Heima er bezt - 01.03.1955, Síða 29

Heima er bezt - 01.03.1955, Síða 29
Nr. 3 Heima er bezt 93 Þjóð í hátíðaskapi Framh. af bls. 79. hefja til minningar um þjóðhá- tíðarárið. Var skorað á íslend- inga að safna fé til kaupa á gufuskipi og safnað þar á fund- inum 30 dölum. Á Gautsstöðum í Svalbarðs- strandarhreppi var og hátíð haldin og er þess getið, að hún hafi byrjað með sálmasöng og lestri, en auk þess farið fram glímur, kveðskapur, dans og hlj óðf ærasláttur. Þjóðhátíð Borghreppinga. Að Svignaskarði í Borgarfirði var haldin veizla allmikil 2. á- gúst og voru forgöngumenn hennar þeir bændurnir Halldór Bjarnason í Litlu-Gröf, Jón Helgason í Eskiholti og Jón Jóns- son í Galtarholti. Þar voru sam- ankomnir um 90 gestir, flestir úr Stafholtssókn í Borgarhreppi. Segir í blaðinu „Víkverja“, að „Halldór í Litlu-Gröf hélt þar tvær gáfulegar ræður fyrir minni konungs og íslands, og eru þær í tölu þeirra mörgu ræða og kvæða, er alþýðumenn landsins hafa flutt í sumar og sem geyma bæri en glata eigi, þótt smáblöð vor hafi eigi rúm fyrir það. — Væri vel, ef hvert hérað fyrir sig hefði samtök um að safna og geyma, í einu lagi, hið merk- asta er kveðið hefur verið, mælt og fram farið á þjóðhátíð vorri“. Ýmsar hátíðasamkomur. í Árnessýslu hélt Steindór Briem prófastur í Hruna sveit- ungum sínum myndarlega veizlu, er mun hafa farið fram 2. ágúst. Var þar veitt allsköru- lega og segir „Víkverji“ svo: „enda er svo að sjá, sem hið fjölmenna hérað hafi látið sér nægja það, sem þar var fram borið, og viljum vér ekki niðra Árnesingum fyrir það. Þeir eru margir hófsmenn og löngum vel stilltir, enda munu reynast jafn góðir íslendingar og hinir betri í öðrum héruðum.“ Sama dag héldu Hreppamenn einnig hátíð að Stóranúpi. Þjóðhátíðin á Seyðisfirði var haldin 4. júlí. Fór hún vel fram og reglulega og voru allir vel- komnir til hennar og tekið fram, að hvorki hafi verið amazt við utansveitarmönnum né fá- tæklingum. Var þar fallbyssa á staðnum og mikið skotið. Var mælt fyrir mörgum minnum, þar á meðal minni konungs, minni íslands, minni amtmanns og minni sýslumanns. Að Brúum við Laxá var há- tíðarmót haldið 2. júlí. Flutti þar ræðu síra Benedikt Kristj- ánsson á Múla. Var síðan skotið á almennum fundi og var aðal- umræðuefnið brú á Laxá. Kvæði fyrir minni íslands flutti Sigur- björn Jóhannesson bóndi á Fóta- skinni, faðir Jakobínu Johnson skáldkonu í Vesturheimi. Loks skemmtu menn sér með glímu, dansi og hljóðfæraslætti. Loks má geta þess, að auk hinnar frægu hátiðar á Oddeyri 2. júlí, sem að framan getur, héldu Akureyringar mikla sam- komu eða veizlu 23. janúar og mun það hafa verið fyrsta þjóð- hátiðarsamkoman hér á landi það ár. Voru þar ræður fluttar og mælt fyrir mörgum minn- um, þ. á m. minni Ása-Þórs hins sterka. Þótt ekki verði þess getið hér, fóru hátíðahöld fram miklu víð- ar um landið, þetta sumar. Má nefna t. d. hátíðahöldin í Kleifa- hreppi, Leiðvallahreppi og Dyr- hólahreppi í Skaftafellssýslu 2. ág., þjóðhátíð Vestmannaeyinga 2. ág., hátíðahöld að Kotvogi, Gerðakoti og á Skaga 2. ág., þjóðhátíð í Njarðvík 15. ág., þjóðhátíð Hafnfirðinga að Hval- eyri 22. ág., Seltirninga í Nesi við Seltjörn 3. ág., Mosfellinga og Kjalnesinga í Kollafirði 2. júlí. Þá var og haldin þjóðhátíð á Skógarströnd vestur 2. ág., að Reykhólum 2. ág., á Ströndum sama dag (féll niður), á Þórs- höfn við Þistilfjörð, í Flatey á Breiðafirði, þjóðhátíð Hrútfirð- inga og Bitrunga á Reykjatanga, og hátíð í Landeyjum. Víst er, að hátíðahöld fóru fram miklu víðar en hér er getið og að vissu leyti má segja að svo hafi ver- ið í hverri sveit á landinu, því allsstaðar voru haldnar minn- ingarguðsþjónustur og voru þær víðast með meiri viðhöfn en venjulega, svo sem í Hruna, þar voru haldnar þrjár hátíðar- ræður í messu þeirri er sungin var á undan veizlu síra Briems. Eftir guðsþjónustur voru víða samsæti eða eitthvað til hátíða- brigða, þótt eiginlegar skemmt- anir færu ekki fram. Mátti með sanni segja, að þjóðin væri öll í sunnudags- og sólskinsskapi þetta sumar, er stakk mjög í stúf við fásinni það og örbirgð er víða hafði ríkt. Hugur þjóð- arinnar lyftist og gladdist við von um hækkandi sól frelsis og farsældar. Skáldin létu heldur ekki sitt eftir liggja að syngja gleði, von og ættjarðarást inn í hug landa sinna. Má nefna þessi, og eru þá mörg ótalin: Matthías Jochums- son, Steingrímur Thorsteinsson, Benedikt Gröndal, Páll Ólafsson, Bólu-Hjálmar, Gisli Brynjúlfs- son, Jón á Víðimýri, síra Bjöm Halldórsson, Helgi Hálfdánarson, Jónas Jónsson frá Brekku, Jón Hinriksson frá Múla, og Sigur- björn Jóhannsson. Er ekki ýkja langt á að minn- ast, að gömlu fólk var einkar- tíðrætt um samkomuna á þjóð- hátíðardaginn, hvort sem hann nú var haldinn í júlí eða ágúst, sem ógleymanlegum atburði. Og von fólksins lét sér ekki til skammar verða. Þrátt fyrir óár- an, eldgos og Ameríkuflutninga, fór nú óðum að rofa til. Jóhann Bjarnason frá Búðardal. Smælki Móðirin: — Hvað er þetta, Jói minn, ertu nú farinn að lesa bók um barnauppeldi? Sonurinn: —Já, ég er að reyna að komast að því, hvernig þú hefur alið mig upp. Þessi börn! Faðirinn: — Hvernig heldurðu að hefði farið fyrir mér, ef ég hefði verið eins og þú, alltaf spyrjandi um alla skapaða hluti, þegar ég var lítill? Sonurinn: — Ég held þá bara að þú hefðir getað svarað því, sem ég er að spyrja þig um.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.