Heima er bezt - 01.03.1955, Síða 26

Heima er bezt - 01.03.1955, Síða 26
90 Heima er bezt Nr. 3 „Varið yður,“ mælti maðurinn, „gatan er brött og hál. Þér steyp- ist á höfuðið á hana. Varið yð- ur!“ Ég hafði skemmt mér fyrst í stað við þessar orðræður, en nú brast þolinmæði inín. — „Varið þér yður sjálfur," mælti ég eins rólega og mér var unnt. „Ég ræð yður til að halda yðar ósvifna munni!“ „Ég segi einungis það, sem yð- ur er fyrir beztu,“ hrópaði mað- urinn. „Mér finnst það skylda mín að reyna að bjarga villuráf- andi sauði. — Þér skammið mig og gerið gys að mér fyrir það, en ég skal reyna að bera það. — Það er líka skylda mín!“ Stúlkurnar kvöldust nú aftur. Eldri konurnar horfðu á hann samhyggðaraugum. Ein þeirra þerraði af sér tár. „Nú verð ég heldur að fara,“ hrópaði ég. „Ég er smeykur um, að ég hlaupi á mig og beiti valdi gegn vitskertum manni.“ Ég stóð upp. — Maðurinn þreif í handlegg mér. „Nei, nei,“ mælti hann. „Ég ætla að fara.“ „Það gleður mig mjög,“ anzaði ég og settist aftur. „Já, já, ég fer, það er skylda mín; nærvera mín er yður óþol- andi. Munið eftir aðvörun minni! Munið deleríum tremens. Munið sviplega dauðann af tóbakseitr- un. Munið mig. — Látið mig leggja hönd yðar á hjartað.“ Hann sneri sér við, greip hönd mína og stakk henni snöggt und- ir frakkann minn. — „Haldið þér að hjarta eins og yðar geti barist margar stundir í sífellu?“ hrópaði hann. — „Nei, hörunds- litur yðar, andardráttur og allt útlit sýnir, að ég hef rétt fyrir mér. Varið yður!“ Ég hratt hendi hans frá mér með viðbjóði. Hann leit til kvennanna með samúðina, hristi höfuðið og stökk út úr vagnin- um. Stúlkumar skellihlógu. Þegar vagninn nam staðar i næsta skipti, fóru þær úr, og ég var einn eftir með eldri konun- um. Þær störðu á mig ísköldum augum og virtust hálf smeikar við mig, eins og einhverja voða persónu. Ein þeirra laut að vin- konu sinni og mælti í hörðum ávítunarróm: „En hve drykkju- skapurinn er viðbjóðslegur." Og hin svaraði: „Já, andstyggileg- ur.“ Svo sá ég þær festa augun á vestisnnappnum mínum. Ég leit niður og bjóst næstum við að sjá smáu, grænu dýrin, sem sessunautur minn hafði lýst svo nákvæmlega. En í stað þess sá ég sundur- slitna liði úr úrfestinni minni. Úrið mitt var horfið! Ég stakk hendinni í brjóstvasann. Vasa- bókin með peningunum mínum fyrirfannst þar ekki. Vasar mín- ir voru tómir. Jafnvel tveir vindlar, sem ég hafði stungið á mig, voru horfnir. Maðurinn síð- hærði var bersýnilega erkiþjóf- ur. Lögregluþjónninn, sem ég fann samstundis, var mjög hlut- tekningarsamur, en ekki að því skapi vongóður. Hann sagði, að eftir lýsingu minni á mannin- um, myndi þjófnaðurinn vera framinn af Lása-Jóa, nafnkunn- um vasaþjóf, en ungu stúlkurn- ar, sem andspænis okkur sátu, væru sennilega í vitorði með honum — væru hafðar til að skellihlæja og draga þannig að sér athygli mína á réttum tíma. — Sennilega myndi ég aldrei sjá hina stolnu muni og peninga aftur. Og það rœttist líka. (Kr. J. þýddi.) Börn Rögnvalds Framh. aj bls. 86. og farangur. Voru systkinin með þeim, Rögnvaldar börn, Jón og María. Hafði hann verið þar til skiptis hjá sonum sínum, meðan þeir voru þar, en hún hafði ver- ið seinast hjá Hafsteini, eftir að sonur hennar fór, en hann borg- aði fargjald hennar vestur. Var þetta fólk réttan y2 mánuð á leiðinni og kom til Pembina 22. maí. Kostaði fargjald þangað fyrir fullorðna rúma 40 dollara, en hálfu minna fyrir börn. Hér ber eklci alveg saman við það, er segir í Tímariti Þjóðræknisfélagsins VII., 1925, og vísast til greinarinnar Sitt aí hveriu frá landnámsárunum. Einkennilegt atvik Á fjallabæ einum á vestur- landinu í Noregi kom fyrir ein- kennilegt atvik fyrir nokkrum árum. Atvik þetta var þess eðlis, að erfitt er að finna skýringar á þvi. Húsfreyjan á bænum andaðist eftir barnsburð. Kista hennar var látin standa í opnu útihúsi skammt frá íbúðarhúsinu. Hún stóð þarna nokkra daga áður en jarðarförin átti að fara fram. Einn morgun tók fólkið á bænum eftir því, að svört kind stóð hjá kistunni .Héldu menn í fyrstunni að kind þessi væri af bænum og gáfu því engan nán- ari gaum, þangað til einhverj- um varð litið á eyrnamark kind- arinnar. Varð sá hinn sami eigi lítið forviða, er það sýndi sig, að kindin átti hvorki heima þar eða á næstu bæjum í sveitinni Kindin var spök og virtist vera tamin, því að hún hreyfði sig ekki þótt komið væri að henni, og þegar hún var leidd burt, kom hún aftur og nam staðar við lík- kistuna. Hundurinn á bænum, sem var sólginn í að elta féð, er hann fékk tækifæri til þess, gat ekk- ert ráðið við þessa kind. Kindin sneri hausnum að hundinum og ógnaði honum með hornunum. Eftir það fór hundurinn í stórum boga framhjá kindinni, Reynt var að draga kindina yfir á eina straumharða í grenndinni, sem menn vissu að kindumar hikuðu alltaf við að leggja út í. En þessi svarta kind óð hiklaust yfir ána og var komin á sinn stað á hverjum morgni. þannig liðu dagarnir, þangað til jarðarförin átti að fara fram. Nú var fólk forvitið eftir að sjá hvort þessi ókunna kind héldi áfram að halda sig á bæn- um. — Eins og nærri má geta hafði þetta einkennilega atvik orðið umtalsefni í sveitinn. En það fór á aðra lund. Sama dag og jarðarförin fór fram, hvarf svarta kindin og sást aldrei aftur. Ef til vill var þetta tilviljun

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.