Heima er bezt - 01.03.1955, Qupperneq 32

Heima er bezt - 01.03.1955, Qupperneq 32
96 Heima er bezt Nr. 3 „Ekki er ein báran stök," segir Villi. „Get- ur þú bent á nokkurt ráð til að komast úr þessari gildru? Þá máttu vera ráðslyngur." Aumingja Bambi! Ég er hræddur um, að blákkeddi karlinn hafi í huga að selja slátr- ara Bamba . . . Hann virtist ekki vera sér- stakur dýravinur. Er við höfum beðið nokkrar klukku- stundir með óþreyju í kjallaranum, heyr- um við hroturnar í Birni Andrési. Fanga- vörður okkar er þá sofnaður. Villi fer að skyggnast uin eftir cinhverju álialdi, sem liann geti opnað kjallarahlemminn með. Hann finnur járntein. „Ágætt," tautar hann. „Nú skaltu fá fyrir ferðina!" Hann fer að reyna að opna hlerann með gætni, en verkið sækist seint. Hann vinnur með hvíld- um, vill líka fullvissa sig um, að Björn Andrés liafi ekki vaknað. Loks tekst honum að bcygja upp Iokuna. Hann lyftir hleranum með hægð, og við er- um frjálsir mcnn. Björn Andrés sker hrúta sem mest hann má, við erum því ekki í vafa uin, að allt sé í bezta lagi og óhætt sé fyrir okkur að fara út um dyrnar. Okkur léttir tnjög, cr við erum komnir út úr húsi Björns. En illa tekst til, er við lokum útihurðinni, því að við heyrum, að lykillinn dettur á gólfið og lætur hátt í. Við sendumst á burtu frá húsinu. \ ið hcyrum, að Björn Andrés opnar glugga og hrópar: )(Stanzið þið, þorpararnir ykkar, ellegar ég skýtl" I’cgar við látum þessa hótun hatis sem vind um eyrun þjóta, skýtur hann á eftir okkur. En við sleppum heilir á htifi. Við hlupum eins og við attum lífið að leysa og töluðumst ekkert við. Við léttum ckki hlaupunum fyrr en við erum komnir að niðurlotum. Móðir og másandi ráðgumst við nú um, hvaða leið beri að halda til þess að geta komið Bamba til hjálpar. I’á sjátim við alll í cinu móa fyrir nokkr- um mönnum við tré örskammt frá okkur. I’ctta cru fjórir bcljakar, og maðurinn, sein tók Bamba, liefur auðvitað senl |>á á vctt- vang. Við ætlum einmitt að taka til fótanna aftur, er sterklegur maður skýtur upp koll- inum rétt hjá okkur og þrífur í hálsmál Villa. „Flýðu, Óli!“ kallar Villi. „Hlauptu! Eg sé um mig . . . Við hittumst við hreysið okkarl"

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.