heima er bezt - 01.03.1955, Side 25
Nr. 3
Heima er bezt
89
Sniðugur þjófur
Ég heiti Samúel Hartley. Ég er
piparsveinn, fertugur að aldri og
er (ef ég má sjálfur segja) mjög
eftirbreytnisverður maður.
Ég reyki að jafnaði einn eða
tvo vindla á dag og drekk eitt
glas af öli með matnum, en er
annars mjög sparneytinn eins og
ég vona að útlit mitt beri með
sér.
Þið getið því nærri hve undr-
andi ég varð, er ókunni maður-
inn, síðhærði, ávarpaði mig sem
nautnasjúkan vanmetamann, og
nú skal ég segja ykkur söguna:
Ég var í þann veginn að fá mér
ofurlítið frí frá störfum, og hafði
undirbúið allt svo ég gæti verið
rór í skapi. — Ég hafði lagt störf
mín til hliðar og skrapp út í smá-
vegis útvegunum. Ég hafði tekið
1800 krónur úr bankanum og
sótt úrið mitt til úrsmiðsins. í
bankanum veitti ég eftirtekt ein-
ina. Síðan varð allt kyrrt, en
litlu síðar kallaði hann og kvaðst
hafa fundið tré, svo að hann
væri nú öruggur. Ég varpaði önd-
inni léttilega, er ég heyrði fé-
laga hans koma. En samt fannst
mér eilífðartími líða, áður en ég
heyrði fótatak asnanna. Ég kall-
aði á mennina og bað þá að
skjóta nokkrum skotum upp í
loftið til að hræða ljónið, sem lá
og beið eftir bráð í grenndinni.
Til ennþá meira öryggis kveiktu
þeir bál við tréð, þar sem ég var,
og svo tóku þeir að aðstoða mig
við að komast ofan úr því, en
það var ennþá erfiðara en að
klífa upp, því að nú var ég stirð-
ur og kvalinn í öllum limum og
auk þess var öxl mín illa farin.
Okkar beið talsverð erfið ferð
til næsta sjúkrahúss — fjögurra
daga erfiðleikar yfir vegleysur.
Áður en við lögðum upp lét ég
menn mína flá ljónið. Sögðu þeir
mér seinna, að þeir hefðu rann-
sakað maga dýrsins. Magi þess
var galtómur. Það var sennilega
ástæðan til að það hafði gert
þessa árás, og það var fyrir ein-
bera dásamlega tilviljun, að ég
hafði sloppið lifandi úr viður-
eigninni við það.
kennilegum manni, háum grann-
vöxnum, hátíðlegum á svip. Hann
var dökkhærður með rykgler-
augu. Hann bað gjaldkerann um
að skipta 100 króna seðli, og vék
síðan til hliðar með kurteisu lát-
bragði, svo ég gæti komist að
fyrst. Síðar rakst hann í úr-
smíðaverzlunina, þegar ég var að
borga viðgerðina á úrinu mínu,
og keypti þar eina skyrtuhnappa.
Ég veit varla hversvegna ég
tók svona eftir manni þessum,
en hárið, andlitsfallið og löngu,
rennilegu hendurnar, var allt
svo sérkennilegt, að ég gat ekki
varist að veita honum eftirtekt.
Ég hugsaði mér að hann gæti
verið tannlæknir, eða söngmað-
ur, — nei ég gat þó ekki ákveðið
með sjálfum mér hverrar stéttar
hann væri. Ég hló að sjálfum
mér, því ég hafði hugann svo
bundinn við hann.
„Hversvegna er ég að brjóta
heilann um hverskonar maður
þetta er, eða yfirleitt að hugsa
um hann“, spurði ég sjálfan mig.
Ég hljóp upp í strætisvagn, og
um leið og ég borgaði vagn-
stjóranum tók ég eftir þvl, að
einn maður, auk mín, var kom-
inn i vagninn. Ég settist óvart
rétt í kjöltu hans. Og er ég sneri
mér við til þess að biðja velvirð-
ingar, sá ég manninn, sem ég var
einmitt að hugsa um.
„Fyrirgefið þér“, mælti ég.
„Ekkert að fyrirgefa, ekkert að
fyrirgefa", svaraði hann mjög
kurteislega. — Það var mín sök.
— Ég átti að flytja mig. — Þér
megið ekki halda, að ég móðgist
af smámunum. — Nei, ég er
kristinn, sem betur fer.
Ég hneigði mig, og tvær ungar
stúlkur andspænis okkur fóru að
hlægja. Vagninn nam staðar, og
nokkrar konur komu inn.
„Færið ykkur saman, færið
ykkur saman“, hrópaði þessi
merkilegi maður. „Látið konurn-
ar fá sæti — æi, — færið ykkur
nú saman. — Þökk, þökk. —
Maður má aldrei gleyma, að gera
allt sem unnt er fyrir betri hluta
mannkynsins.
Stúlkurnar ráku aftur upp
hlátur „Æskan er lifsglöð“,
mælti nágranni minn við mig
„mjög lífsglöð. — Það er ánægju-
legt að sjá það. — Þarna er enn-
þá ein kona. Færið ykkur til,
færið ykkur til!“
Ég var nú fast klemmdur, eins
og síld í dós, en reyndi þó að
hreyfa mig ofurlítið. Allt í einu
fussaði hann og var reiður. „Tó-
bak“, sagði hann við sjálfan sig,
eftir örlitla þögn. „Tóbak, ég
finn tóbaksþef! Reykið þér!“
„Varðar yður það svo miklu“,
svaraði ég. „Já, ég reyki“. —
Hann hristi höfuðið og stundi.
..Aftur líf á glötunarvegi! Aft-
ur kemur fyrir tóbakseitrun. —
Ó, ó, — það deyðir yður, vitið
þér það?“
„Mjög hægt vonandi“, anzaði ég.
Mjög hægt, mjög hægt! Það
segja allir. Vitið þér, að þér get-
ið ef til vill dottið niður dauður,
áður en þér stigið út úr þessum
vagni?“
„Jú, það gæti auðvitað skeð,“
svaraði ég.
„Þér drekkið sennilega líka,“
hélt hann áfram. „Neitið því
ekki. — Reykingamenn drekka
alltaf."
„Ég er vonlaus og óforbetran-
legur svallari,“ svaraði ég. „Ég
hef dellu á hverju laugardags-
kvöldi.
„Þér gerið gys að mér!“ hróp-
aði ókunni maðurinn og rétti
vísifingurinn upp til aðvörunar.
„Þér gerið gys að mér. Þér segið
við sjálfan yður: Ég drekk í hófi.
En lösturinn, sem þér talið um,
getur eyðilagt líf yðar á auga-
bragði. Þér getið ef til vill séð
smáa, græna höggorma, sem að-
eins eru til í ímyndun yðar, áð-
ur en þér stigið úr þessum vagni.
Ég fullvissa yður um, að það er
ekki ómögulegt.“
„Ekki ef ég dett niður dauður
úr tóbakseitrun,“ ansaði ég.
„Jú, jú, della fyrst, svo dauð-
inn,“ sagði maðurinn og athug-
aði mig hátíðlega.
Stúlkurnar tvær, sem höfðu
flissað allan tímann, kvöldust nú
ennþá meira af hlátrinum. Og
hinar konurnar, sem virtust
sneyddar tilfinningu fyrir öllu
skoplegu, hlustuðu með ákefð og
þeim svip, sem fólk hefur venju-
lega undir kirkjuprédikun. — Og
mér virtist þær álíta mig voða
persónu.