Heima er bezt - 01.12.1955, Blaðsíða 24

Heima er bezt - 01.12.1955, Blaðsíða 24
376 Heima er bez? Nr. 12 kom þeim síðan til kaupmanns, sem félagið skipti við. Vörurnar komu svo á vorin, venjulega síð- ari hluta júní. Þá voru þær af- hentar eftir pöntunarlistanum, til bændanna og áttu þeir að taka þær innan hálfsmánaðar, eftir að þær voru komnar til landsinis. Vörurnar þurftu bændur ekki að borga við móttöku fremur en þeir vildu, greiðslufrestur var til hausts. Þá létu bændur sauði upp í skuldir sínar. Sauðirnir voru fluttir til Englands og seldir þar. Sauðaverðið var áætlað 10 kr. fyrir hvern sauð að meðal- tali. Sauðirnir voru viktaðir heima áður en þeir voru reknir til Reykjavíkur. Enginn sauður mátti vera eldri né yngri en 2 vetra. Deildarstjórum var til- kynnt hvenær væri von á skipi því er átti að flytja sauðina út. Áætlun þessi stóðst furðu vel. Sjaldan þurftu sauðirnir að bíða lengur en 1—3 daga. Á meðan þeir biðu voru þeir geymdir uppi í Mosfellssveit. Pöntunarfélög þessi voru stofnuð til þess að fá vörur með lægra verði en þær voru hjá kaupmönnum. En lítill vildi nú sá verðmunur verða, þegar búið var að gera upp reikninga. Glöggir reikningsmenn töldu sig hafa 4% hag af viðskiptum þess- um. En enginn tók það með í reikninginn, að deildarstjórarn- ir fengu lítið sem ekkert fyrir sín störf. Það mun hafa verið y2% af vöruumsetningu. En störf þeirra voru ekki lítil. Fyrst áttu þeir að mæta á aðalfundi félags- ins ár hvert, sem haldinn var um miðjan vetur, og þó að hann væri miðssvæðis í umdæminu, þá var bæði langt og erfitt að sækja þá fundi, úr sumum hreppum. Einnig voru þeir á- byrgir fyrir, að vara sú yrði borguð, sem þeir pöntuðu fyrir sína deild. Flestir deildarstjórar gáfust upp á því að standa í þessu kaupfélagsstarfi fyrir sveitunga sína, sem bæði var vanþakkað og í raun og veru ekkert borgað, en mikil tímatöf. Guðmundur var einn af þeim, sem sagði þessu starfi af sér 1897, og losaði sig þá alfarið við það. Öllum þeim störfum, sem hann hafði á hendi fyrir sveit sína gengdi hann með beztu reglu og samvizkusemi, og naut trausts sveitunga sinna. Þótti því skarð fyrir skildi, þegar hann hætti búskap og flutti burt úr hreppn- um. Ekki bætti það heldur úr þegar það kom á daginn, að jörð- in byggðist ekki. Enginn falaði Úlfljótsvatn til ábúðar.' Jörðin þótti frumbýlingum stór og erf- ið og treystu sér ekki efnanna vegna að byrja þar búskap. End- irinn varð sá, að Guðni Þorbergs- son á Kolviðarhóli tók hana til ábúðar nteð þeim kjörum, að halda við kúgildunum, sem voru sex, 3 kýr og 18 ær, og gjalda eft- ir þau venjulega leigu, 12 fjórð- unga af smjöri, en enga land- skuld. Hús og kúgildi, sem jörð- inni fylgdu, átti hann að skila af sér í fullu standi, eða með fullu álagi, þegar hann sleppti jörð- inni samkvæmt lögum og venju á leigujörðum. Ekki þótti Guðna búskapurinn á Úlfljótsvatni bera sig það vel að hann sæi sér hag að því að halda honum áfram lengur en eitt ár. Studdi margt að því. Þá voru samgöngur erf- iðar, langt á milli Kolviðarhóls og Úlfljótsvatns og svo fékkst jörðin ekki til ábúðar nema eitt ár, nema ábúandi greiddi fulla landsskuld. iy2 hundrað á lands- vísu árlega. Guðni skilaði því jörðinni af sér í fardögum 1903. Spakmæli eftir Napólon mikla Miklir menn eru þeir sem geta stjórnað hamingju og óham- ingju. Til þess að geta fengið áreið- anlega vitneskju um skapgerð mannsins, verðum vér að kynn- ast honum í óhamingjunni. Skapgerð margra manna hef- ur mótazt af aldri, venjum, við- skiptum og reynslu. Hjarta ráðherrans ætti ekki að finnast annars staðar en í heila hans. Hugrekki í hernaði á ekkert skylt við hugrekki á friðartímum. Sannleikurinn brýzt gegnum óveðursskýin. Hann skín sem sólin og er eilífur eins og hún. Það eru aðstæðurnar en ekki dauðastundin, sem skapa píslar- votta. Hver stund í aðgerðaleysi hjálpar hinu illa í framtíðinni. Það er einkum tvennt, sem skapar athafnamennina — ótti og áhugi. Einasti sigurinn yfir ástinni er flóttinn. Stiginn, kötturinn og spegillinn Önnur gömul bábilja er á þá leið, að ekki megi ganga þvert yfir spor sem svartur köttur hef- ur látið eftir sig. Sú trú er rakin til Afríku, þar sem panþerdýrið er nefnt „svarti kötturinn," og er það kemur fyrir að menn sjá panþerdýr ganga yfir veginn, verður oft stöðvun í umferðinnl af því að enginn þorir að fara þvert yfir spor „kattarins." Að brjóta spegil þýðir sjö ára óhamingju, segir þriðja bábiljan, en hana má rekja til þess að fólk fyrri tíma hélt að gljáandi speg- ilflöturinn, sem tók mynd af manni, gæti líka tekið sálina. Yrði maður fyrir því óhappi að brjóta spegil var það ekki nema rökrétt afleiðing að maður héldi sig hafa glatað sálinni um leið. Kí mnisaga Maður nokkur gengur fram og aftur fyrir utan búðarglugga og ýtir barnavagni á undan sér. Sjö mánaða gamalt barn er í vagn- inum og skælir hástöfum. Mað- urinn segir með bænarrómi: „Vertu rólegur, Axel! Reyndu að vera rólegur, Axel! Reyndu að stilla þig!“ Öldruð kona fer framhjá, nme- ur staðar augnablik, lítur á æp- andi barnið og segir svo við manninn: „Það er yndislegt að sjá svona skilningsgóðan föður. Og hann heitir Axel, litli stúfurinn!" „Alls ekki,“ anzaði maðurinn öskuvondur. „Krakkinn heitir Pétur. Það er ég, sem heiti Axel.“

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.